Fréttablaðið - 13.09.2004, Page 6

Fréttablaðið - 13.09.2004, Page 6
6 13. september 2004 MÁNUDAGUR JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, var ómyrkur í máli á sunnudag þegar hann gagn- rýndi þau öfl sem setja sig upp á móti áætlunum hans um að afnema landnemabyggðir gyðinga á Gaza- ströndinni og draga ísraelskar her- sveitir burt frá svæðinu. Fjölmenn mótmæli voru í Jerúsalem á sunnu- dag gegn áætlunum Sharons, sem hefur lýst því yfir að hann muni hvergi hvika frá áformum sínum. Harðlínumenn meðal heittrú- aðra gyðinga í Ísrael hafa hvatt ísraelska hermenn á Gaza að hafa að engu skipanir Sharons og kalla áætlunina „nasista-áætlun“. Þeir vara við því að ef áætluninni verði hrundið í framkvæmd geti brotist út borgarastyrjöld með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Öryggismálayfirvöld í Ísrael hafa lýst yfir þungum áhyggjum af því að andstæðingar áætlunarinnar grípi til vopna. Ísraelski herinn réðist aftur inn á Gaza eftir sjálfsmorðsárásir í ágústlok og sögðust þá vera að koma í veg fyrir flugskeytaárásir úr flóttamannabúðum Palestínu- manna. Síðustu daga hafa Ísraelar verið að draga herlið sitt til baka en fjöldi Palestínumanna, þar á meðal börn, hafa fallið í átökunum. ■ CAYMANEYJAR, AP Fellibylurinn Ívan hefur orðið nálægt sextíu manns að fjörtjóni. Mest varð mannfallið á eyjunni Grenada. Þar fórust 34. Á Jamaíka fórust ellefu auk nokkurra sem féllu í átökum milli lögreglu og vopn- aðra ræningja. Ívan var á laugardag skil- greindur sem fimmta stigs felli- bylur. Það er alvarlegasti flokkur fellibylja en vindhraði fór í 73 metra á sekúndu í verstu hvið- unum. Kúbverjar undirbjuggu sig um helgina af kappi fyrir hugsanlegri komu Ívans en óttast er að fellibylurinn geti valdið miklu tjóni þar. Eyjarskeggjar gátu þó hughreyst sig við það í gær að svo virtist sem verulega hefði dregið úr mætti fellibylsins. Mestum skaða olli Ívan á eyj- unni Grenanda. Óttast var að mikið tjón yrði á Jamaíka en fellibylurinn fór aldrei inn á landið eins og óttast var. Þar var hins vegar nokkuð um róstur þar sem glæpamenn höfðu hugsað sér gott til glóðarinnar og ætluðu að nýta sér færið til gripdeilda á meðan íbúar og yfirvöld færu í skjól vegna veðurofsans. Þar féllu tveir ræningjar og fjórir lögreglumenn særðust í vopnuð- um átökum. Á Jamaíka höfðu yfirvöld fyrirskipað hálfri milljón manna að yfirgefa heimili sín en einung- is fimm þúsund urðu við þeim til- mælum. Eyjarskeggjar telja því að þar hafi farið mun betur en á horfðist og þakkaði forsætisráð- herra landsins almættinu fyrir að stormurinn hafi stöðvast við strendur landsins. Milljónir manna eiga á hættu að verða fyrir tjóni af völdum fellibylsins þar sem hann færist yfir Kúbu og líklega í áttina að Flórída í kjölfarið. Talið er að nær hálf milljón manna þurfi að flýja heimili sín og leita skjóls á Kúbu en of snemmt er að spá fyrir um áhrif fellibylsins í Bandaríkjunum nái hann landi þar. ■ SUF: Fagna skrefi í baráttunni FÉLAGSMÁL Samband ungra fram- sóknarmanna, lýsir yfir ánægju með tillögur nefndar forsætisráð- herra varðandi réttindabaráttu samkynhneigðra. „Það er löngu tímabært að hætta mismunun fólks vegna kynhneigðar við ættleiðingu barna og hefði SUF viljað sjá nefndina gera tillögu um að stíga skrefið til fulls en ekki takmarka það við íslensk börn,“ segir í tilkynningu SUF og einnig er tekið undir hvatningu nefndarinnar til þjóðkirkjunnar um að breyta viðhorfi sínu til hjónabands samkynhneigðra. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Öflugasti fellibylur í manna minnumgekk yfir Jamaíku í vikunni. Hvað heitir fellibylurinn? 2Stytta af landsþekktum manni vareyðilögð í vikunni og hausinn sem var fjarlægður af styttunni er enn ekki fund- inn? Af hverjum er þessi stytta? 3Íslandsmeistarabikarinn í kvennafót-bolta var afhentur um helgina. Hvert fór bikarinn? Svörin eru á bls. 35 ARIEL SHARON Segist hvergi hvika frá því að afnema land- nemabyggðir gyðinga á Gaza-ströndinni og draga hersveitir til baka. Heittrúaðir gyðingar gegn Sharon: Vara við borgarastyrjöld Jakarta: Líkur á annarri árás ERLENT, AP Ástralskir leyniþjón- ustumenn telja miklar líkur á að annar hópur hryðjuverkamanna sé að undirbúa frekari sprengju- tilræði í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, en níu fórust og tæp- lega 200 særðust þegar sprengja sprakk fyrir utan sendiráð Ástralíu í borginni á fimmtudag. Er talið víst að um menn hliðholla al Kaída sé ræða en Ástralía er ein af þeim staðföstu þjóðum sem studdu forseta Bandaríkjanna við innrás hans í Írak. ■ VOTTA SAMÚÐ Blóm fylla nú það stræti sem var í vikunni vettvangur blóðugs sprengjutilræðis í Jakarta. Búist við miklu tjóni á Kúbu Fellibylurinn Ívan er nú kominn í hóp öflugustu fellibylja sögunnar. Nokkuð hefur dregið úr styrk hans á síðustu dögum en skaðinn er mikill á mörgum eyjum í Kyrrahafinu. GRÍÐARLEG EYÐILEGGING Tjónið af völdum Ívans var mikið á eyjunni Grenada í Karíbahafi. Þar fórust 34 og mikill skaði varð á mannvirkjum. Á eyjunni búa um níutíu þúsund manns. BÚA SIG UNDIR STORMINN Nokkrir kúbverskir menn koma báti í skjól. Óttast er að fellibylurinn Ívan kunni að valda miklu tjóni á Kúbu. VOPNUÐ LÖGREGLA Á JAMAÍKA Bófaflokkar hafa fært sér í nyt ringulreiðina vegna fellibylsins á Jamíka. Lögregla þar stendur í ströngu við að verja eigur manna gegn þjófum sem herja á yfirgefin heimili eyjarskeggja. 06-07 12.9.2004 20:37 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.