Tíminn - 04.10.1973, Side 29
Fimmtudagur 4. október 1973
TÍMINN
Bókaútgáfan Örn og Örlygur:
FJÖLBREYTT
BÓKAÚTGÁFA
í ÁR
örn og örlygur veittu eftirfar-
andi upplýsingar um væntanlegar
bækur þeirra á þessu hausti:
Ef allar áætlanir standast, þá
munum við senda 20 bækur á jóla-
markað, þar af 6 barna- og ungl-
ingabækur. Bækurnar eru þess-
ar:
Lögbókin þin, lögfræðihandbók
fyrir almenning, jafnt lærða sem
leika. Þetta er þriðja bók okkar i
flokki uppsláttarrita, en áður
hafa komið bækurnar Landið þitt
og Heimurinn þinn.Bók þessi átti
að koma út á sl. ári,en af þvi gat
ekki orðið. Höfundur bókarinnar
er Björn Þ. Guðmundsson, borg-
ardómari. Lögbókin þin snertir
flestar hliðar mannlegra sam-
skipta og veitir svör við ólikleg-
ustu spurningum.sem upp kunna
að koma i dagsins önn og erli.
Efni bókarinnar er skipað eftir
stafrófsröð. Bókinni er ætlað það
tviþætta hlutverk að geyma ,á
einum stað stuttorða og greinar-
góða framsetningu lögfræðiorða-
bóka og ýtarlega frásögn lög-
fræðihandbóka. Ætið er vitnað i
viðkomandi lagaákvæði þeim til
þægindaauka, sem nánar vilja að
gæta. Lögbókin þin er á sjötta
hundrað blaðsiður og mun fást
bæði innbundin og i lausblaða-
möppu. Ætlunin er að taka árlega
saman þær breytingar, sem verða
á isl. lögum og gefa út á lausum
blöðum, þannig að þeir sem þess
óska geta sett ný blöð i möppuna i
stað eldri blaða, sem fallin eru úr
gildi.
Höfundur bókarinnar er eins og
áður segir Björn Þ. Guðmunds-
son. Hann lauk embættisprófi i
lögfræði frá Háskóla Islands vor-
ið 1965, stundaði framhaldsnám i
Þýzkalandi og Bandarikjunum og
er nú við framhaldsnám erlendis.
Hann hefur ritað greinar i timarit
laganema og lögfræðinga og
margir munu kannast við Björn
af hinum vinsælu þáttum Lögin
og lesandinn, sem birzt hafa i
Timanum.
Jónatan Livingston mávureftir
Richard Bach i þýðingu Hjartar
Pálssonar. Hér er á ferðinni ein
frægasta bók vorra daga, sem
skipað hefur höfundi sinum á
fremsta bekk, enda segir Ernest
K. Gann t.d.: „Þessi bók hefur
þegar öðlazt verðskuldaðan þegn
rétt i þeim yndislega töfraheimi,
þar sem Litli Prinsinn eftir St.-
Exupéry ræður rikjum. Mig
grunar, að ekkert okkar, sem
skoðum okkur um i heimum
Jónatans mávs, vilji nokkurn
tima snúa aftur”, og Rey Brad-
bury segir: „Richard Bach gerir
tvennt með þessari bók. Hann
• lyftir mér á flug. Hann gerir mig
ungan i annað sinn. Fyrir hvort
tveggja er ég afar þakklátur”.
Bókin er skreytt með ljósmynd-
um eftir Russell Munson, sem
gefa henni aukið gildi. Bókin var
prentuð i Finnlandi, en sámtimis
voru prentuð þar upplög af bók-
inni fyrir hin Norðurlöndin.
Þórður Halldórsson refaskytta,
listmálari og sagnaþulur lýsir
mannlegri náttúru undir Jökli.
Þórður á Dagverðará er löngu
landskunnur og raunar náði
frægð hans talsvert út yfir poll-
inn, þegar kodak fékk hann til
þess að prýða almanak sitt árið
1973, en þessi útgáfustarfsemi hjá
Kodak mun reyndar ná til allrar
heimsbyggðarinnar. 1 bók sinni,
sem færð er i letur af Lofti Guð-
mundssyni, fer Þórður á kostum.
Hann segir frá hinum fjölmörgu
og litriku hliðum mannlegrar
náttúru undir Jökli og samtið og
framtið, ógleymanlegri mynd af
mannlifi þar vestra. A bókarkápu
er teikning af Þórði gerð af
Ragnari Kjartanssyni, en hverj-
um kafla bókarinnar fylgja einnig
teikningar.
Stungið niður stflvopni eftir
séra Gunnar Benediktsson i
Hveragerði. Presturinn, bylting-
arforinginn, kennarinn og fræði-
maðurinn Gunnar Benediktsson
á sér langa og litrika sögu. Það
bar oft til, hér fyrr á árum, þegar
efnt var til alvarlegra pólitiskra
funda, að þar var Gunnar kominn
og flutti sinn „fagnaðarboðskap”.
1 bók sinni minnist Gunnar liðinn-
ar ævi, allt frá þvi að hann gerðist
„Drottins smurði til Grundar-
þinga” árið 1920. A þeirri hálfu
öld, sem bókin spannar, var hann
allt i senn, farandprédikari blóð-
rauðs bolsévisma, sem notaði
jafnvel bilpalla, húsþök eða
moldarhauga sem ræðupalla,
kaupamaður i sveit, verkamaður
á eyrinni, leikstjóri, rithöfundur
Þórður á Dagverðará.
og ritstjóri Nýja dagblaðsins. Það
gustaði um Gunnar á þeim árum,
en i þessari bók leikur mildur
haustblær um minningar liðinna
ára, þar sem hver þjóðskörung-
urinn af öðrum er leiddur fram á
sjónarsviðið.
