Tíminn - 04.10.1973, Page 8

Tíminn - 04.10.1973, Page 8
TÍMINN Fimmtudagur 4. október 1973 Myndir Baltasars I lofthvelfingu Flateyjarkirkju eru úr þvl atvinnullfi, er tengd var Flatey. Hér sjáum við báta á sjó og landi, konur aö breiöa saltfisk og karla aö gera til sel. — Ljósmynd: Guömundur Agústsson. Ftateyjarkirkja er gerö handa stærri söfnuöi en nú er I Flatey. En stundum er þar þó enn allmargt kirkjugesta. — Ljósmynd: Hermann Einarsson. Árelíus Níelsson: Flateyjarkirkja og framtíð hennar FLATEY A BREIÐAFIRÐI mun ávallt verða talin einn fegursti staöur þessa lands af nátt- urunnar hendi. Skáld og rithöfundar og nú hin siðustu ár málarar hafa dáð fegurö hennar í orðum, ljóðum og litum,og heimsóknir blaðamanna hefur hún fengið. Einhverntima minnir mig, að Laxness hafi sagt: ,,í Flatey vil ég ævi una á eintali við náttúruna”. Mig minnir, að Matthías Jochumsson hafi sagt um hana þessa hendingu: „Eyjan er eins og aldingarður alla daga hlýtt og bjart”. En sannarlega var hann spar á lofið um átthaga sina. Hann, sem orti Eyjafiröi og Skaga og Reykjavik ódauðleg Ijóð, lét bæði Breiðafjörð og Flatey þögn- inni falin i þeim samanburði. Ekki vil ég þó gleyma að minna hérá Flateyjarvisurhans. En þar eru þessar hendingar, sem gjarn- an mættu eignast tónvængi nú- timans: „Aldrei sá ég ást og frið una hér á jörðu, sem þau bliðu býlin við bólin dúni vörðu”. En honum var einnig ljós sú hætta, sem eytt gæti þessum býlum og bliðubólum: „En sem nærri Edensreit ormurinn skæri þrumdi, yfir varpsins væru sveit veiðibjallan þrumdi”. Nú er þarna og sköpum skipt. Flatey var og er ekki einungis fögur, svo að Laxness spyr, þegar hann hugsar til vornótta þar, er hann gisti eyjuna i æsku: „Er þetta kannski sjálf óskanna ey?”. Hún verður þannig þessum þekktu hugsuðum likt og draum- sýn dýrðar og friðar. Hún er sagnanna ey, þar sem einu sinni riktu og blómguðust æðstu óskir og fegurstu fram- tiöarhugsjónir Islendinga. Auð- ugustu fjölskyldur landsins bjuggu þar búum sinum og sendu bréf til kóngsins Kaupmanna- hafnar, þar sem hinn sjálfkjörni og fyrsti forseti Islands sat raunar valdalaus. Og þessi bréf i höndum hans og huga áttu eftir að kveikja frelsi og framfarir á íslandi. En einmitt þegar þeir draumar tóku að rætast, hófst dauði Flat- eyjar. Þar sem aldrei hafði vantað björg i bú né orðið hungursneyð á Islands verstu öldum, varð ördeyða fiskjar við sker og æðarvarp hverfandi. Þá komu blaðamenn til að lýsa dauðateygjunum, ókunnir feröa- menn, sem skrifuðu „Siðasta skip suöur”, myndatökumenn, sem sýndu drasl og hrynjandi hjalla, ryðguð hús og hæðirnar i Strýtu. Og siðast kom málari frá Suður- löndum og vildi með list sinni lifga sögu og afrek liðinna alda i eyjunni með málverkum i sjálfri kirkjunni. Han gerði þetta af grandvar- leika og fórnarlund fremur en forsjá, og sannarlega erum við þakklát, þessir innfæddu Flat- eyingar. En eyðingin heldur áfram, og hún hefur ekki einungis lagt hönd dauðans yfir dúnhreiðrin, húsin, söguna, bókasafnið og höfnina, heldur einnig kirkjuna og þar á meðal eru nýju myndirnar hans Balthazar hins spænska að verða að engu. Lika þær.