Tíminn - 04.10.1973, Page 15

Tíminn - 04.10.1973, Page 15
Fimmtudagur 4. október 1973 TÍMINN 15 Fulltrúaráðsfundur Norræna félagsins verður á morgun ANNAÐ hvortárheldurNorræna félagiðfulltrúaráösfund, þarsem saman koma fulltrúar frá öllum deildum félagsins. Fundur þessi verður i Norræna húsinu á morgun 5. október og hefst kl. 10:00. Ef allar deildir félagsins senda fulltrúa i samræmi við félaga- fjölda má vænta rúmlega 60 full- trúa á fundinn. Stærstu deildirnar utan Reykjavikur, Akureyri, Hafnarfjörður og Kópavogur senda t.d 5 fulltrúa hver og Reykjavikurdeildin á rétt á 24 fulltrúum. Fjórar nýjar deildir eiga nú fulltrúa i þinginu þ.e. Selfossdeild, Rangæingadeild, Borgarfjarðardeild og Mýra- sýsludeild, en allar þessar deildir hafa verið stofnaðar á þessu ári. Helztu málefni þingsins eru skipulagsmál og fjármál félaganna. Þann 21. sept. lauk norræna blaðamannanámskeiöinu, er getið hefur veriö um i fjölmiðlum. Margir góðir menn lögðu fram krafta sina til að kynna Island, islenzk málefni, atvinnutæki og stofnanir. Erindi fluttu: Jón Sigurðsson, hagrannsóknarstjóri, Þorbjörn Sigurgeirsson, pró- fessor, Jónas Kristjánsson, rit- stjóri, og Vilhjálmur Þ. Gislason, fhv. útvarpsstjóri. Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna, þau Adda Bára Sigfúsdóttir Gylfi Þ. Gislason, Guðmundur G. Þórarinsson, Konráð Þorsteins- son og Þór Vilhjálmsson gáfu yfirlit yfir stefnuskrár flokka sinna og sátu fyrir svörum i lif- legum umræðum. Þrir ráðherrar þ.e. forsætisráðherra, mennta- málaráðherra og iðnaðarráð- herra tóku á móti þátttakendum i. skrifstofum sinum og svöruðu fyrirspurnum. Að lokum sátu þátttakendur kvöldverðarboð blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar. Það var álit þátttakenda að námskeið þetta hefði verið mjög vel heppnað og lærdómsrikt og það einasta, sem þeir voru óánægðir með var, hve erfitt hefði verið að komast i snertingu við islenzka blaðamenn vegna þess hve litið þeir hefðu mætt á fundum. Norræni menningarsjóðurinn og islenzku flugfélögin eiga stærstan þátt i þvi, að hægt var að efna til þessa námskeiðs þar er þessir aðilar gerðu það kleift að hægt var að bjóða öllum þátttakendum fritt far frá viðkomustöðum islenzku flugfélaganna til Islands og til baka. Norræna félagið og Blaða- mannafélag Islands þakka öllum þeim aðilum, er hér eru nefndir að framan og öðrum, er að nám- skeiðinu stóðu fyrir veitta aðstoð. Fundurinn um lífeyrissjóðina: Deijt um aðild atvinnurekenda — fundurinn samþykkti ályktun um full yfirráð verkalýðshreyfingarinnar yfir sjóðunum A ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ var haldinn almennur fundur um framtið Hfeyrissjóða verkalýðs- hreyfingarinnar. Fundurinn vará Hótel Borg og I lok hans var samþykkt tillaga, þar sem annars vegarer mótmælt „fyrirhugaðri Fordæma byltinguna stofnun Landssambands lifeyris- sjóða með aðild atvinnurekenda” og hins vegar, ',,að I kjara- samningum i haust verði að bera kröfuna um full yfirráð verka- iýðshreyfingarinnar yfir lífeyris- sjóðunum fram til sigurs”. Til þessa fundar var boðað af Starfsstúlknafélaginu Sókn, Reykjavik, verkalýðsfélögunum á Blönduósi, Skagaströnd og Raufarhöfn, Vöku á Siglufirði, Einingu á Akureyri og verka- kvennafélaginu öldunni á Sauð- árkróki. 1 frétt frá fundarboðendum segir, að hátt á annað hundrað manns hafi sótt fundinn, og margir forystumenn verkalýös- hreyfingarinnar I Reykjavik og á Suður-, Vestur- og Norðurlandi verið þar á meðal. Fundarstjóri var Bjarnfriður Leósdóttir, Akra- nesi. A fundinum uröu talsverðar deilur um það, hvort stofna ætti Landssamband lifeyrissjóða með aðild atvinnurekenda. Eð- varð Sigurðsson og Guðjón Jóns- son mæltu með stofnuninni, en aðrir þeir, sem tóku til máls, voru á móti, segir i fréttinni. LÖGREGLUBÍLL ENDASTAKKST A AAIÐRI GÖTUNNI — Ég gat ekki séð að neitt sér- stakt væri að, það var einn bill stöðvaður á götunni og lögreglu- jeppinn ætlaði sýnilega fram með honum og fór gætilega að þessu. Allt i einu sá ég bara undir botn- inn á