Fréttablaðið - 13.09.2004, Page 50
FÓTBOLTI Fyrirliði FH-inga, Heimir
Guðjónsson, var ánægður eftir
leik og hafði þetta að segja í stut-
tu spjalli við Fréttablaðið.
„Leikur okkar var góður fyrstu
sextíu mínúturnar en svo gáfum
við eftir og hleyptum Frömurum
óþarflega mikið inn í leikinn. Hins
vegar var sigurinn mjög sann-
gjarn að mínu mati, við fengum
fullt, fullt af dauðafærum í leikn-
um og ég held að sigurinn hafi
verið síst of stór. Okkur nægir
jafntefli í lokaumferðinni gegn
KA á Akureyri en ég fullyrði að
við förum ekki í þann leik með
það að markmiði að ná jafntefli.
Við höldum áfram að spila sóknar-
bolta enda er engin ástæða til að
breyta leik okkar, við viljum spila
sóknarbolta og munum halda því
áfram. Hins vegar er það degin-
um ljósara að leikurinn gegn KA
verður virkilega erfiður, þeir gefa
ekkert eftir frekar en venjulega
og eru að berjast fyrir lífi sínu í
deildinni. Það er þó alveg kristal-
tært að við ætlum okkur að taka
titilinn á Akureyri,“ sagði Heimir
en hann skoraði mark í leiknum
sem var dæmt af vegna rangstöðu
og var sá dómur umdeildur.
Heimir skorar ekki mark á
hverjum degi, lætur sér yfirleitt
nægja að leggja þau upp og hann
var eðlilega frekar ósáttur með að
markið skyldi ekki fá að standa.
„Það er ár og öld síðan ég skoraði
síðast og þessi dómur var vafa-
samur og ég er auðvitað hundfúll
með hann. En aðalmálið var þó
sigurinn og yfir honum gleðjumst
við FH-ingar.“ ■
22 13. september 2004 MÁNUDAGUR
Við erum sannfærðir um að ...
... meiðsli Danans Allan Borgvardt í vor komi FH-ingum á endanum til
góða. Borgvardt missti af fimm fyrstu leikjum liðsins í Lands-
bankadeildinni og tók alla fyrri umferðina í að koma sér í leikform. Allan
hefur síðan leikið betur og betur með hverjum leiknum að undanförnu
og hefur verið óstöðvandi með fimm mörk í þeim síðustu tveimur.
„Næsta skref hjá okkur er
að taka Íslandsmeistara-
titilinn.“
Heimir Hallgrímsson, þjálfari nýkrýndra
bikarmeistara ÍBV í kvennafótboltanum.sport@frettabladid.is
1–0 Allan Borgvardt 44.
2–0 Jón Þorgrímur Stefánsson 59.
2–1 Fróði Benjaminsen 66.
3–1 Allan Borgvardt 86.
4–1 Allan Borgvardt 90.
DÓMARINN
Egill Már Markússon Góður
BESTUR Á VELLINUM
Allan Borgvardt FH
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 16–12 (9–6)
Horn 8–7
Aukaspyrnur fengnar 7–15
Rangstöður 7–2
MJÖG GÓÐIR
Allan Borgvardt FH
Gunnar Sigurðsson Fram
GÓÐIR
Daði Lárusson FH
Guðmundur Sævarsson FH
Tommy Nielsen FH
Baldur Bett FH
Allan Borgvardt hefur skorað fimm mörk
í síðustu tveimur leikjum FH-liðsins í
Landsbankadeildinni og alls 8 mörk í
ellefu leikjum sínum í deildinni í sumar. Í
öllum fimm mörkunum sem hann hefur
skorað gegn Grindavík og Fram hefur
Daninn sloppið einn í gegn á móti
markverði og klárað færin af sinni al-
kunnu færni og útsjónarsemi.
4-1
FH FRAM
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ]
LANDSBANKADEILD KARLA
LANDSBANKADEILD KARLA
Við hlökkum til ...
... að fá meistaradeildina í handbolta til
Íslands enn eitt árið þökk sé frábæru gengi
Haukanna í Evrópu. Heimaleikir við Kiel,
Savehoj og Creteil eru á næsta leiti. Sann-
kölluð veisla fyrir handboltaáhugafólk.
