Tíminn - 04.10.1973, Page 16
16
TÍMINN
Fimmtudagur 4. október 1973
Stefán Jónsson:
Um beina skatta, kjara
mál og verðbólguleiki
begar rætt er um sambandiö
milli beinna skatta og launa, er
eölilegast aö miöa viö beina
skatta á tekjur einstaklinga og
barnlausra hjóna, eöa þá aöila er
þurfa að greiða skatta af öllum
hreinum tekjum sinum. Siöur má
i þessu sambandi miða viö barna-
fjölskyldur, enda skattfrádráttur
vegna framfærslu barna og
kostnaðar við skólanám þeirra
liöuri fjölskyldubótum, sem einn-
ig má mæta i öðru formi en skatt-
frádrætti.
Hér á eftir verður sú viðmiðun
notuö, sem gildir um barnlaus
hjón og einstaklinga, enda sýnir
hún bezt hinn raunverulega
álagningargrunn beinna skatta.
Launatekjur i tveimur
aðal flokkum.
Segja má aö launatekjur
manna skiptist i tvo aðal flokka,
sem eru, annars vegar beinir
skattar og hins vegar ráö-
stöfunartekjur þess er aflar laun-
anna. Launaumslög manna eru
þvl raunverulega meö tveimur
hólfum. t annaö hólfið fara beinu
skattarnir, en i hitt fer sá hluti
teknanna, sem launþeginn ráö-
stafar sjálfur.
Sú skipting sem hér um ræöir
sýnir, aö skattalög hafa þá sér-
stööu, miöaö við flest önnur lög,
aö framkvæmd þeirra er i beinni
snertingu við skattþegnana alla
kaupgreiösludaga ársins, á
svipaðan hátt og gildandi kjara-
samningar. Hún sýnir og, að ráö-
stöfunartekjur manna eru ekki
siöur háðar skattalögum en
kjarasamningum.
Af framangreindum ástæöum
er ljóst, að óraunhæft getur veriö
aö gera kjarasamninga, ef óvissa
rikir um hlutdeild beinu skatt-
anna I launatekjunum. Þetta
styöst og viö þá staðreynd, að
nota má hækkun og lækkun
beinna skatta sem hagstjórnar-
tæki. Séu t.d. beinir skattar
hækkaðir eftir að kjarasamning-
ar hafa verið gerðir til langs
tima, getur sú hækkun gert um-
samdar iaunahækkanir að engu
fyrir launþegann. Jafnvel getur
skattahækkunin snúið dæminu
þannig viö, að óraunhæfir verð-
bólgusamningar um launahækk-
un í krónutölu verði samningar
um kjaraskeröingu. Hið gagn-
stæða gildir um skattalækkanir.
Slík áhrif eru þó að sjálfsögöu háö
þvl, hvort beinir skattar eru mjög
háir eða ekki.
Eins og kunnugt er, hafa launa-
kröfur hér oft veriö I formi verö-
bólguleikja i stað raunhæfra
kjarabóta. Þeir, sem slikar kröf-
ur gera.afsaka sig þvi oftast með
þvl aö segja: Beinu skattarnir eru
okkur óviökomandi. Við ráöum
þeim ekki, heldur löggjafinn.
Þetta er bæöi rétt og rangt, og þó
aöallega rangt, og eru ástæöurn-
ar þessar:
1. Um langt árabil, hefir bæði
opinber lína og opinberar upp-
lýsingar um möguleikana i raun-
hæfum kjaramálum legið fyrir I
sambandi viö heildarsamninga.
Jafnvel hefir þetta stundum verið
I þvi formi, að segja má aö hin
opinberu áhrif til að draga úr
veröbólguleikjum hafi legiö á
samningaboröinu, og þar meö
viöræöugrundvöllurinn við hið
opinbera.
2. Opinberir starfsmenn ráöa
hér stærstu heildarsamtökum
launamanna, og semja viö hiö
opinbera. Þeir gegna þvi forustu-
hlutverki i launamálum, enda yf-
ir 1/3 af öllum vinnandi mönnum I
landinu i störfum hjá hinu opin-
bera.
3. 1 flestum eða öllum kjara-
samningum eru ákvæöi um, á
hvaöa vísitölugrunni skuli byggja
kaupgreiösluvisitöluna. Beinir
skattar hafa nú ekki áhrif á kaup-
greiðsluvisitöluna þótt aðrir
skattar hafi það. Ekki samræmist
þetta nefndum afsökunum.
