Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 1
● úrslitin ráðast um næstu helgi Landsbankadeild karla: ▲ SÍÐA 22 FH-inga vantar enn eitt stig ● nú eigið handrit Edward Weinman: ▲ SÍÐA 34 Fyrst lítil ferð til himins og Mýrin ● safnplata með bestu lögunum á leiðinni Sigríður María Níelsdóttir: ▲ SÍÐA 34 Byrjaði 70 ára að taka upp MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR FYRIRLESTUR Pieter Holstein mynd- listarmaður flytur í dag fyrirlestur í Lista- háskóla Íslands í Laugarnesi í stofu 024. Fyrirlesturinn er haldinn í hádeginu og hefst stundvíslega klukkan hálf eitt. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART OG FALLEGT VEÐUR Á SUÐVESTURLANDI í dag, en dálítið vindasamt. Ekkert sérstaklega hlýtt og dálítil væta á Norðausturlandi. Sjá bls. 6 13. september 2004 – 250. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Byggingavöruverslun í Hafnarfirði Jón og Frank: BÖRN ÁN VISTUNAR Heilsdagsskólar borgarinnar eru ekki í boði fyrir öll börn. Skortur á starfsfólki er eina fyrirstaða þess að öll börnin komist að. Erfitt er að fá starfsfólk í hlutastörf í úthverfin. Sjá síðu 2 ÁTÖK UM NÝBÚASKÝRSLU Sigurð- ur Þór Salvarsson, upplýsingafulltrúi Al- þjóðahúss, gagnrýnir nýja nýbúaskýrslu Hafnarfjarðar. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir ekkert ákveðið um breytingar á samn- ingi Alþjóðahúss. Sjá síðu 4 ÍVAN FER MIKINN Fellibylurinn Ívan er nú kominn í hóp öflugustu fellibylja sög- unnar. Nokkuð hefur dregið úr styrk hans á síðustu dögum en skaðinn er mikill á mörgum eyjum í Kyrrahafinu. Sjá síðu 6 ASPARRYÐ BREIÐIST ÚT Ryðsvepp- ur í ösp er að breiðast út um landið. Aspar- ryðs hefur orðið vart á Norðurlandi og á Suðurlandi er ástandið slæmt á Kirkjubæj- arklaustri. Sjá síðu 8 36%50% ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 20 Sjónvarp 32 LÖGREGLA Fimmtán prósenta klór var geymdur úti á plani við Vest- urvör í Kópavogi og var öllum að- gengilegur. Eigandi efnanna er fyrirtækið Mjöll-Frigg ehf. sem hefur sótt um leyfi fyrir klórgas- framleiðslu og lagerhalds hjá Kópavogsbæ. Lögreglan hefur beðið forráðamann fyrirtækisins að fjarlægja klórinn. Varðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi segir ekki leyfilegt að geyma efni eins og klór við þessar aðstæður. Efnið sé ætandi og því hættulegt og þarna hafi það verið hverjum sem er aðgengilegt. Klórbrúsarnir hafi verið með- færilegir og því hefðu börn auð- veldlega getað opnað þá og komist í snertingu við klórinn. Ómar Stefánsson, borgarfull- trúi í Kópavogi, fór að Vestur- vör í gær, þar sem fyrirtækið hefur aðstöðu. Að eigin sögn var hann þar á ferð til að undirbúa sig fyrir fund á morgun þar sem leyfisbeiðni fyrirtækisins verð- ur tekin fyrir. Ómar undraðist að efnin væru þarna geymd í brúsum sem auðvelt væri að skrúfa lokið af. Hann benti á að á klórbrúsa sem keyptur væri úti í búð væri sérstakt öryggis- lok. Fleiri efni, til dæmis iðnað- arhreinsir og sápur, voru geymd þarna á sama stað. ■ Birgðageymsla á athafnasvæði Kópavogshafnar: Klór geymdur á opnu svæði Ameríski Rauði krossinn: Hjálparsjóðir næstum tómir HAMFARIR Neyðarástand ríkir hjá bandaríska Rauða krossinum því í kjölfar fellibyljanna tveggja sem gengið hafa yfir Flórídaríki und- anfarnar vikur eru hjálparsjóðir stofnunarinnar því sem næst tómir