þessi siðasta gjöf og eitt nýjasta mannvirki i Flatey, gefið af þessum unga vitringi frá Suðurlöndum að jötu Krists, eru að hverfa i auðnina. En nú er landvernd og alls konar vernd á allra vörum. Og þvi vil ég segja með Matthiasi um leið og ég minni á mina bernskubyggð, þar sem mér var leyft að lita fyrst dagsins ljós þessarar fögru en grimmu ver- aldar: „Enn við bjartan Breiðafjörð ber mér margt að segja. Þar sem skarti skrýðist jörð skin min hjartans eyja. Frá þvi byggð þin brosa tók barnsins sjónartaugum listum fegri lifsins bók leit ég hvergi augum. Nú eru bliknuð blööin mörg breyttir stafir þinir, þar sem við þinn helgihörg hvila vinir minir”. Getum við og þið, sem þarna standið næst látið þessa eyðingu óskaeyjar og minningalands sagna og þjóðlifs afskiptalausa. Viö komum þarna 72 úr Safnaðarfél. Langholtsbyggðar eins og fyrstu útsendarar Krists forðum, á sólfáðu laugardags- kvöldi inn i hásumardýrð Flat- eyjarhéöanúr Reykjavik 7. júli, þar er að segja 7-7-73. Friðurinn, ilmurinn, fugla- kvakið, ljómi og birta hauðurs og hafs var ofar jarðneskum orðum. Allt draslið, sem sýnt var i sjónvarpinu forðum okkur eyjar- innar börnum til ama, var horfið. Ég sá það ekki aðminnsta kosti þá. Tvenn ung hjón virðast nú höfðingjar eyjarinnar og eiga þar enn sin vonalönd ásamt nokk- rum eldri Flateyingum, sem ekki geta farið, eins og Sigriði Boga- dóttur safnverði, sem enn stendur vörð um söguleg verðmæti, og sem gæti verið fulltrúi þeirra beztu.sem tengja enn þátið og nú- tið i Eyjunni. Og svo Sveinbjörn Pétursson. Þarna voru lika fleiri gestir, sem „koma heim” á sumrin, bræður Sigriðar, bjartir og siungir og Sveinn Gunnlaugs- son, enn þá andlegur konungur eyjarinnar, með drottningu sinni önnu ólafsdóttur úr Látrum. Sumir fyrrverandi og fjar- verandi eyjarbúar hafa varðveitt og verndað hús sin enn, eyjunni til sóma, þar skal nefna Gest kennara og fjölskyldu hans. Og nú er verið að smiða Einarshús að nýju og gera þar sumarbústað. Ef til vill gæti eyjan orðið sumar- staður og um leið óskanna ey ótal barna i framtiðinni. Og hvers vegna opnar enginn þarna ofur- litið veitingahús og „útsýnisturn” I orðsins beztu merkingu, sjónar- hól, sem lita mætti af til um- hverfis en samt ekki siður til sögu og fortiðar. En sárast saknaði ég tveggja kvenna, sem sett hafa áratugum saman svip á allt i Flatey og heita báðar Jónina! Jónina Eyjólfsdóttir kaup- mannsfrú i Ásgarði og Jónina Hermannsdóttir kaupkona i Her- mannshúsi við hjarta þorpsins. 1 sjötiu ár hafa þær sett svip á eyjuna. Og svo var engin Sigriður I Klausturhólum með aila rausn prófastssetursins forna, sem allt frá stofnun klaustursins á 12. öld hafði sett svip á bæinn. Hún Sig- riður Einarsdóttir, tengdadóttir frú Guðrúnar og sr. Sigurðar Jenssonar, prófasts, bróöursonar Jóns Sigurðssonar forseta. Hún var siðasti fulltrúi höfðingslundar og gestrisni á Klausturhólum. Nú dvelur hún með börnum slnum báðum i fjarlægri heims- álfu. Og hér eru „hólarnir” samt með viðsýnið friða, sem ekkert hefur breytzt i átta hundruð ár. Það voru nefnilega i fyrra alveg átta aldir siðan Flateyjarklaustur var stofnað þarna uppi á hólnum. Kannski var það fyrsti helgi- dómur kirkju i eyjunni. Ekki virðist getið um kirkju þar fyrr og fyrsti máldagi