Af þessu þrennu leiöir, að auðið
á aö vera I sambandi viö heildar-
samninga um launakjör, að hafa
áhrif á þann þátt launateknanna,
sem fer i skatthólfið i launa-
umslaginu.
Þótt þannig standi á, aö annar
aöalþáttur kjaramálanna séu
beinu skattarnir og viðræður um
þann þáttinn séu jafn auöveldar
og eölilegar og um hinn aðal þátt-
inn, þá viröist reynslan hafa sýnt
til þessa, að .þáttur skattanna
hverfur oft i skuggann fyrir viga-
móöi verðbólguleikaranna um
hinn þáttinn. En hvaö sem segja
má um þetta, þá verður þeirri
staöreynd ekki hnekkt, aö ráö-
stöfunartekjur manna byggjast
jöfnum höndum á skattalögum og
kjarasamningum. Hiö sama gild-
ir og um kaupmátt launa.
Skiptingin milli hólf-
anna i launaumslaginu.
Samkvæmt gildandi skattalög-
um og siðustu skattskrám, er um-
rædd skipting sú, sem greind
veröur hér á eftir, og er þá, sam-
anber áður greint, miöaö við ein-
stakling og barnlaus hjón, enda
þar að finna hinn raunverulega
álagningargrunn skattanna.
Viö siöustu álagningu beinna
skatta, var tekjuskattsfrjáls per-
sónufrádráttur einstaklings kr.
185.000,00, en barnlausra hjóna
kr. 282,000,00. Þótt þessi persónu-
frádráttur væri tekjuskattsfrjáls,
var greitt af honum bæöi útsvar
og viölagasjóösgjald. A tvö lægri
skattþrepin, eða tekjur, kr.
96.000,00, umfram persónufrá-
dráttinn, kom útsvar, viölaga-
sjóðsgjald og tekjuskattur er nam
ca. 40%. A allar tekjur umfram
þetta, námu þessir beinu skattar
55% af heild. Hvaö þýöir nú þetta,
þegar skipt er i hólfin tvö I launa-
umslaginu?. Tökum dæmi af
hjónum með eina milljón krónur I
hreinar árstekjur og einhleypum
manni eða konu með sömu tekjur.
Eins og áöur er sagt, er per-
sónufrádráttur hjóna kr.
282.000,00 og grunnur tveggja
lægri skattþrepanna kr. 96.000,00,
eöa samtals persónufrádráttur og
lægri skattþrepin kr. 378.000,00.
Af þessum tekjum greiða hjónin
ca. kr. 70.000,00 I umrædda beina
skatta. Hafi þau haft eina milljón
króna I hreinar tekjur, er eftir að
leggja á kr. 622.000,00, en af þess-
ari upphæö greiða þau I nefnda
skatta kr. 342.000,00, eða 55%.
Samtals eru þvi skattarnir kr.
412.000,00, eða 41,2% af hreinum
tekjum i heild. Skiptingin milli
hólfanna I launaumslagi hjón-
anna er því þessi: Beinir skattar
kr. 412.000,00 og eigin ráð-
stöfunartekjur kr. 588.000,00.
Dæmiö af einhleypa manninum
eöa konunni, reiknaö á sama hátt
og af hjónunum, er þannig: Skatt-
ar kr. 454.000,00, eöa 45,4% af
heild, en eigin ráðstöfunartekjur
kr. 546.000,00, eða 54,6% af heild,
miöaö við hreinar árstekjur aö
upphæö kr. ein milljón. Af þessu
er ljóst, aö veröi tekjurnar nokk-
uö hærri, fara helmingaskipti
milli hólfanna I launaumslaginu
að nálgast. Einnig er ljóst, aö fari
tekjurnar aö meötöldum persónu-
frádrætti yfir kr. 280.000,00, þá
greiðir einstaklingurinn af öllum
hreinum tekjum umfram kr.
280.000,00 minnst 55% I beina
skatta. Allar viðbótar kaupkröfur
og kauphækkanir, ber þvl að miöa
viö skiptinguna: 55% I beina
skatta og 45% til eigin ráð-
stöfunar.
1 samband við framangreinda
skiptingu, má ekki gleyma einu
þýöingarmiklu atriöi, og er það
þetta: Kauphækkun, sem er I
ósamræmi við þjóöartekjur og
þvl óraunhæf, leiðir af sér inn-
lenda verðbólgu, sem getur eytt
meira en þeim auknu ráö-
stöfunartekjum sem fást viö slik-
ar kauphækkanir. Af þessum sök-
um hefi ég nefnt slikt verðbólgu-
leiki, samanber grein um þetta
efni er ég skrifaði I Tímann 19.
