Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 2

Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 2
2 13. september 2004 MÁNUDAGUR Risasprenging í Norður-Kóreu: Svepplaga ský myndaðist AP/S-KÓREA/WASHINGTON Risastórt svepplaga reykský sást á myndum veðurtungla eftir mikla sprengingu sem átti sér stað í Yanggang héraði í norðurhluta Norður-Kóreu nærri landamærum Kína skömmu fyrir hádegi síðasta fimmtudag. Skýið var um 3,5 til 4 kílómetrar í þvermál. Haft hefur verið eftir sérfræð- ingum að skýið gæti stafað af nátt- úrulegum hamförum, svo sem skóg- areldum, en einnig hefur verið rætt um möguleikann á einhvers konar slysi eða jafnvel vopnatilraunum. Norður-Kórea er mjög einangrað land og hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um hvað átti sér stað. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að ekki væri talið að sprengingin tengdist meintum tilraunum Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. „Við vitum hins vegar ekki hvað nákvæmlega átti sér stað,“ sagði hann. Bandaríkin, Rússland, Japan, Kína og Kóreuríkin tvö hafa átt í viðræðum um meinta kjarnorku- vopnaþróun Norður-Kóreu og sam- þykktu að halda þeim viðræðum áfram í Peking síðar í mánuðinum, en ekki hefur verið fastsett dag- setning í þeim efnum. Á fimmtudaginn var hátíðisdag- ur í Norður-Kóreu, en ríkið var stofnað þann 9. september árið 1948. ■ Fjöldi barna bíður eftir daggæslu Heilsdagsskólar borgarinnar eru ekki í boði fyrir öll börn. Skortur á starfsfólki er eina fyrirstaða þess að öll börnin komist að. Erfitt er að fá starfsfólk í hlutastörf í úthverfin. DAGGÆSLA Börnum er mismunað þar sem þau komast ekki öll að í daggæslu á frístundaheimilum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur eftir skóla, segir móðir sjö ára drengs. Æskulýðs- fulltrúi ÍTR segir starfsfólk skorta sem sé eina fyrirstaða þess að börnin komist að. „Ég er ekki með heildarsýnina yfir hversu mörg börnin á biðlista eru. Við erum að safa upplýsingun- um saman og höfum þær tölur til- búnar á mánudaginn. Skóladagvist- un er ekki lögbundin þjónusta en það er vilji Reykjavíkurborgar að veita hana. Við erum öll af vilja gerð og höfum verið að auglýsa eft- ir starfsfólki,“ segir Soffía Páls- dóttir, fræðslustjóri ÍTR. Hún segir erfiðara að fá fólk í hlutastarf í úthverfin heldur en í miðhluta borg- arinnar og biðlistar því á nokkrum dagvistunarheimilanna þar. Helga Þórðardóttir, forstöðu- maður fjölskylduþjónustunnar Lausnar, segir Reykjavíkurborg gefa út að dagvistun sé í boði fyrir öll börn í Reykjavík en svo sé ekki. „Það var verið að breyta fyrir- komulaginu á daggæslunni. Hún var áður í höndum skólans. ÍTR gerði greinilega ekki ráð fyrir svona mörgum börnum,“ segir Helga. Ásamt syni hennar hafi um tíu börn úr árgangnum ekki komist að í daggæslu í Víðiseli eftir skóla: „Við fjölskyldan vorum heppin þar sem nágrannakona okkar sem er nýflutt í hverfið bauðst til að hafa drenginn með sínum þar til annað hvort okkar kæmi heim úr vinn- unni. Þannig að það er tilviljun að við gátum leyst okkar vanda.“ Helga segir að hún hafi ekki vit- að af breytta fyrirkomulaginu þeg- ar hún staðfesti skólavist sonar síns. Á heimasíðu skólans hafi verið gamlar upplýsingar. Hún hafi því misst af lestinni þar sem umsóknarfresturinn rann út í vor. „Við skólasetningu fengum við að vita að búið væri að loka fyrir inn- töku í daggæsluna,“ segir Helga. Soffía segir að mjög margir for- eldrar hafi sótt um of seint. „Það er sérstakt að fólk komi 23. ágúst og ætlist til að fá pláss. Flest ef ekki öll börnin sem eru á biðlista sóttu mjög seint um.“ gag@frettalbadid.is BLÓM OG BÆNIR Kirkjugarðurinn í Beslan er fullur af blómum og syrgjandi fólki dag eftir dag. Rússneskir fjölmiðlar: Heimurinn samhryggist RÚSSLAND Íbúar í Beslan, Madrid, New York og í Jakarta hafa per- sónulega reynslu af hversu lífið er hverfult og þjáning þeirra hefur leitt íbúa heimsins þéttar saman. Þetta var einn leiðari af mörgum í fjölmiðlum í Rússlandi um helgina en þess var víða minnst að þrjú ár eru nú síðan hryðjuverkamenn rændu farþegaflugvélum í Banda- ríkjunum og flugu þeim meðal annars á Tvíburaturnana tvo. Viðlíka sorg ríkir í bænum Beslan en þar kljást eftirlifendur við að koma lífi sínu aftur í skorður eftir að fleiri hundruð börn og fullorðnir urðu hryðju- verkamönnum að bráð í umsátri um barnaskólann í bænum. