Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 12

Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 12
ÖRYRKJAR „Í öll þau skipti sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar hefur verið dæmd, að minnisblaðsmálinu með- töldu, hafa þeir bakað ríkinu ómældan kostnað með ósvífnu málastappi. Setji þeir þetta í sama farveg verður þetta orðinn fastur útgjaldaliður í ríkisbókhaldinu.“ Þetta sagði Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalagsins um þau ummæli forsætisráðherra að ekki væri gert ráð fyrir 500 miljón- um króna til handa öryrkjum í fjár- lögum komandi árs. Garðar kvaðst ekki trúa því að Halldór Ásgrímsson og framsókn- armenn „hafi fallist á að láta fráfar- andi forsætisráðherra draga sig niður á þetta plan.“ Það væri að verða eins og ósjálfráður kækur hjá þeim að láta heldur dæma sig og ríkið í stað þess að hafa rétt við í samskiptum við öryrkja, virða gild- andi lög og gerða samninga. „Löglærður forsætisráðherrann veit auðvitað að næg vitni eru að því að þessi samningur var gerður og ekki síður hvað í honum fólst. Eins veit endurskoðandinn Halldór að k o s t n a ð a r m a t hefðu þeir aldrei getað lagt á þennan samning nema fyrir hefði legið um hvað var samið. Kjarkurinn og karlmennskan eru þó ekki meiri en svo að nú reynir forsætis- ráðherrann að hræða okkur með því að málskostnaður geti hugsanlega lent á öryrkjum. ■ 13. september 2004 MÁNUDAGUR GRAFARVOGUR „Ég teiknaði hjörtu og síðan gaf ég upp símanúmerið mitt þannig að ef einhverjum vantar vin þá getur hann hringt í mig,“ segir Hanna Lea Magnúsdóttir, tólf ára, en hún var ein margra sem lögðu hönd á eitt stærsta vináttulistaverk Íslands- sögunnar þegar Grafarvogsdagurinn var haldinn í gær með ýmsum uppá- komum. Ingibjörg Sveinsdóttir, myndlist- arkennari í Húsaskóla, segir ekki víst hvað verði gert við vináttulistaverkið en það verði varðveitt í heilu lagi. Grafarvogsbúar og gestir og gang- andi tóku sér skriffæri í hönd og tjáðu sig skriflega eða í myndum og segir Ingibjörg allt vingjarnlegt hafa verið leyfilegt á borðann. Hún sagð- ist ekki hafa haft tíma til að til að taka út listræna hæfileika á borðanum en greinilegt að margir vingjarnlegir hefðu látið sitt eftir liggja. ■ SKÓLAMÁL Einungis tveir af tíu æðstu stjórnendum skóla á háskóla- stigi í landinu eru konur. Á meðal hóps kvenna í Háskóla Íslands er vilji til að úr þessu verði bætt og er hafin leit að frambærilegri konu til að bjóða sig fram til rektors Háskóla Íslands. Einungis þeir prófessorar eða dósentar sem ráðnir eru ótímabund- ið við háskólann geta boðið sig fram til rektors. Samkvæmt tölum frá háskólanum eru einungis 28 prósent prófessora eða dósenta konur. Það er því ljóst að heldur hallar á konur í baráttunni um rektorsstólinn. María Þorsteinsdóttir, dósent við læknadeild sem situr í stjórn Félags háskólakennara, segist telja brýnt að frambærileg kona bjóði sig fram. „Ég vil ekki nefna nein nöfn,“ seg- ir María. „Ég held það þurfi að hvetja konur aðeins meira en karla til þess að gefa kost á sér. Það þarf ef- laust að ganga á eftir sumum þeirra kvenna sem eru frambærilegar og brýna þær til þess að fara fram.“ Þegar hlutfall kynja í skólum landsins er skoðað í heild sinni kem- ur í ljós að í lægst launuðu skóla- stjórastöðunum eru konur í miklum meirihluta. Æðstu stjórnendur í leikskólum eru nánast undantekn- ingarlaust konur. Um 99 prósent af 266 leikskólastjórum eru konur. Eftir því sem menntunarstigið eykst og laun hækka fækkar konum jafnt og þétt í æðstu stjórnunar- stöðum skólanna. Í grunnskólum er hlutfallið nokkurn veginn í jafn- vægi, þar eru um 44 prósent af skólastjórum konur. Í framhalds- skólum fækkar konum í æðstu stjórn hins vegar verulega og af 36 skólameisturum eru einungis 22 prósent konur. Í háskólum er hlut- fallið síðan enn minna eins og kom- ið hefur fram. Þórný Hlynsdóttir, þjónustu- stjóri á Landsbókasafninu sem situr í stjórn Félags háskólakennara, segir þetta óneitanlega athyglis- verða þróun. „Ég veit í raun ekki hvort konur hafa sóst eftir þessum stöðum. Ég vona samt að það sé að verða breyt- ing á og konur sæki í auknum mæli eftir ábyrgðarmiklum stöðum því það er til fjöldinn allur af frambæri- legum konum sem getur vel sinnt þessum störfum.“ Aðspurð segist hún ekki telja að það eigi að ráða konu í stöðu rektors bara af því að það sé kominn tími til að kona gegni starfinu. „Það er til fullt af frambæri- legum konum innan háskólans. Mér finnst samt að skoðanir og stefna viðkomandi eigi að ráða úrslitum. Við þurfum manneskju sem berst fyrir því að háskólinn haldi virðingu sinni sem rannsóknarháskóli. Hvors kyns sú manneskja er finnst mér ekki skipta máli. Mín persónulega skoðun er að mér hefur alltaf þótt óþægilegt þegar konur eru valdar sökum kynferðis eða hafnað sökum kynferðis. Kynferðið á ekki að ráða för, það er ekki faglegt. Það eru breyttir tímar framundan hjá Háskóla Íslands og við þurfum ein- faldlega manneskju sem getur stað- ið í samkeppni um fjármagn frá rík- inu við einkarekna háskóla. Vegna þessa held ég að staðan verði póli- tískari á næstu árum en hún hefur verið hingað til.“ trausti@frettabladid.is Grafarvogsdagur: Margir unnu að vináttulistaverki TEIKNAÐ OG SKRIFAÐ Á VINÁTTULISTAVERK Hanna Lea Magnúsdóttir skrifaði meðal annars símanúmerið sitt á listaverkið svo að þeir sem ættu enga vini gætu hringt í hana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Ó LA Fáar konur í áhrifastöðum Eftir því sem menntunarstig og laun hækka fækkar konum jafnt og þétt í æðstu stjórnunarstöðum skólanna. Kona í stjórn Félags háskólakenn- ara telur brýnt að kona bjóði sig fram til rektors Háskólans. PÁLL SKÚLASON KVEÐUR Í VOR Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti á fimmtudaginn að hann hygðist ekki gefa kost á sér í endurkjör til rektors í mars. ÆÐSTU STJÓRNENDUR Í SKÓLUM Fjöldi Karlar Konur Leikskólar 266 2 264(99%) Grunnskólar 184 103 81(44%) Framhaldsskólar 36 28 8 (22%) Háskólar 10 8 2 (20%) Samtals 496 141 355 Heimild: Menntamálaráðuneytið KENNARAR VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Karl Konur Fjöldi Prófessorar 147 22 169 Dósentar 104 43 147 Lektorar 35 47 82 Aðjúnktar 13 9 22 Samtals 299 121 420 Heimild: Háskóli Íslands GARÐAR SVERRISSON Formaður Öryrkjabandalags Íslands: Málshöfðun fastur liður 12-13 12.9.2004 20:54 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.