ágúst s.l.
Undanþágur frá skatti
og skattsvik.
Hiö svo kallaða skattsvika-
spjall virðist orðinn fastur liður
til afsökunar um háa skatta, enda
óspart gefið i skyn, að launþeginn
verði að borga fyrir skattsvikar-
ana. 1 þessu taka þátt opinberir
fjölmiðlar og stjórnmálablöð. Oft
eru þessar afsakanir fremur til að
villa sýn en upplýsa hið rétta.
Virðast þær oft hliðstæöar þvi, aö
sagt væri:
Vöruverö hjá verzlunum er al-
mennt of hátt sakir þess, að I
stöku verzlun er brotizt inn og
stolið. Allir verða þvi að borga
fyrir þjófana.
Ekki mun þvi mótmælt, að
skattsvik eigi sér stað. Full rök
eru þó fyrir þvi, að núverandi
eftirlit og refsing fyrir skattsvik
nægi til að hindra, að skattsvik,
sem ekki finnast, nemi fremur
lágum fjárhæðum. Um vissa
tegund smærri skattsvika verður
þó seint ráöið. Má þar nefna
nokkur dæmi:
Bóndinn gefur máske börnum
sinum mjólkurlitir án þess að
telja fram andvirði hans. Hið
sama gildir um sjómanninn, sem
fer meö fisk með sér heim i soðn-
inguna. Kaupmaðurinn getur og
tekiö kjötbita úr eigin verzlun i
soðningu og látið andvirðið koma
fram I vörurýrnun. Iönrekandinn
getur gert hið sama. En i smáum
stil verður þetta að vera, ef ekki á
aö vakna grunur.
Það, sem menn þurfa aö hafa i
huga I sambandi við skattsvika-
spjalliö, er aðallega tvennt. í
fyrsta lagi, að lögbrot um skatt-
svik er sérmál, sem aldrei getur
réttlætt of háa skatta á löghlýðna
aöila, og þvi fráleitt aö þeir þurfi
aö borga fyrir skattsvikara. 1
ööru lagi, að rugla ekki saman
skattsvikum og löglegum undan-
þágum frá skattgreiðslum. En til
aö mæta löglegum undanþágum
er lagt á þá er hafa þær ekki.
Löglegar undanþágur frá skatt-
greiðslu eru nú i það rlkum mæli,
aö viö liggur, aö likja megi sliku
viö námu. Skulu hér nefnd nokkur
dæmi af mörgum:
1. Forstjóri fyrir fjölskyldufyrir-
tæki hefir rétt til að reikna sér
lægstu framfærslulaun, sem
þýöir aö færa skattgreiðslu
milli sin og fyrirtækisins.
Þetta skekkir skattasaman-
buröinn viö aöra forstjóra,
sem litiö eða ekkert eiga i
fyrirtækjunum er þeir stjórna,
og hafa þvi ekki hag af slíkri
tilfærslu. Þessu ósamræmi má
vafalitiö breyta með þvi, aö
skylda forstjóra fjölskyldu-
fyrirtækja og hliöstæðra eigin
fyrirtækja til að reikna sér
hliðstæö laun og aðrir forstjór-
ar hafat.d. opinberir forstjór-
ar.
2. Sjómenn hafa verulegar
undanþágur frá sköttum. Er
slikt til komið i sambandi við
lausn á kjarakröfum þeirra og
réttlætt með þvi, að skatta-
Ivilnunin eigi að laöa menn til
starfa á fiskiskipum og kaup-
skipum. Vitanlega geta jafn
viötækar undanþágur og hér
um ræðir fyrir fjölmenna stétt
manna verið varhugaverðar
vegna fordæmis. Auk þess sem
þær sanna, aö fordæmi eru fyr-
ir hendi um að leysa vinnudeil-
ur með lækkun beinna skatta.
3. Vextir og vaxtavextir af sparifé
eru skattfrjálsir hjá öllum,
sem ekki skulda ákveðin lán.
Hið sama gildir um skyldu-
sparnað, bæöi hin spöruðu laun
og vextina. Sömuleiðis gildir
þetta um viss tryggingargjöld,
bæöi um iðgjöldin sjálf og
notkun tryggingarfjárins við
útborgun. Hins vegar eru vext-
ir og vaxtavextir af sparifé eða
tryggingarfé, sem lagt er I lif-
eyrissjóði, ekki skattfrjálst.
