Fréttablaðið - 13.09.2004, Side 10

Fréttablaðið - 13.09.2004, Side 10
10 13. september 2004 MÁNUDAGUR UMHVERFISMÁL Fyrir liggur áætlun um stækkun þjóðgarðsins í Skafta- felli. Hana kynnti Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra á fundi í Skaftafellsstofu í þjóðgarð- inum í Skaftafelli í gær. Stækkunin tekur til syðri hluta Vatnajökuls og friðlýsta svæðisins í Lakagígum, en þetta er fyrsta skrefið í stofnun þjóðgarðs sem næði til alls Vatnajökuls í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 26. september árið 2000. Með þess- ari stækkun verður þjóðgarðurinn í Skaftafelli 4.807 ferkílómetrar og nær til svæðis sem nemur um 57 prósentum af Vatnajökli auk Laka- gígasvæðisins. Á fundi í gær skrifuðu fulltrúar Skaftárhrepps og sveitarfélagsins Hornafjarðar undir yfirlýsingu um að þau séu samþykk stækkuninni fyrir sitt leiti og að á næstunni fari fram kynning á henni. Ráðnir verða tveir fastir starfsmenn í stöður landvarða og verður annar þeirra með starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri og hinn á Höfn í Hornafirði. ■ UMHVERFISMÁL „Við stöðvuðum efnistöku af toppi Ingólfsfjalls eftir að okkur barst úrskurður Skipulagsstofnunar til eyrna,“ sagði Magnús Ólason, annars forsvarsmanna Fossvéla á Selfossi. Fyrirtækið hefur unnið að efnistöku úr fjallinu, fyrst í eldri námu, en síðar með því að ýta möl ofan af toppi fjallsins nið- ur í námuna. Mölin hefur verið notuð til ýmissa framkvæmda á Selfossi. Í úrskurði Skipulagsstofnunar, sem birtur var í lok vikunnar segir að óheimilt sé að vinna efni efst úr Ingólfsfjalli. Beinir stofn- unin því til skipulags- og bygging- arfulltrúa Ölfuss að stöðva fram- kvæmdir verktaka sem rutt hafa möl þaðan niður í eldri námu um margra mánaða skeið. Þessi úrskurður þýðir, að efnis- taka uppi á fjallinu sé tilkynning- arskyld til ákvörðunar á mats- skyldu og þar með er ekki heimilt að vinna efni þar fyrr en hefð- bundinni málsmeðferð er lokið. Landeigendur eða verktakar sem leigja námasvæðið geta áfrýjað þessum úrskurði til umhverfis- ráðherra „Ingólfsfjall er andlit Fló- ans,“ sagði Siggeir Jónsson yfir- verkstjóri umhverfisdeildar Ár- borgar um efnistökuna í fjall- inu. „Mér finnst þetta vera eins og svöðusár í andliti hans. En það heyrir undir annað sveitar- félag, það er Ölfus, svo við get- um lítið sagt og illa beitt okkur í málinu. Þegar þeir voru svo komnir upp á fjallið líka og farn- ir að ýta fram af því, þá keyrði alveg um þverbak.“ Siggeir sagði ljóst, að verktak- anir yrðu að finna aðra námu, yrði þessari lokað. menn væru að tala um að þetta væri svo ódýrt efni og héldi byggingarkostnaði á Sel- fossi niðri vegna þess að flutn- ingskostnaður væri lítill. Önnur sveitarfélög, til dæmis Reykjavík, yrðu að flytja sitt efni um langan veg og Selfyssingar hlytu að geta það líka. „Mér finnst að menn verði að leita annarra leiða,“ sagði Siggeir. „Við þurfum að horfa til fram- tíðar, en ekki einungis viku eða tíu daga fram í tímann.“ jss@frettabladid.isflutt 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 25 63 9 0 9/ 20 04 Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta Landsbankans hefur flutt í aðalútibú Landsbankans í Austurstræti. Velkomin til okkar í Austurstræti. Nýtt símanúmer: 410 4000 Við erum Tilkynning frá Heilsugæslunni í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi Heilsugæslan Barónsstíg 47, 101 Reykjavík sími 585-1300 www.hr.is 13. september 2004 Síðdegismóttökur hafa verið starfræktar á flestum heilsugæslustöðvum þessara sveitarfélaga um nokkurt skeið og notið mikilla vinsælda. Af óhjákvæmilegum ástæðum verður breyting á þjónustunni fram til áramóta þannig að takmarka þarf fjölda þeirra sem geta komið á þessar móttökur. Fólki sem hyggst koma á síðdegismóttökur heilsu- gæslustöðvanna er því bent á að hafa samband símleiðis við viðkomandi stöð til þess að fá upplýsingar um fyrrkomulag móttökunnar og eða tímapantanir. Heilsugæslan mun áfram geta sinnt langflestum sem þurfa á þjónustu síðdegis að halda. Okkur þykir miður að til þessarar skerðingar þurfi að koma en væntum þess að viðskiptavinir okkar sýni þessu skilning. Jafnframt er bent á að Læknavaktin Smártorgi er opin frá kl. 17 alla virka daga. LÝÐRÆÐISSINNI Í KOSNINGASLAG Audrey Eu, frambjóðandi í þingkosningum í Hong Kong, tók sér stöðu fyrir framan verslunarmiðstöð ásamt tveimur myndar- legum hundum. Kosið var á þingið í Hong Kong í gær en þrjátíu sæti af sextíu eru valin í almennum kosningum. STÆRRI ÞJÓÐGARÐUR Á vegum umhverfisráðuneytisins verður áfram unnið að því að jökullinn í heild verði innan þjóðgarðs auk þess sem unnið verður að verndun svæða norðan jökuls. Kortið sýnir mörk þjóðgarðsins eins og þau eru nú orðin. Stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli: Svæðið tæpir 5000 ferkílómetrar VIÐSKIPTI Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis kynnti í gær samstarfssamning við alþjóðlegan afsláttar- klúbb að nafni Hotel Express International. Í ávarpi Guð- mundar Haukssonar, sparisjóðsstjóra kom fram að yfir þrjár og hálf milljón manna um allan heim nýti sér þjónustu afslátt- arklúbbsins. „Samn- ingurinn sem nú liggur fyrir veitir v i ð s k i p t a v i n u m SPRON aðgang að al- þjóðlegu afsláttarkorti hjá Hot- el Express International sem tryggir þeim 50 prósenta afslátt frá listaverði gistingar á liðlega fjögur þúsund hótelum í 135 löndum og ennfremur afslátt af flugfarseðlum og bílaleigubíl- um,“ sagði hann. ■ Nýjung hjá SPRON: Hótelgisting á hálfvirði SAMSTARFIÐ KYNNT Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri tekur við afláttarkorti hjá Hotel Express úr hendi Egils Eikaas, forstjóra Hotels Ex- press International. Sem svöðusár í andliti Flóans Verktakar sem rutt hafa möl ofan af toppi Ingólfsfjalls í Ölfusi hafa stöðvað þá vinnu, eftir að Skipulagsstofnun úrskurðaði efnistöku með þeim hætti óheimila. Efnistakan sögð „eins og svöðusár í andliti.“ EFNISTAKA STÖÐVUÐ Verktakarnir á Selfossi hafa hætt efnistöku af toppi Ingólfsfjalls, eftir að úrskurður Skipu- lagsstofnunar um að slíkt væri óheimilt lá fyrir. 10-11 12.9.2004 20:49 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.