Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 32
24 10. september 2004 FÖSTUDAGUR „Hann var okkur ekki hliðhollur en bæði lið fengu að finna fyrir honum.” Landsliðsþjálfari Ungverja, Lothar Matthaus, þarf greinilega að fjárfesta í gleraugum enda bera þessi ummæli þess merki að hann hafi ekki séð l leik Íslands og Ungverja í Búdapest.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Föstudagur SEPTEMBER Við mælum ... ... með að stjórn Handknattleikssambands Íslands og Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari hætti að sleikja sólina í útlöndum og fari nú að koma sér heim. Það er engan veginn viðunandi að menn salti eins alvarleg mál og málefni landsliðsþjálfara eru. Þau þarf að skoða alvarlega í ljósi árangursins á EM og ÓL. Það er eitt að draga andann djúpt eftir stórmót en það er algjör óþarfi að kæfa sig. FÓTBOLTI Grindvíkingar verða að treysta á 15 og 17 ára stráka til þess að verja mark liðsins í tveim síðustu leikjum Landsbanka- deildarinnar eftir að Albert Sævarsson hætti að spila með liðinu vegna ágreinings við stjórn félagsins um launagreiðslur. „Samstarfinu er lokið. Það var ekki staðið við það sem talað var um og því gat ég ekki unað,” sagði Albert í samtali við Fréttablaðið í gær en hann telur að honum verði kennt um fari svo að Grindavík falli. „Mér verður náttúrlega kennt um ef illa fer. Ég efa það ekki. Ég veit hvernig þetta er en það verður í lagi enda hef ég breitt bak.” Albert segist hafa beðið eftir því í allt sumar að fá samning frá Grindvíkingum. Hann hafi ítrekað þrýst á málið án árangurs. Það var þungt hljóðið í Jónasi Þórhallssyni, formanni knatt- spyrnudeildar Grindavíkur, í gær en hann segir að Albert fari með rangt mál. „Samningur lá fyrir í upphafi sumars og launaviðauki samn- ingsins var tilbúinn í júlí. Hann er þar að auki búinn að þiggja greiðs- lur frá okkur í allt sumar,” sagði Jónas og vill meina að orð standi gegn orði varðandi þær launatölur sem deilt er um. Albert taldi sig hafa samið um hærri upphæð en hann fékk greidda en því voru Grindvíkingar ekki sammála. Þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni eru Grindvíkingar í bullandi fall- baráttu og Jónas er langt frá því að vera sáttur við þá framkomu sem Albert sýnir félaginu. „Ef það slær ekki Grinda- víkurhjarta hjá mönnum sem eru fæddir og uppaldir hjá félaginu þá er eitthvað að. Menn sem þykjast vera einhverjir félagsmenn gera ekki svona,” sagði Jónas en hann neitaði því ekki að eitthvað hlyti að hafa gengið á fyrst svona fór. „Ég get bara ekki tjáð mig um það og ég vil ekki standa í ein- hverju skítkasti. Hann sagðist ekki vilja spila nema hann fengi sína kröfu fram en hún var bara óraunhæf.” henry@frettabladid.is Albert hættur Grindvíkingar sjá fram á erfiða tíma í lokaumferðum Landsbankadeild- arinnar eftir að markvörðurinn yfirgaf skútuna. ■ ■ LEIKIR  20.00 Ármann/Þróttur og Valur mætast í Laugardalshöll á Reykja- víkurmóti karla í körfuknattleik. ■ ■ SJÓNVARP  17.20 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.35 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 Motorworld á Sýn. Allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  20.30 UEFA Champions League á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeild Evrópu.  21.00 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Patrekur Jó-hannesson hef- ur tekið við fyrirliða- stöðunni hjá Minden í þýsku úrvalsdeild- inni í handbolta. Þetta sýnir ágætlega hversu mikils met- inn Patti er því hann gekk til liðs við félagið í sumar. Hann lék á Spáni í fyrra með Bidasoa en þar áður lék hann lengi með Essen í Þýskalandi. Patrekur hefur glímt und- anfarið við meiðsli og vonandi fyrir ís- lenska landsliðið að hann snúi aftur á þann vettvang sem fyrst. Gunnar BergV i k t o r s s o n , fyrrum landsliðs- maður í handknatt- leik, mun leika með þýska 2. deildarlið- inu Kronau/Östr- ingen á tímabilinu sem er í þann mund að hefjast. Gunnar lék áður með D/M Wetzlar. Gunnar mun hitta fyrir landa sinn, landsliðsmarkvörðinn Guðmund Hrafnkelsson hjá Kronau/Östringen. Félagið lék í 1. deild á síðasta tíma- bili en varð að sætta sig við fall. Leikmenn enska landsliðsins íknattspyrnu neituðu að veita við- töl eftir sigurleikinn gegn Pólverjum í Póllandi í undankeppni HM 2006. Ástæðan fyrir þessu er sú að lands- liðsmennirnir voru afar óhressir með umfjöllun bresku pressunnar eftir jafnteflisleikinn gegn Austurríki. Forráðamenn Ev-erton eru á hött- unum eftir franska framherjanum Yo- uri Djorkaeff sem orðinn er 36 ára gamall. Djorkaeff hefur leikið með Bolton undanfarin tvö keppnistíma- bil en vildi ekki gera nýjan samning við félagið. Hann hefur haldið til í Frakklandi þar sem hann heldur sér í formi en hann hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gjarnan snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Forráðamenn Everton reyna nú allt hvað þeir geta til að fylla skarðið sem Wayne Roo- ney skildi eftir sig þegar hann gekk í raðir Manchester United. Það á ekki aff r a m h e r j u m Manchester United að ganga þessi misserin. Louis Saha meiddist í landsleik með Frökkum gegn Fær- eyingum í vikunni, haltraði af velli eftir aðeins 9 mínútna leik og virtist sárkvalinn. Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli Saha eru. Fyrir hjá United eru þeir Ruud Van Nistelrooy og Wayne Rooney meiddir, Rooney kom reyndar meiddur til félagsins. Oliver Panis, sem ekur fyrirToyota, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta keppni í Formúlu 1 kappakstrinum eftir lokamót tíma- bilsins sem verður haldið í Sao Paulo í Brasilíu innan tíðar. Þess í stað ætlar kappinn að verða þriðji öku- maður Toyota og aðaltilraunaöku- maður. Þórey Edda Elís-dóttir hafnaði í fjórða sæti í stangar- stökkskeppni á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Rovereto á Norður-Ítalíu í fyrra- dag. Þórey Edda náði sér ekki á strik og stökk 4.20 metra. Hún reyndi í þrígang að fara yfir 4.35 en mistókst. Pólska stúlkan Anna Rogovska varð sigurvegari en hún fór yfir 4.63. Þórey Edda mun næst keppa á síð- asta gullmóti Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins á þessu tímabili sem fram fer í Mónakó annan sunnudag. Handknattleikslið Vals hefur feng-ið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í vetur en félagið hefur samið við slóvakíska landsliðsmanninn Pavol Polakovic. Kappinn, sem á að baki 52 landsleiki, verður 25 ára gamall í október. Valsmenn eru meiðslum hrjáðir, Bjarki Sigurðsson verður líkast til ekkert með í vetur og Hjalti Gylfason er einnig frá. STEINAR NÝTTI ÖLL SKOTIN Steinar Kaldal, fyrirliði KR, nýtti öll sex skotin sín gegn Fjölni og skoraði 16 stig í 78–76 sigri. Reykjavíkurmót karla í körfu: KR vann Fjölni naumt KÖRFUBOLTI KR-ingar unnu nauman sigur á Fjölni, 78-76, í fyrsta leik liðanna í Reykjavíkurmótinu í gær. KR hafði forustuna lengstum en hið unga lið Fjölnis vann upp muninn en missti af sigri á æsis- pennandi lokamínútum. KR hafði yfir í hálfleik, 42–36. Steinar Kaldal skoraði 16 stig fyrir KR, Lárus Jónsson var með 14 og Ólafur Már Ægisson skoraði 11. Hjá Fjölni var Pálmar Ragnarsson með 21 stig, Darrel Flake bætti við 17 stigum og 16 fráköstum og Magnús Pálsson var með 11 stig og 5 stoðsendingar. ÍR vann 50 stiga sigur á Val, 115–65, í hinum leiknum. Ómar Sævarsson var með 14 stig hjá ÍR og Ásgeir Hlöðversson bætti við 13 stigum en Kjartan Orri Sigurðsson skoraði 14 stig fyrir Val. ÍR hafði yfir í hálfleik, 58–37. ■ KÖRFUBOLTI Íslenska lands- liðið í körfuknattleik er statt í Danmörku um þessar mundir en lið- ið mætir heima- mönnum í und- ankeppni Evrópu- keppninnar í dag. Liðið hefur æft grimmt síðan í vor og gert ágætis hluti í æfingaleikjum sumarsins. Sigurður Ingi- m u n d a r s o n , þjálfari lands- liðsins, sagðist þekkja andstæð- inginn ágætlega. „Ég þekki Dan- ina nokkuð vel. Þetta er gott lið sem er á svipuðum styrkleika og við en eru náttúrlega á heima- velli. Engu að síður ætlum við að leika okkar besta leik í sumar og vinna“ sagði Sigurður. Jón Arnór smellpassar Sigurður tók við liðinu af Friðriki Inga Rúnarssyni og hefur náð ágætis árangri. „Ég hef ekki gert neinar dramatískar breytingar en leikstíllinn sem ég lagði upp með er grimmur varnarleikur og pressa um allan völl. Hraður leikur, líf og fjör á vellinum. Það hefur gengið vel. Það tekur tíma og átak að koma inn svona leik- skipulagi í ungt lið og fá alla til að spila á sama hraðanum. Fyrir þennan leik höfum við spilað 10 leiki og æft síðan í lok apríl. Það kostar tíma og hörkuvinnu að kom liði áfram í svona riðlakeppni. Jón Arnór Stefánsson er okkar þekktasti leikmaður en dvöl hans hjá Dallas Mavericks í NBA- deildinni vakti mikla athygli hér heima þó henni sé nú lokið. Jón, sem leikur í Rússlandi, verður með í leiknum gegn Dönum. „Þetta er fyrsti alvöru leikurinn hjá honum en Jón er náttúrlega búinn að vera á fullu í sumardeild NBA og sínu nýja liði, Dynamo St. Petersburg. Hann hefur staðið sig feiknavel og veit nákvæmlega að hverju hann gengur hjá okkur. Þetta er leikstíll sem hann virkar best í og á eftir að smellpassa eins og hver annar leikmaður. Hann er náttúrlega mikill liðsspilari þannig að ég hef engar áhyggjur af honum,“ staðhæfði Sigurður. Ísland mætir Danmörku kl. 17 í dag og hægt er að sjá leikinn í Ölveri í Glæsibæ á risatjaldi. ■ SKRIÐINN Í BURTU Markvörðurinn Albert Sævarsson er hættur að spila fyrir Grindavík en hann hefur staðið í launadeilu við félagið. Íslenska körfuboltalandsliðið leikur sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni í dag: Jón Arnór til í slaginn við Dani 32-33 (24-25) Íþróttir 9.9.2004 22:15 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.