FÓTBOLTI FH-ingar gátu orðið meist-
arar með sigri á Fram, en 4-1 sig-
ur á Safamýrarpiltum dugði ekki
því ÍBV hélt sinni von um titilinn
á lífi með því að leggja Fylki að
velli. Þar með er ljóst að FH-ing-
um nægir jafntefli í lokaumferð-
inni gegn KA fyrir norðan til að
hampa Íslandsmeistaratitlinum.
Leikurinn í Kaplakrika í gær-
dag var nokkuð sveiflukenndur en
hann fór rólega af stað og virkuðu
bæði lið frekar strekkt. FH-ingar
skoruðu rétt fyrir hlé og bættu
síðan við öðru marki þegar hálf-
tími var eftir af leiknum. Þá tóku
Framarar við sér, minnkuðu mun-
inn og voru síðan nálægt því að
jafna undir lokin. Þeir áttu skot í
stöng en heimamenn brunuðu
hins vegar í sókn og skoruðu þrið-
ja markið og bættu síðan því
fjórða við í blálokin.
Í það heila var sigur FH-inga
mjög sanngjarn en liðið hikstaði
þó ansi mikið eftir að gestirnir
skoruðu. Þeir áttu þó nóg inni.
Framarar fá hrós fyrir baráttuna,
þeir neituðu að gefast upp í vonlít-
illi 0-2 stöðu og verði viðlíka bar-
átta og karakter í lokaleiknum
getur allt gerst.
Mjög skrýtin tilfinning
Hinn frábæri Dani, Allan
Borgvardt, skoraði þrennu í leikn-
um og þetta hafði hann að segja
eftir leik. „Þetta er mjög skrýtin
tilfinning sem ég er að upplifa
núna, við unnum góðan sigur og
maður ætti að vera mjög ham-
ingjusamur en er samt nokkuð
vonsvikinn. Ég var búinn að heyra
að Fylkir væri yfir og hafði það á
tilfinningunni að við lönduðum
titlinum hérna í Kaplakrika. Það
tókst því miður ekki en við tökum
hann bara í næsta leik. Við sýnd-
um með þessum sigri að við þol-
um pressuna vel, það var búið að
fjalla mikið um þennan leik í fjöl-
miðlum og við fundum fyrir þó
nokkurri pressu. Hins vegar var
leikur okkar núna nokkuð kafla-
skiptur, við vorum með þetta í
hendi okkar en það kom óþarflega
mikill skjálfti í okkur þegar
Framarar skoruðu. Við náðum þó
að komast aftur í gang og gera
það sem þurfti að gera,“ sagði All-
an Borgvardt sem vildi sem
minnst gera úr sínum þætti í
leiknum.
„Þetta snýst allt um liðsheild-
ina og það er hún sem kemur til
með að ráða úrslitum í lokaleikn-
um gegn KA á Akureyri. Þar ætl-
um við ekki að spila upp á jafn-
tefli, stefnum ótrauðir á sigurinn
og titilinn.“
Ekki öll nótt úti hjá Fram
Ólafur Helgi Kristjánsson,
þjálfari Fram, sagði ekki alla nótt
úti enn þrátt fyrir tapið: „Við
vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik
og hlutirnir voru nokkurn veginn
eins og við vildum hafa þá. Við
vorum hins vegar alltof ragir að
halda boltanum og það er hættu-
legt gegn liði eins og FH sem
pressar stíft. Seinni hálfleikur var
síðan mun betri, þá náðum við að
halda boltanum betur, létum hann
ganga og fengum meiri hreyfingu
í liðið og komumst betur inn í leik-
inn. Heppnin var síðan ekki með
okkur, skutum í stöng og þeir fara
í sókn og klára leikinn – svekkj-
andi en svona getur fótboltinn
verið. Næst á dagskrá er lokaum-
ferðin, algjör úrslitaleikur en við
hættum ekki á meðan við eigum
möguleika og við ætlum að nýta
hann að fullu,“ sagði Ólafur Helgi
Kristjánsson.
Tólf spjöld í Eyjum
Það gekk mikið á í Eyjum
þegar heimamenn lentu undir í
fyrri hálfleik gegn Fylki en snéru
tapi í sigur með þremur mörkum
með vindinum í seinni hálfleik.
