Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 52

Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 52
24 13. september 2004 MÁNUDAGUR 0–1 Unnar Örn Valgeirsson 26. 0–2 Helgi Pétur Magnússon 31. 0–3 Helgi Pétur Magnússon 52. 1–3 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 74. 1–4 Helgi Pétur Magnússon 90. DÓMARINN Kristinn Jakobsson Í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Helgi Pétur Magnússon ÍA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–18 (6–10) Horn 1–6 Aukaspyrnur fengnar 22–14 Rangstöður 2–4 MJÖG GÓÐIR Helgi Pétur Magnússon ÍA Hjálmur Dór Hjálmsson ÍA GÓÐIR Bjarni Lárus Hall Víkingi Martin Tranicík Víkingi Borko Marinkovic Víkingi Grétar Sigfinnur Sigurðsson Víkingi Þórður Þórðarson ÍA Unnar Valgeirsson ÍA Stefán Þór Þórðarson ÍA Gunnlaugur Jónsson ÍA Guðjón Heiðar Sveinsson ÍA 1-4 VÍKINGUR ÍA Öruggur sigur Skagans Víkingar töpuðu fjórða heimaleiknum í röð nú 1–4 fyrir Skagamönnum sem fóru upp í 3. sæti FÓTBOLTI Skagamenn sóttu þrjú stig auðveldlega í greipar Víkings á Víkingsvellinum í gær. Víkingar virkuðu smeykir og var ekki að sjá á leik þeirra að þeir væru að róa lífróður í deildinni. Unnar Örn Valgeirsson kom Skagamönnum á bragðið á 26. mínútu með öruggu skoti frá markteig eftir fyrirgjöf Stefáns Þórs Þórðarsonar frá vinstri kant- inum. Helgi Pétur Magnússon skoraði svo annað mark Skaga- manna á 31. mínútu eftir fyrirgjöf frá Hjálmi Dór Hjálmssyni. Eftir mörkin tvö sóttu Víkingar stíft en Skagamenn voru vandanum vaxnir og vörðust af kappi. Helgi bætti svo þriðja markinu við í byrjun síðari hálfleiks með góðum skalla úr markteig eftir að Martin Trancik hafði varið vel skot utan úr teig. Á 74. mínútu skoruðu víkingar eina mark sitt. Markið skoraði varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðsson með skalla eftir að Þórður Þórðarson fór í skógarferð í vítateig sínum. Skagamenn tryggðu sér svo sigur- inn á 70. mínútu með þriðja marki Helga Péturs úr markteig eftir fyrirgjöf Arnars Más Guðjóns- sonar sem kom inn á sem vara- maður. „Þetta var ágætisleikur hjá okkur í dag. Fjögur góð mörk og mikil barátta í liðinu. Við náðum að hefna okkur fyrir ófarirnar á Skaganum í fyrri umferðinni þar sem við töpuðum. Liðið var að fúnkera mjög vel sem heild það var kannski enginn einn sem stóð upp úr hjá okkur. Við slökuðum aðeins á eftir annað markið og fórum að búa til óþarfa pressu á okkur sjálfa. Við byrjuðum svo síðari hálfleik á ágætismarki og eftir það var þetta aldrei spurn- ing,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Skagamanna kampakátur eftir leikinn. Ólafur þurfti að fylgjast með leiknum úr stúkunni þar sem hann var í leikbanni vegna fjögurra gulra spjalda. „Þetta er búið að vera erfitt upp á síðkastið, við erum búnir að missa menn út um hvippinn og hvapp- inn. Við erum ekki nógu einbeittir í að koma boltanum í burtu. Við erum að gera herfileg mistök í varnarleiknum og því fór sem fór,“ sagði Sigurður Jónsson þjálf- ari Víkinga eftir leikinn. RAP@frettabladid.is MARKASKORUNUM FAGNAÐ Kári Steinn Reynisson faðmar hér Unnar Valgeirsson sem skoraði fyrsta mark Skagamanna og með þeim er hetja liðsins, Helgi Pétur Magnússon, sem skoraði þrennu og hefur skorað 4 mörk í síðustu tveimur leikjum. Helgi Pétur Magnússon: Nýtti tæki- færið og setti þrennu FÓTBOLTI „Ég er alveg í skýjunum. Ég var heppinn í dag, mörkin voru eiginlega ekkert mér að þakka, ég var bara á réttum stað og af- greiddi boltann í netið þrisvar sinnum,“ sagði Skagamaðurinn Helgi Pétur Magnússon sem var maður leiksins á Víkingsvellinum í gær. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Helgi er rétt tvítugur og hefur verið að þokast nær sæti í byrjun- arliðinu Skagamanna á seinni hluta tímabilsins. Færeyski lands- liðsmaðurinn Julian Johnsson meiddist í landsleik á móti Frökk- um og Ólafur ákvað að gefa Helga tækifæri í byrjunarliðinu. Hann sér líklega ekki eftir því. „Elli [Ellert Jón Björnsson] og Júlli [Julian] eru báðir meiddir og ég kom inn fyrir Julian á miðjuna í síðustu umferð. Ég náði að nýta mér tækifærið sem þjálfarinn gaf mér þá og setja mark þá. Núna skoraði ég þrennu þannig að það er vonandi að ég fái áframhaldandi tækifæri í byrjunarliðinu. Við viss- um að Víkingarnir voru að berjast fyrir veru sinni í deildinni en við ætluðum okkur að vinna þá, það kom aldrei neitt annað til greina.“ Helgi er, eftir þrennuna, orðinn markahæstur í liði Skagamanna ásamt Haraldi Ingólfssyni. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10 11 12 13 14 15 16 Mánudagur SEPTEMBER ■ ■ SJÓNVARP  15.40 Helgarsportið á RÚV.  21.55 Fótboltakvöld á RÚV.  16.10 Ensku mörkin á RÚV. Sýnd verða öll mörkin úr síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.  17.50 Ameríski fótboltinn á Sýn. Sýnt frá leik San Francisco 49ers og Atlanta Falcons.  18.00 Þrumuskot á Skjá Einum. Farið er yfir leiki helgarinnar í enska boltanum.  20.00 Mótorsport 2004 á Sýn.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.30 Enski boltinn á Skjá Einum. Leikur Charlton og Southampton verður sýndur.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Ensku mörkin á RÚV. Sýnd verða öll mörkin úr síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fr ét ta bl að ið /E .Ó l. 52-53 (24-25) Íþróttir 12.9.2004 19:59 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.