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Það eru engin takmörk fyrir því, næst verður það hótelbransinn og hver veit, kannski fjölmiðlar...“ Þórður Björnsson kaupmaður hyggur á úrás í rekstri lítilla matvöruverslana, en hann rekur Hlíð- arkjör við Eskihlíð og hefur nýlega fest kaup á Sunnubúðinni. SPURNING DAGSINS Hvað ætlarðu að verða stór, Þórður? Kennaraverkfall: Árangurs- laus fundur SAMNINGAR Ekkert markvert gerð- ist á samningafundi grunnskóla- kennara og launanefndar sveitar- félaganna í gær. Vika er í boðað verkfall kennara. Síðustu daga hafa samninga- nefndir beggja aðila fundað í húsa- kynnum ríkissáttasemjara án árang- urs. Grunnskólakennarar fóru síð- ast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhalds- skólakennurum. ■ ELDAÐ Í MORGUNSÁRIÐ Slökkvi- liðið var kallað út klukkan rúm- lega níu á sunnudagsmorgun vegna reyks frá íbúð við Hring- braut. Það kom í ljós að félagi húsráðanda hafði ætlað að elda kjöt í potti snemma á sunnudags- morgun, en sofnað eftir að hafa kveikt á hellunni. Engar teljandi skemmdir urðu á íbúðinni vegna þessa. ÖLVUNARAKSTUR Aðfaranótt sunnudags voru fimm teknir grunaðir um ölvunarakstur í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar var nóttin með rólegra móti. STJÓRNMÁL „Mér finnst það heldur kaldranalegt af Davíð að halda því fram að sérstakur vinnufriður hafi ríkt í hans valdatíð,“ segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðn- aðarsambandsins. Davíð Odds- son, fráfarandi forsætisráð- herra, segist stoltur í viðtali við Morgunblaðið að meiri vinnu- friður hafi ríkt þau ár sem hann hefur setið í embætti en á öðru sambærilegu tímabili. Guðmundur fullyrðir að engin önnur ríkisstjórn hafi ögrað almenningi með sama hætti og stjórn Davíðs. „Hún hefur hvað eftir annað sett allt á annan endann með aðgerðum sínum. Þessir herrar hafa hækk- að laun sín langt umfram aðra landsmenn og gert það með þeim hætti að hinn almenni vinnumarkaður lenti í afar erf- iðri stöðu. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt Davíð og stjórn hans fyrir að setja samninga í uppnám og Alþjóðavinnumála- stofnunin hefur oftar en einu sinni gefið ríkisstjórn Davíðs gula spjaldið fyrir aðgerðir sínar. Þannig má lengi telja og þess vegna er þessi yfirlýsing Davíðs kaldranaleg í ljósi þess að margir aðrir hafa þurft að ganga fram fyrir skjöldu þegar í óefni stefndi vegna aðgerða ríkisstjórnar hans.“ ■ HORFT YFIR LANDAMÆRIN Íbúi Suður-Kóreu horfir yfir til Norður-Kóreu í gegnum vírgirðingu á landamærum ríkjanna norður af Seoul í gær. Girðingin hefur verið skreytt margvíslegum fatnaði með áletrunum sem kalla eftir sameiningu ríkjanna. HELGA OG ALEXANDER PÉTUR Ungi drengurinn er einn af tíu annars bekkingum í Selásskóla sem fá ekki pláss í skóladagvist. Þar gæti hann leikið við fjölda barna og klárað heimalærdóminn á meðan foreldrarnir ljúka vinnu- deginum. Bílvelta á Fljótsdalsvegi: Tveir á sjúkrahús LÖGREGLUMÁL Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Fljótsdals- vegi seint í gærkvöld. Vegurinn sá liggur að framkvæmdasvæði Kára- hnjúkavirkjunar en ekkert lá fyrir um líðan hinna slösuðu þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Voru þeir á leið að Kárahnjúkum þegar atvikið átti sér stað en tildrög slyssins voru ókunn. Færð og skyggni var með ágætum þegar bílveltan varð. ■ Formaður Rafiðnaðarsambandsins undrast ummæli Davíðs Oddssonar: Aðrir gengið fram fyrir skjöldu FRÁFARANDI FORSÆTISRÁÐHERRA Formaður Rafiðnaðar- sambandsins undrast um- mæli Davíðs um vinnufrið og stöðugleika í stjórnartíð hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Kyrrahafið: Fellibylur í fæðingu UMHVERFISMÁL Loftslagsfræðingar telja að nýr El Nino sé að myndast í Kyrrahafinu en slíkt fyrirbrigði getur haft áhrif á veðurfar víða um heim. Sjór hitnar meira en eðlilegt getur talist og hefur mikil og ófyrir- séð áhrif á vinda og loftþrýsting. Slíkt átti sér síðast stað á árunum 1997 til 1998 og telja vísindamenn þann El Nino bera ábyrgð á gríðar- legum þurrkum í Ástralíu og Afr- íku, auk mikilla flóða víða annars staðar í heiminum. ■ 02-03 12.9.2004 22:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.