Tvö síðari mörkin komu eftir að
Fylkismanninum Guðna Rúnari
Helgasyni hafði verið vikið af
velli af Jóhannesi Valgeirssyni
dómara leiksins sem lyfti alls tólf
spjöldum í þessu harða slag.
Varamaðurinn Magnús Már
Lúðvíksson kom ÍBV yfir í 2–1
aðeins þremur mínútum eftir að
hafa komið inná sem varamaður
og Eyjamenn fögnuðu sigri þrátt
fyrir vera án margra lykilmanna
sinna. Liðið þarf hinsvegar að
treysta á sigur KA-manna auk
þess að vinna ÍA ætli þeir sér að
vinna Íslandsmeistaratitilinn um
næstu helgi. sms@frettabladid.is
TAKK FYRIR Freyr Bjarnason skellir kossi á enni Allans Borgvardt eftir að Daninn snjalli hafði skorað þriðja mark sitt gegn Fram og gull-
tryggt sigurinn. FH-inga vantar nú aðeins eitt stig til að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn en þeir hafa ekki tapað fimmtán síðustu
deildarleikjum sínum í sumar. Fréttablaðið/E.Ól.
Sigur en samt svekkelsi
FH-ingar sigruðu Framara 4-1 í Kaplakrika en Eyjamenn komu í veg fyrir sigurhátíð þeirra með
því að leggja Fylki að velli á heimavelli, 3-1. Úrslit Íslandsmótsins ráðast því næsta sunnudag.
MARKI FAGNAÐ Jón Þorgrímur Stefáns-
son fagnar hér marki sínu fyrir FH gegn
Fram í Kaplakrika í gær. Jón hefur skorað í
síðustu tveimur leikjum. Fréttblaðið/E.Ól.
[ STAÐAN ]
FH 17 9 7 1 31–15 34
ÍBV 17 9 4 4 34–18 31
ÍA 17 7 7 3 26–18 28
Fylkir 17 7 5 5 23–19 26
KR 17 5 7 5 20–19 22
Keflavík 17 6 3 8 25–32 21
Grindavík 17 5 6 6 21–28 21
Fram 17 4 5 8 18–22 17
Víkingur 17 4 3 10 16–27 15
KA 17 4 3 10 12–28 15
MARKAHÆSTIR
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 12
Grétar Hjartarson, Grindavík 10
Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 9
Allan Borgvardt, FH 8
Björgólfur Takefusa, Fylki 7
Ríkharður Daðason, Fram 7
Arnar Gunnlaugsson, KR 6
Atli Viðar Björnsson, FH 6
Bjarnólfur Lárusson, ÍBV 5
Leikir sem eru eftir
Fylkir–KR lau. 18. sept. 14.00
ÍA–ÍBV lau. 18. sept. 14.00
Grind.–Víkingur lau. 18. sept. 14.00
Fram–Keflavík lau. 18. sept. 14.00
KA–FH sun. 19. sept. 14.00
Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, um leikinn við KA:
Ætlum að taka titilinn
0–1 Björgólfur Takefusa, víti 36.
1–1 Mark Schulte, víti 70.
2–1 Magnús Már Lúðvíksson 73.
3–1 Ian Jeffs 90.
DÓMARINN
Jóhannes Valgeirsson Sæmilegur
BESTUR Á VELLINUM
Mark Schulte ÍBV
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–19 (5–7)
Horn 6–7
Aukaspyrnur fengnar 17–19
Rangstöður 3–1
MJÖG GÓÐIR
Mark Schulte ÍBV
GÓÐIR
Birkir Kristinsson ÍBV
Páll Hjarðar ÍBV
Andri Ólafsson ÍBV
Atli Jóhannsson ÍBV
Ian Jeffs ÍBV
Finnur Kolbeinsson Fylki
Helgi Valur Daníelsson Fylki
Ólafur Ingi Stígsson Fylki
Eyjamenn hafa unnið sjö af síðustu tíu
leikjum sínum í deildinni síðan þeir unnu
Fylkismenn í Árbænum í áttundu umferð.
Sá leikur fór fram 29. júní.
3-1
ÍBV FYLKIR
50-51 (22-23) Íþróttir 12.9.2004 22:03 Page 2