og blóðbirgðir eru af mjög skornum skammti. Tjónið sem fellibylirnir Charley og Francis hafa valdið er metið á tugi millj- arða króna en aðeins hefur tekist að safna rúmlega sex milljörðum króna enn sem komið er. ■ Háskólinn: Vilja konu í stól rektors SKÓLAMÁL Raddir um að kona verði ráðin rektor Háskóla Íslands ágerast. Heimildir blaðsins herma að hópur kvenna sem starfa við Háskólann hafi komið saman strax á fimmtudagskvöld til þess að fara yfir frambæri- legar konur eftir að Páll Skúlason hafði upplýst um ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til starfans áfram. Aðeins tveir af tíu æðstu stjórnendum skóla á háskólastigi eru konur og ljóst að til er hópur kvenna í háskólasamfélaginu sem vill sjá hlutfallið leiðrétt. Oftast er nefnd til sögu Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði og fyrrverandi alþingiskona, en einnig eru nefndar Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor í læknadeild og Kristín Loftsdóttir mannfræðingur. Sjá síðu 12 LÖGREGLA KANNAR VETTVANG Klórinn var geymdur á opnu svæði þar sem hann var öllum aðgengilegur og hefðu börn auðveldlega getað opnað brúsana. Eigandi klórsins hefur verið beðinn um að fjarlægja efnin af svæðinu. SJÁVARÚTVEGUR „Þarna er hreint og beint um eignaupptöku af hálfu ríkisins að ræða og útgerðarmenn hlunnfarnir sem mest er hægt,“ segir Ásgeir Blöndal, útgerðar- maður á Blönduósi. Hann er einn þeirra sjómanna sem gerðu út á innfjarðarrækju á Húnaflóa þeg- ar þær veiðar gengu sem best, en nú er stofninn hruninn. „Rækjuveiðarnar hrundu hérna á Húnaflóanum og sam- kvæmt lögum um stjórnun fisk- veiða segir að sé um hrun að ræða í því sem kallast sérveiðar þá beri að bæta slíkt. Það gerir sjávarútvegsráðherra ekki heldur þvert á móti sker hann reglulega niður,“ segir Ásgeir. Jafnframt segir hann að áður en innfjarðar- rækjustofninn hafi hrunið hafi hann verið að veiða sem nemur 185 þorskígildistonnum að með- altali ár hvert, en nú sé hvert skip með tæp 40 þorskígildistonn. „Menn innan ráðuneytisins hafa gefið skýrt til kynna að þetta eigi að skerða enn frekar og kippa þannig fótunum undan þeim örfáu útgerðar- mönnum sem enn berjast við að ná endum saman.“ Aðrir útgerðarmenn í ná- grannabyggðum taka í sama streng. Eðvarð Daníelsson, sem gerir út frá Hvammstanga, finnst miður hvaða móttökur þeir fái í sjávarútvegsráðuneytinu þegar farið er fram á frekari bætur. „Það hefur verið sagt ít- rekað við okkur að fara í mál ef við séum ekki sáttir. Það eina sem við viljum er að fá aftur þann kvóta sem var tekinn af okkur í upphafi. Annars geta þessar útgerðir sem enn tóra hætt baslinu. Gullið er horfið og ekkert eftir nema að leggja árar í bát enda er ég ekkert bjartsýnn á að ráðuneytismenn fari nú að sýna lit í málinu.“ albert@frettabladid.is BÆTUR VEGNA HRUNS RÆKJU Í HÚNAFLÓA 99/00 02/03 04/05 Þorskígildi 76.258 58.929 36.699 SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDSDÓTTIR Útgerðarmenn telja sig hlunnfarna Stofn innfjarðarrækju í Húnaflóa er hruninn og þær útgerðir sem enn standa og gerðu út á þær veiðar berjast í bökkum. Útgerðarmenn telja sig hlunnfarna og mæta engum skilningi hjá sjávarútvegsráðuneytinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 01 Forsíða 12.9.2004 22:21 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.