kirkju i Flatey er frá 1274. En klaustrið var reist þar sem hæst ber eyjuna. Og heita þar enn Klausturhólar. Eftir garði eða tóftum, sem enn ^■1 mt m - *, - v i ‘æ ,r H * . r ' fWSÍ 'v SH * : m WWM :: , y Flateyjarfarar sitja að snæðingi i þægilegri brekku. — Ljósmynd: Guðmundur Ágústsson. eru tengdar húsum klaustursins hefur það verið litið. Enda náði það aldrei vexti ná auði til húsa- gerðar. Það var aðeins tólf ár i Flatey. Flutt þaðan að Helgafelli 1174.Samteru þarna enn örnefni, sem tengd eru klaustrinu önnur en Klausturhólar, og hella nærri „garð” brotunum er nefnd klausturhella og sögð hafa verið i hliöi, þegar inn i klaustrið var gengið. I hellunni er hola, sem sögð er hafa verið hreinsunar- fontur fylltur vigðu vatni fyrir klausturgesti að signa sig úr, áður en inn var gengið eða út. Þá er þar einnig Gyðulind, kennd við Gyðu móður Þorsteins Gyðu- sonar, sem bjó eða var höfðingi Flateyjar á þessum árum. Munu þau mæðgin, hann og Gyða móðir hans hafa stofnað klaustrið og gefið til þess land og helga dóma. En klaustrið var helgað heilögum Jóni eða Jóhannesi guð- spjallamanni og postula, en vigt af Klængi Þorsteinssyni biskupi. Fyrsti prestur til Flateyjar, sem getið er um hét Oddleifur (1219) og bjó reyndar á Múla. Má vera, aö þar hafi Flateyjarklerkar upp- haflega haft aðsetur fremur en i eyjunni. Hann er nú annars frægastur fyrir að úthýsa Guð- mundi biskupi góða Arasyni og fylgdarliði hans, þegar hann feröaðist um og vigöi vötn og staði við Breiðafjörð. En Guðmundur boðaði honum auðn og eyðingu embættis og sveitar. En þá skömmu siðar brunnu staðarhús á Múla á Skálmarnesi. Þóttu orð hins heilaga biskups þar með rætast. En gæti verið að þau væru enn þá og fyrst nú að verða veruleiki I Flatey. Annars er nær ómögulegt að henda reiður á sögusögnum um Flateyjarklaustur. Þær virðast allar eitthvað ævintýrakenndar, og litaðar fordómum, misskiln- ingi og óvild mótmælenda á siðari 'imum. A til dæmis áðurnefnd Gyða að hafa verið fyrsta nunnan Fiatey. Og hún er sögð hafa fvjsið i hel við Gyðulind, þar sem hún var fák.'.ædd i frosti og vetrarbyl að bæia fyrir syndir sinar. Ennfremur er getið i munn- mælum um útburð barna úr klaustrinu undir Útburðarsteini i fjöru við Mjósund. Og einnig má minna á svipaðar sögur úr Helga- fellsklaustri, nema þar átti að drekkja hinum óvelkomnu og syndgetnu börnum i vatninu. En til að sýna, hve þessar frá- sögur eru fjarstæðar að órann- sökuðu máli, verður að benda á, að munkaklaustur og nunnu- klaustur voru varla undir sama þaki. Klaustrin i Flatey og á Helgafelli voru að þvi er helzt verður vitað munkaklaustur og erfitt að hugsa sér nokkurt samkrull þar með, hvorki gagnvart Gyðu i Flatey né Osvifursdóttur að Helgafelli. En vel gátu þær samt verið vistkonur I klaustrunum, sem v.oru viða i senn bæði uppeldisheimili og gamalmennahæli. Enn má þess og geta, að bæði munkar og nunnur islenzkra klaustra virðast hafa umgengizt venjulegt fólk utan klaustranna. Og alltaf hefur ástin verið söm við sig, blind og óforsjál. Og Flat- eyingar hafa alla tið fengið orð fyrir heitar og óstýrilátar ástir, sem Guð hefur þó oft blessað vel.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.