Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 10. september 2004 30 „Hátíðin er búin að ganga mjög vel og gestafjöldinn er að nálgast 10.000 manns,“ segir Christof Weh- meier um bandarísku „indí“ bíó- dagana í Háskólabíói. Bíódögunum lauk formlega í gær en vegna mik- illar aðsóknar á ákveðnar myndir hefur verið ákveðið að sýna þær áfram. Þær myndir sem halda áfram eru Saved, Before Sunset, Ken Park, Super Size Me, Coffee & Cig- arettes, Capturing the Friedmans og Shape of Things en síðustu sýn- ingar á Capturing the Friedmans og Shape of Things verða á sunnu- daginn. „Þetta er náttúrlega frábær að- sókn og það er vegna hennar og fjölda áskorana sem vinsælustu myndirnar eru sýndar áfram í nokkra daga,“ segir Ísleifur Þór- hallsson hjá Græna ljósnu sem er með Ken Park, Super Size Me, Coffee & Cigarettes og Capturing the Friedmans. „Þetta eru einmitt myndirnar sem hafa verið að fá hvað lofsamlegustu dómana þannig að smekkur almennings og gagnrýnenda virðist fara vel sam- an.“ Ísleifur er að vonum ánægður með áhuga bíógesta á hinni um- deildu Ken Park. „Það er sérstak- lega athyglivert að sjá þessa ríf- andi aðsókn á Ken Park alla vik- una. Hún er sýnd í sal 1 og aðeins á kvöldsýningum og á einni viku held ég að það hafi verið uppselt 5 sinnum. Hún er í heildina komin í nær 3.000 manns sem er magnað fyrir svona mynd. Á hverri einustu sýningu er salurinn vel pakkaður og stemningin ansi oft mögnuð.“ ■ Vinsælustu „indí“ myndirnar áfram CAPTURING THE FRIEDMANS Friedman-feðgarnir lenda í vondum málum þegar þeir eru handteknir, grunaðir um að hafa misnotað fjölda ungra drengja. Þessi áhugaverða heimildarmynd fylgist síðan með fjölskyldunni gliðna í sundur í kjölfarið. Myndin vekur upp fleiri spurningar en hún svarar og lætur líklega engan ósnortinn. Hún verður sýnd í allra síðasta sinn á sunnudaginn. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Samstarf ofurleikstjórans Stevens Spielberg og þungavigtarleikar- ans Tom Hanks hefur reynst býsna happadrjúgt í gegnum árin og þeir virðast seint ætla að fá nóg af því að búa til bíómyndir saman. Spielberg leikstýrði Hanks síð- an í Saving Private Ryan 1998 og aftur árið 2002 í Catch Me If you Can og nú hafa þeir félagarnir leitt saman hesta sína eina ferðina enn í The Terminal sem Sambíóin frumsýna í dag. Hanks leikur að þessu sinni Viktor Navorski sem er gert að búa í flugstöðvarbyggingu í New York þar sem stjórnleysi ríkir í heima- landi hans og vegabréf hans er því ógilt og honum óheimilt að stíga fæti á ameríska grund. Navorski kann varla stakt orð í ensku en tekst ágætlega að ná tökum á und- arlegri tilveru flugstöðvarinnar. Hann er hinn vænsti drengur og allir sem komast í kynni við hann verða betri einstaklingar fyrir vik- ið þar sem það má læra ýmislegt af hjartahreinum einstæðingnum. Þrátt fyrir að undirtóninn í mynd- inni sé alvarlegur er alltaf stutt í glensið en Spielberg kann auðvitað öðrum fremur að spila með tilfinn- ingar áhorfenda sem sveiflast því milli hláturs og gráturs. Klámið og ástin Matthew Kidman, aðalpersóna The Girl Next Door sem er frumsýnd í Smárabíói og Laugarásbíói, segir ekki heldur farir sínar sléttar þótt vandræði hans séu annars eðlis en hjá aumingja Tom Hanks. Hann er 18 ára fyrirmyndarnemandi sem stefnir á frama í stjórnmálum og má ekkert vera að því að lifa lífinu. Þetta breytist heldur betur þegar gullfalleg þokkadís flytur í næsta hús við hann. Örvar Amors marg- hitta hann í hjartastað þannig að þegar hann kemst að því að hin sak- leysislega Danielle er fyrrverandi klámstjarna sem er að reyna að hverfa aftur til betra lífs er of seint fyrir hann að draga sig í hlé. Danielle er líka ekki aldeilis sloppin úr klámbransanum þar sem fyrrverandi yfirmaður hennar reynir allt sem í hans valdi stendur til að fá hana aftur allsbera fyrir framan tökuvélarnar. Þau eru því dýr góðu ráðin fyrir drengstaulann sem þarf að gera upp við sig hvort hann sé tilbúnn til að fórna öllu fyrir ást sína á klámsstjörnunni. Það er hin bráðhuggulega Elisha Cuthbert sem leikur Danielle en ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að þekkja hana vel úr spennuþátt- unum 24 þar sem hún leikur Kim, dóttur Kiefers Sutherland. ■ Strandaglópurinn í flugstöðinni og klámstjarnan í næsta húsi HÆTTULEG KYNNI Framtíð unga mannsins er því í hættu þegar hann ákveður að leggja allt í sölurnar fyrir stúlku sem er að flýja fortíðina. TOM HANKS Kynnist ástinni og lífinu á meðan hann er strandaglópur í flugstöð í New York. 38-39 (30-31) Bíóumfjöllun 9.9.2004 20:54 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.