Heldur er þessi samansparaöa
vaxtaeign skattlögð við notkun
sem atvinnutekjur i stað þess
að lita á hana sem skattfrjálsa
eign eins og vexti af öðru spari-
og tryggingarfé. Þetta skapar
ósamræmi um grunn til álagn-
ingar beinna skatta og skekkir
eðlilegan samanburð milli
skattgreiðslu einstaklinga.
4. Samningsbundnir bifreiða-
styrkir eru skattfrjálsir að
vissu marki. Hér er um vanda-
mál að ræða, sem engin skatt-
yfirvöld geta framkvæmt á
jafnréttisgrundvelli, að
óbreyttum gildandi reglum.
Eign og notkun einkabifreiða
er nú almenn. Sumir fá veru-
legan skattfrádrátt vegna bif-
reiðakostnaðar, en aðrir ekki,
þótt bifreiðanotkunin i sam-
bandi við störfin sé hin sama.
Þessu misrétti i skattamálum
má að sjálfsögðu breyta. Virð-
ist þar aðallega um tvær leiðir
aðræða. önnur er sú, að banna
allan frádrátt á bifreiðastyrkj-
um, en hin er, að leyfa öllum
einkabifreiðaeigendum lág-
marksfrádrátt fyrir bifreiða-
kostnaði, og meta jafnframt
sérstaklega miklar þarfir
manna i þessu efni. Rekstrar-
kostnaöur bifreiða er nú orðinn
mjög hár. Má telja, að hann
jafngildi meginhlutanum af
hinum tekjuskattsfrjálsa per-
sónufrádrætti. Misrétti I
skattamálum vegna þessa
kostnaðar getur þvi bókstaf-
lega kallað á afsakanleg skatt-
svik, enda ekki auðvelt að
greiöa 55% i beina skatta af
þessum kostnaði.
5. Giftar konur, sem afla tekna
utan heimilis, þurfa ekki að
greiða tekjuskatt nema af
hálfum tekjum sinum. Þetta
ákvæði skattalaganna er löngu
úrelt, og nú orðið áberandi
dæmi um fráleitt misrétti I
skattamálum. Hins vegar
sannar þessi fráleita
skattlvilnun, hversu erfitt er
að fjarlægja gamla drauga, ef
þeir festa rætur I skattalögum
eöa öörum lögum um kjara-
mál.
Þótt ekki séu nefnd fleiri dæmi
en aö framan greinir, þá nægja
þau til aö sanna tvennt. 1 fyrsta
lagi, að löglegar undanþágur frá
skattgreiöslu skapa misrétti I
kjaramálum og rugla jafnframt
samanburð á skattbyrði og ráð-
stöfunartekjum hliöstæöra aðila.
1 öðru lagi sanna þessi dæmi, aö á
þessu sviöi hafa launamanna-
samtökin verk að vinna, ef þau
vilja starfa raunhæft að kjarabót-
um og kjarajafnrétti.
Verðbólguleikir eru
ekki kjarabót.
Lög um beina skatta eiga að
vera I þvi formi, aö þvi er skatta á
launatekjur snertir, að hver mað-
ur meö barnaskólapróf i reikningi
geti gert sér ljóst fyrirfram, hve
stór hluti af hreinum launatekj-
um hans fer i skatthólfið i launa-
umslaginu. Formiö á núgildandi
skattalögum fullnægir þessu
atriði, og er það einn aðalkostur
þeirra.
Aðalókostur núgildandi skatta-
laga er hins vegar sá, að minu
áliti, aö persónufrádráttur er
mikiö of lágur, tekjuskattur tals-
vert of hár og gamlar undanþág-
ur ýmist litið leiöréttar eða litið
samræmdar i jafnréttisátt.
Leiðrétting á þessu myndi.
máske þýöa einhverja rýrnun
tekna hjá hinu opinbera, og þar
meö draga úr opinberri verð-
bólguþenslu. En teljist ekki þörf á
aö draga úr opinberri þenslu,
mætti færa rýrnun teknanna af
beinu sköttunum I form óbeinna
skatta, sem þó mættu ekki koma I
vlstöludæmið, enda gera beinu
skattarnir það ekki nú.
Einn kosturinn við tilfærslu úr
beinum sköttum i óbeina skatta
er sá, aö slikt skapar ráödeildar-
mönnum möguleikana til að tak-
g
Framhald á z. siðu.