Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 15
15MÁNUDAGUR 13. september 2004
TTT auglýsingastofa/Ljósm
.S
S
J
Mark
skrifstofustólar
Ótrúlegt verð!
Mark er ný og glæsileg lína skrifstofustóla
frá Á. Guðmundssyni ehf. fyrir vinnustaði og heimili.
Stólarnir eru hannaðir af Pétri B. Lútherssyni.
Hægt er að velja um fjölda lita á áklæði.
Nú bjóðum við þessa stóla á frábæru kynningarverði.
Hæðarstilling á baki
Pumpa til að stilla
stuðning við mjóhrygg
Hæðarstillanlegir armar
Hallastilling á baki
Sleði til að færa setu
fram og aftur
Mjúk hjól
Hæðarstilling á setu
og baki
Hægt er að stilla stífleika setu
og baks eftir þyngd notanda
Veltustilling á setu og baki
KYNNINGAR
AFSLÁTTUR!
30%
Mark 20 Kr.25.340
Mark 10 Kr.13.930
Mark 30 Kr.38.570
Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum
Aðalvík SH-443:
Fékk trollið
í skrúfuna
BJÖRGUN Aðalvík SH-443 fékk
trollið í skrúfuna um sextán sjó-
mílur vestan við Sandgerði í fyrri-
nótt. Skipstjóri bátsins, sem er
230 tonna togbátur, óskaði eftir
aðstoð við að skera úr skrúfunni.
Björgunarskipið Hannes Þ.
Hafstein, frá Sandgerði, fór með
tvo kafara á vettvang. Þegar kom-
ið var að bátnum var ákveðið að
draga hann nær landi þar sem
sjórinn væri sléttari og kafar-
arnir ættu auðveldara með að at-
hafna sig. Um klukkan tíu í gær-
morgun hófust kafararnir handa
við að skera úr skrúfunni og
kláruðu verkið um hádegi í gær. ■
BAGDAD, AP Að minnsta kosti 25
Írakar létu lífið og 100 særðust í
átökum Bandaríkjahers við upp-
reisnarmenn í Bagdad á sunnudag.
Íraskir uppreisnarmenn vörpuðu
sprengjum í námunda við stjórnar-
ráð Íraks í Bagdad og íraskur
öryggismálafulltrúi var myrtur.
Hryðjuverkamenn sem starfa í
tengslum við al-Kaída hafa lýst sig
ábyrga fyrir árásum á íraskar
stjórnarbyggingar og bækistöðvar
Bandaríkjamanna. Þá létu hryðju-
verkamenn til skarar skríða á svo-
nefndu grænu svæði í Bagdad, þar
sem írösk yfirvöld hafa aðsetur, og
við Abu Ghraib-fangelsið. Þetta er
harðasta árás uppreisnarmanna í
landinu á þeim tveim mánuðum
sem liðnir eru síðan Bandaríkja-
menn afhentu Írökum stjórnvölinn
í landinu. Tvö börn og fréttamaður
á sjónvarpsstöðinni Arabic TV
news voru meðal þeirra sem létu
lífið á sunnudag. ■
BARIST UM JAPANSKA BANKA
Mikil spenna ríkir í japönskum fjármála-
heimi vegna væntrar yfirtöku á UFJ bank-
anum. Tveir aðrir bankar berjast um að ná
tökum á UFJ og sameinast honum og
mynda þar með öflugasta banka í heimi.
ins, ekki þurfi t.d. að búa til
nýjar götur og leggja klóak-,
vatns- og rafmagnslagnir svo
eitthvað sé nefnt.
Á umræddu svæði er þegar
talsverð byggð en mörg hús-
anna eru komin til ára sinna og
standast illa kröfur nútímans,
auk þess sem sum eru að nánast
að hruni komin. Víða þarf að
rýma fyrir nýbyggingum en
annars staðar má gera gömul
hús upp. Þá sér Ragnar fyrir
sér að athafnasvæði Eimskips
flytjist frá Strandgötunni og út
í Krossanes, „og í staðinn komi
bryggjuhverfi meðfram strand-
lengjunni.“ Það er því greini-
legt að íbúðirnar geta orðið
allra handa í nýjum miðbæ
Akureyrar.
Nýr miðbær eftir 15 ár
Slæleg staða miðbæjarins á
Akureyri er staðreynd og vita-
skuld er einhver ábyrgur fyrir
ástandinu. Ragnar Sverrisson
er illfáanlegur til að hallmæla
bæjaryfirvöldum síðustu ára-
tuga og skella skuldinni á þau
en segir þau þó eiga sinn þátt.
„Bæjaryfirvöld alls staðar hafa
gleymt miðbæjum, það er alveg
á hreinu.“ Uppbyggingará-
formin nú eru unnin í góðri
samvinnu við yfirvöld og snem-
ma var bæjarstjóri upplýstur
um ráðabruggið. „Þegar við
kynntum hugmyndir okkar
fyrir Kristjáni Þór bæjarstjóra
tók það hann eina mínútu að
átta sig á að við værum ekki að
fremja valdarán heldur væri
þarna komið fólk sem vildi
vinna fyrir bæinn sinn.“ Á orð-
unum má merkja að þungu
hlassi, eins og uppbyggingu
miðbæjar, verður ekki velt
nema fyrir dugnað borgaranna.
Bæjaryfirvöld geta veitt ýmiss
konar aðstoð og ráð en driftin
verður að koma frá fólkinu. Það
er svo undir kjörnum fulltrúum
komið hvort hugmyndirnar
verða að veruleika.
Laugardaginn 18. september
verður haldið opið þing um mið-
bæinn þar sem öllum, Akureyr-
ingum og utanbæjarmönnum,
gefst færi á að láta sínar hug-
myndir og skoðanir í ljós. Not-
ast verður við nýstárlegar að-
ferðir til að fá fram sjónarmið
þátttakenda og vonast Ragnar
eftir góðri þátttöku. „Ég gæli
við að um fimm prósent bæjar-
búa, um átta hundruð manns,
komi og tjái sig,“ segir hann og
bendir á að fagmenn á ýmsum
sviðum muni aðstoða fólk á
þinginu, leiða það í gegnum
hlutina. „Svo ætla matvæla-
fyrirtækin á Eyjafjarðarsvæð-
inu að gefa fólki að borða,
þannig að enginn ætti að fara
svangur heim,“ segir Ragnar og
hlær enda matmaður mikill.
Niðurstöður þingsins verða tí-
undaðar miðvikudaginn 22.
september og svo leiðir eitt af
öðru, útboð alþjóðlegrar hug-
myndasamkeppni, skiladagur
hugmynda og úrslit kynnt. Í
kjölfarið geta gröfurnar farið af
stað og hver veit nema villtustu
draumar Ragnars Sverrissonar
og miklu fleira fólks um nýjan,
fjölmennan og iðandi miðbæ
verði ekki draumur eftir fimmt-
án ár heldur gallhörð staðreynd.
bjorn@frettabladid.is
25 létust í Bagdad:
Uppreisn vígamanna um alla borg
ÓÖLD Í ÍRAK
Víða var barist í Bagdad á sunnu-
dag og 25 manns létu lífið.
14-15 12.9.2004 19:55 Page 3