Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 18

Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 18
Laufunum rakað saman.Trén eru dugleg við að skila af sér haustlauf- unum og vindurinn feykir þeim um göturnar. Tími er því kominn á að raka þau saman og tína ofan niðurfallinu, auk þess sem tæma þarf þakrennuna til að koma í veg fyrir að allt stíflist þegar frysta tekur. ÍBÚÐARHÚS - FRÍSTUNDAHÚS BYGGÐ ÚR NORSKUM KJÖRVIÐI - NÁTTÚRUVÆN FÚAVÖRN RC-Hús ehf. Grensásveg 22, Reykjavík - Sími 5115550 netfang r Láttu gæði og góða reynslu ráða vali þínu á ofnhitastillum Danfoss ofnhitastillar fyrir þig Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss er leiðandi í framleiðslu ofnhitastilla R A 2 0 0 0 D B L Í þessari viku verður opnuð ný verslun með byggingarvörur á Melabraut 19 í Hafnarfirði. Eigend- ur verslunarinnar eru Jón Þórðar- son og Þjóðverjinn Frank Witachick. Í versluninni verður boð- ið upp á þýskar gæðaflísar á afar hagstæðu verði, en þar að auki eru ýmsar nýjungar í versluninni sem ætla má að Íslendingar taki fagn- andi. Jón, sem áður rak fyrirtækið Jón pípari, segir að hann hafi náð sér- lega hagstæðum samningum við þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í flísum, lagnavörum hverskonar og ofnum. Þá er hægt að panta innrétt- ingar á baðherbergi og eldhús og hurðar svo eitthvað sé nefnt. „Þjóðverjarnir koma sjálfir til að setja verslunina upp, það var inni í samningnum,“ segir Jón, en fram- kvæmdir hafa staðið í nokkrar vik- ur og Þjóðverjarnir eru að leggja lokahönd á verslunina. „Við verðum hér með mikið úr- val af þýskum gæðaflísum á ótrú- legu verði, en algengt verð á fer- metrann er innan við þúsund krón- ur. Við erum líka með mikið úrval af listum og fylgihlutum og hand- klæðaofna og „design“-ofna sem hafa ekki fengist hér. Svo bjóðum við upp á algjöra nýjung sem heitir Jadecor, en það er efni sem hægt er að nota bæði á gólf og veggi. Efninu er smurt á flötinn sem fær við það grófa áferð, en hægt er að velja um 250 staðlaða liti eða nota hugmynda- flugið og blanda sjálfur. Efnið er einfalt í notkun, því er hrært saman við vatn og eftir 20 mínútur er það tilbúið til notkunar. Það eina sem þarf er einfaldur plastspaði til að bera efnið á.“ Jón efast ekki um að þörf sé á nýrri verslun af þessu tagi, því hon- um finnst úrvalið ekki hafa verið nógu gott. „Við ætlum að bjóða upp á heildarlausnir og ef fólk vill tilboð í framkvæmdirnar sínar getur það fengið tilboð í verk á hvaða stigum sem er, hvort sem er bara í efnis- hlutann eða vinnuna. „Við getum sett upp meðalstórt baðherbergi fyrir fólk fyrir 150 þúsund krónur,“ skýtur Frank inn í. Jón segist verða með vörur á lag- er, en margt þurfi að sjálfsögðu að panta og sé þá biðtíminn um það bil tvær vikur. „Áherslan hjá okkur verður á gott vöruúrval, lipra þjón- ustu og síðast en ekki síst, á gæða- verði.“ ■ Ný byggingavöruverslun í Hafnarfirði: Þýskar gæðavörur á ótrúlegu verði Jón og Frank bjóða viðskiptavinum að setja upp baðherbergi. Speglar á baðherbergjum safna gjarnan á sig gufu, en ekki þessir sem eru inní ofninum. Jón og Frank leggja nótt við dag svo hægt sé að opna verslunina í vikunni. Enn hefur verslunin ekki hlotið nafn. Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 02-03 10.9.2004 20:24 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.