Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Þungar áhyggjur Mér skilst af því sem ég hef heyrtí fréttum að verulegar líkur séu á að Golfstraumurinn muni breyta um stefnu einhvern tímann bráðum vegna hlýnandi loftslags og að Ísland muni þar með breytast í samfellda jökulbreiðu. Það gæti orðið ákaflega slæmt mál. Jafnframt hef ég heyrt að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að vegna hlýnandi loftslags og þar með bráðnun jöklanna muni lung- að af Suðurlandsundirlendi fara undir sjó ef ekkert verður að gert og jafn- vel hluti af höfuðborginni líka. Það gæti orðið mjög erfitt. REYNDAR virðist vera mótsögn í þessu. Bæði er gert ráð fyrir að Ís- land breytist í jökulbreiðu og að jökl- arnir bráðni. En það er ástæðulaust að gera veður út af slíku. Það er ör- ugglega til vísindaleg skýring á því. Aðalatriðið er, að átta sig á því, að það kunna að vera blikur á lofti. Kannski verður Ísland fyrsta jökul- breiðan sem verður alfarið neðan- sjávar? Ég tel óhætt að fullyrða að það yrði ákaflega leiðinlegur endir á því farsæla uppbyggingarstarfi sem hér hefur átt sér stað allt frá stofnun lýðveldisins. ÞAÐ KANN að vera að röðin sé komin að Íslendingum að taka á sig skakkaföll. Alla tuttugustu öldina gerðu Íslendingar fátt annað en að græða formúgur á hörmungum ann- arra. Seinni heimsstyrjöldin varð okkur mikil búbót og þar að auki fengum við ríflega Marshall-aðstoð að henni lokinni, þrátt fyrir að hér hefði ekkert verið sprengt, heldur bara byggt. Þannig var nú það. EN ég ætla nú samt ekki að vera sá maður sem óskar Íslandi þess að enda sögu sína sem jökulbreiða neðansjáv- ar. Hins vegar kann að vera að annars konar náttúruhamfarir reynist okkur mátulegar, miðað við aldur og fyrri störf. Ég heyri nefnilega ekki betur en að við séum í óðaönn að búa til fyrir austan, algerlega upp á eigin spýtur, eitt ógnarstórt, samfleytt drullusvað. Mér skilst að önnur orð hæfi ekki því aur- og leirlendi sem nýtt lón Lands- virkjunar mun skilja eftir sig á ári hverju við Kárahnjúka. Ef þetta er satt, mun aur og sandur fjúka í augu og eyru Austfirðinga um aldir og ævi hér eftir, þ.a.e.s. ef við sökkvum ekki í sæ á undan. Og af því má hæglega hafa þungar áhyggjur. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR 48 Baksíðan 9.9.2004 22:13 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.