honum og ég hélt að hann ætlaði að velta út i fjöru. En hann kom i gangstéttarbrúnina og endastakkst siðan einhvern- veginn áfram og stöðvaðist siðan á hjólunum. Þetta var lýsing ökumanns, sem um hádegið i gær var að aka niður Skúlagötu og varð þá sjónarvottur, eins og margir aörir, að þvi er lögreglujeppi endastakkst eftir götunni og fór þar eina veltu áður en hann stöð- vaðist. Einn lögreglumaður var i bilnum og slapp hann ómeiddur, en billinn skemmdist nokkuð. Ekki er vitað um orðsök óhapps- ins, en farið var með bilinn i skoð- un — að ósk lögreglumannsins, sem taldi að bremsurnar hefðu tekið svo skakkt i, að billinn hefði endastungizt. _idp_ Slökkviliðið losaði steypuna Klp-Reykjavik. Um miðjan dag i gær fór steypubill út af Þingvalla- veginum og lagðist þar á hliðina. ökumaðurinn slapp ómeiddur en bifreiðin skemmdist nokkuð. Ekki var möguleiki á að koma henni aftur á hjólin, þvi hún var fullhlaðin steypu. Var þvi tekið það ráð, að fá slökkviliðsbifreið úr Reykjavik til að fara austur og sprauta vatni á steypuna og losa hana þannig út áður en hún harðnaði. Tókst það vel og sömuleiðis að koma bilnum aftur upp á veginn, en eftir stendur þarna ágætlega steyptur blettur. í Chile Menningar- o-g friðarsamtök Is- lenzkra kvenna hafa sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem at- burðirnir i Chile eru fordæmdir. Einnig vill M.F.l.K. vekja athygli á nágrannaþjóð okkar Græniend- ingum, hvernig Danir hafa smátt og smátt unnið að eyðileggingu fornrar menningar og mergsogið þjóðina efnahagslega. Stjórn M.F.l.K. harmar þá at- burði, sem átt hafa sér stað i Chile. Réttkjörinni stjórn steypt af stóli og forsetinn Allende myrt- ur svo og þúsundir borgara. Telur M.F.I.K. afturhald Chile bera ábyrgðina ásamt Bandarikja- stjórn, sem lét i té vopn fyrir 10 milljónir dollara. Stjórn M.F.I.K. skorar á Is- lendinga að stuðla að endurreisn lýðræðis i Chile og rfkisstjórn Is- lands að beita sér fyrir þvi innan Sameinuðu þjóðanna. Einnig vill fulltrúaráðsfundur M.F.t.K. vekja athygli á mál- efnum nágrannaþjóðar okkar á Grænlandi. Vill hún benda dönsku þjóðinni á, aö nýlendu- stjórn á Grænlandi samrýmist ekki nútimahugmyndum um jafnrétti þjóðanna. Ihlutun erlends valds hafi þeg- ar raskað lifsháttum,siðum, trú, listum og sjálfsvitund Grænlend- inga. Væri heimurinn fátækari og fáskrúðugri, ef þessi menningar- arfur glataðist. Vill M.F.l.K. benda á arðrán danskra fyrirtækja á Grænlandi og að með inngöngu Dana i Efna- hagsbandalag Evrópu verði fjöl- mörgum Evrópuþjóðum leyfðar skefjalausar veiðar við Græn- land. Færeyingafélagið í Reykjavík: „Hvergi að víkja" í landhelgismálinu 1 fréttabréfi frá Færeying- afélaginu I Reykjavik segir, að á aðalfundi félagsins, sem haidinn var 30. september siðastliðinn I Norræna húsinu, hafi verið samþykkt stuðningsyfirlýsing við tslendinga i landhelgismálinu. Vegna þeirra alvarlegu at- burða, sem islenzka þjóðin hefur nú við að etja i lifsbaráttu sinni, lýsir aðalfundurinn fyllsta stuðn- ingisfnum viö islenzku þjóðina og rikisstjórn, segir i samþykktinni, og einnig: „Fundurinn ályktar, að þessi barátta smáþjóðar fyrir tilverurétti sinum eigi öruggan sigur visan — hvergi að vikja” A aðalfundinum var Leifur Grækarisson endurkjörinn for- maður félagsins, en aðriristjórn eru Ragnvald Larsen, Rúna Didriksen, Páll Jóhannsson og Daniel Joensen. — EJ. Akurnesingar Þeir sem urðu fyrir tjóni i óveðrinu 23. og 24. september s.l. tilkynni bæjarskrifstof- unni, ef þeir óska eftir mati vegna umsóknar til Bjargráðasjóðs. Fólki er bent á að lesa tilkynningu Bjarg- ráðasjóðs i blöðunum nú nýlega, þar sem gerð er grein fyrir matsreglum. Umsókn um mat sé skilað eigi siðar en 20. október n.k. Bæjarskrifstofan. StaKVNNING í dag og á morgun frá kl. 14-18. Guðrún Ingvarsdóttir, húsmæðrakennari kynnir smárétti með osti m.a. ostadýfu o.fl. Ókeypis nýr uppskr. bæklingur Nr. 13. Osta- og smjörbúðin - Snorrabraut 54 —> >■ >.....— c---------- d (Kris).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.