Sýður á keipum. Guðjón Vig-
fússon, skipstjóri á Akraborginni,
segir frá siglingum sinum og ver-
aldarvolki og misjöfnu mannlifi
heima og erlendis. Guðjón lagði
upp i lifssiglinguna frá Húsavik,
þar sem hann ólst upp i skjóli
fátækrar en frábærrar móður.
Frá heimaslóðunum fór hann
fyrst til Danmerkur og var m.a.
um skeið dáti i hinum konunglega
danska sjóher, en siðan lá leiðin
vitt og breitt um öll heimsins höf,
þar til hann snéri aftur heim og
gerðist að lokum skipstjóri á
Akraborginni og flutti fólk og far-
angur milli Akraness, Vest-
mannaeyja og Reykjavikur. Frá-
sögn Guðjóns er einlæg og æðru-
laus, hann siglir af festu og
öryggi, þótt stundum sjóði á keip-
um.
Smyglari Guðs eftir bróður
Andrew ásamt John og Elizabeth
Sherill. Þýðinguna gerði Sigur-
laug Arnadóttir, Hraunkoti i Lóni.
Þetta er sérstæð og spennandi
saga af kristnum trúboða, sem
unnið hefur að þvi að
breiða út orð Guðs i öllum
kommúnistarikjunum, þar sem
hann hefur prédikað i „neðan-
jarðar”-söfnuðum og smyglað
Bibliunni til trúaðra handan járn-
tjaldsins. Bróðir Andrew eða
Smyglari Guðs, kemur Bibliunni
yfir viggirt landamæri, fram hjá
vopnuðum landamæravörðum og
boðar ást Krists á bak við Járn-
tjaldið. Bróðir Andrew ólst upp
hjá trúuðum kristnum foreldrum
i litilli borg i Hollandi. Hann hefur
farið fram og aftur yfir landa-
mæri allra kommúnistarikjanna,
þar á meðal Kina, og borið yfir
þau Bibliuna i þungum byrðum.
Frásaga Andrews af trúboðsferð-
um sinum er saga af stöðugum
hættum er urðu á vegi þess
manns, sem leitaði þeirra i þágu
Krists. Hún hefur orðið alþjóðleg
metsölubók.
Svaðilför til Sikileyjareftir Col-
in Forbes i þýðingu Björns Jóns-
sonar. Þetta er þriðja bók Colins
á islensku og enn beitir hann
þeirri leikni og kunnáttu, sem afl-
aði fyrstu skáldsögu hans Stöðugt
i skotniáli, frábærra vinsælda. 1
þessari atburðariku sögu segir
frá fjórum mönnum.er taka hönd-
um saman á Sikiley við að eyði-
leggja stóra lestarferju. Banda-
menn undirbúa innrás frá Afriku
og vilja ekki eiga á hættu að Þjóð-
verjum takist að flytja mikinn
liðsauka til Sikiieyjar, þegar inn-
rásin hefst. Þetta er i júli árið
1943. Ailir meginatburðir sögunn-
ar gerast á einum sólarhring —
hinn siðasti á lestarferjunni
miklu.
Leiðsögn til lifs án ótta eftir
Norman Vincent Peale i þýðingu
Baldvins Þ. Kristjánssonar.
Þetta er fjórða bók Dr. Peale á is-
lenzku, en áður hafa komið út
bækurnar Vörðuö leið til iifsham-
ingju, Liföu lifinu lifandi og Sjálf-
stjórn i stormviðrum iífsins: Dr.
Peale leggur áherslu á, að það
sem brýtur niður nútimamanninn
og innbyrlar honum eitur, ósigra
og ótta við framtiðina, sé fyrst og
fremst minnimáttarkennd,
öryggisleysi og óvissa. Til þess að
ráða bót á þessu, hefir hann mót-
að sérstaka aðferð til hjálpar
fólki. Lciðsögn til lifs án ótta gef-
ur fjölmörg dæmi um þá aðferð
og hefir að geyma fjöldaeinfaldra
grundvallarreglna fyrir gjöfulu,
dáðriku og frjóu lifi. Bókin sýnir
hvernig manninum er kleift að
bæta úr böli og snúa þvi til ham-
ingju og velgengni.
Lifið er dýrteftir Charles Kearey
og Carel Birkby i þýðingu Páls
Heiðars Jónssonar. Allar borg-
arastyrjaldir eru villimannlegar,
en fáar eða engar hafa jafnast á
við styrjöldina i Kongo hvað
grimmdaræðisnertir. Bókin segir
frá tveimur flugmönnum, sem
láta freistast til þess að fljúga i
flugher Tshombes,enda er rikuleg
þóknun i boði. Leikurinn berst inn
i frumskóginn, þar sem óvæntir
atburðir gerast.
Snjólaug Braga
Ráöskona óskast i sveit — má
hafa með sér barn. — önnur bók
hinnar ungu skáldkonu, Snjólaug-
ar Bragadóttur frá Skáldalæk.
Snjólaug vakti á sér talsveröa at-
hygli,þegar hún sendi frá sér i
fyrra sina fyrstu bók, sem hún gaf
nafnið Næturslaður. Hún lét þá
svo ummælt, að hún skrifaði fyrir
venjulegt fólk,en ekki eftir pöntun
sérlundaðra gagnrýnenda. Hvort
sem það hefur nú verið „venju-
legt” eða „óvenjulegt” fólk sem
keypti fyrstu bók hennaijþá er hitt
vist,að hún fékk hinar bestu við-
tökur og seldist ágætlega. Sögu-
þráður hinnar nýju bókar Snjó-
laugar verður ekki rakinn hér, en
nafn bókarinnar gefur talsvert til
kynna, hver hann er.
Framhald á bls. 31