Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 54

Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 54
FORMÚLA 1 Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello vann sinn fyrsta sigur í formúlunni á árinu þegar Ferrari fagnaði tvölföldum sigri á heima- velli því heimsmeistarinn Michael Schumacher varð annar í ítalska kappakstrinum í Monza í gær. Ferrari-liðið er þegar búið að tryggja sér alla titla í boði en und- irstrikuðu yfirburði sína aðeins enn frekar með því að tryggja sér toppsætin tvö í heimalandi sínu. Barrichello hafði ekki komið fyrstur í mark síðan í síðasta kapp- akstri síðasta tímabils sem fram fór í Japan. Schumacher tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Belgíu fyrir tveimur vikum en það er enn lengra síðan að Ferrari gulltryggði sjötta sigur sinn í keppni bíla- smiða. Ferrari-mennirnar tveir hafa nú unnið 13 af 15 keppnum tímabilsins en aðeins þrjár keppn- ir eru eftir, í Kína, Japan og Bras- ilíu. Þriðji í gær varð Bretinn Jen- son Button sem leiddi kappakstur- inn í 24 af 53 hringjum en á eftir honum kom japanski félagi hans hjá Honda BAR-liðinu, Takuma Sato. Honda-liðið komst fyrir vikið upp í annað sætið í keppni bíla- smiða því Renault náði ekki stigi í Monza að þessu sinni. Williams- ökumaðurinn Juan Pablo Montoya var fimmti, David Coulthard hjá McLaren endaði í sjötta sætinu og sjöundi varð Antonio Pizzonia hjá Williams. ■ 13. september 2004 MÁNUDAGUR Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Eina alvöru DVD-verslunin! * á meðan birgðir endast A STEVEN SPIELBERG Film SVONA GERIÐ ÞIÐ Frakkinn Jacques Santini kemur skilaboðum inn á völlinn gegn Norwich en það dugði þó ekki. Enska úrvalsdeildin: Markalaust á hjá Spurs FÓTBOLTI Tottenham og nýliðar Norwich gerðu markalaust jafn- tefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane í gærdag. Óhætt er að segja að leikmenn Tottenham hafi fengið fjölmörg færi til að skora en markvörður Norwich, Robert Green, átti skínandi góðan leik og, varði eins og berserkur og tryggði stigið. Til marks um sóknarþunga Tottenham, fyrir utan skotin sem Green varði, þá átti Jermaine Defoe skot í slána og í eitt skipt- ið var skoti bjargað á línu. Þeir hljóta að naga sig í handarbökin yfir þessum úrslitum. Með sigri hefði Tottenham komist í þriðja sæti deildarinnar en eftir þetta jafntefli eru þeir í sjötta sætinu með 9 stig. Norwich er með 3 stig í sautjánda sætinu. ■ Landsbankadeild karla: Ólafur samdi aftur við Fram FÓTBOLTI Framarar gengu um helg- ina frá samkomulagi við Ólaf Kristjánsson þess efnis að hann verði áfram við stjórnvölinn í Safamýrinni næstu tvö árin. Framarar eru mjög ánægðir með störf Ólafs en hann tók við liðinu á miðju sumri eftir að Rúmeninni Ion Geolgau sagði starfi sínu lausu í kjölfar afar daprar byrjunar liðsins í Landbankadeildinni. Forráðamenn Fram segja Ólaf hafa náð því besta fram hjá mörg- um af leikmönnum liðsins Ólafur mun taka sér frí að Íslandsmótinu afloknu, fram að áramótum, til að ganga frá sínum málum í Dan- mörku, en þar hefur hann dvalið undanfarin ár. ■ FYRSTI SIGUR ÁRSINS Rubens Barri- chello vann sinn fyrsta sigur í formúlunni á árinu þegar Ferrari fagnaði tvöföldum sigri á heimavelli. Ítalski kappaksturinn í formúlu eitt í Monza í gær: Barrichello vann sinn fyrsta sigur 54-55 (26-27) Íþrótti 12.9.2004 21:19 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.