Tíminn - 07.10.1973, Side 5

Tíminn - 07.10.1973, Side 5
Sunnudagur 7. október 1973. TÍMINN Aumingja Nína SíMa i september birtist langt viötal við Ninu van Pallandt i brezka blaðinu Sunday Mirror. Þar segir hún, að hún hafi i hyggju að taka saman við fyrr- verandi eiginmann sinn, Frið- rik á nýjan leik. — Viðvorum saman á Ibiza i sumar, sagði Nfna, og okkur leið dásamlega vel. Ég vona, að þetta verði til frambúðar. Viku seinna birtist svo i Ekstra Bladet viðtal við fyrir- sætuna Dorte Holm Jensen, sem búið hefur árum saman með Friðriki á Ibiza. — Hún er nú skrýtin þessi Nina, sagði hún. Þetta er ekkert annað en óskhyggja hennar. Við Friðrik höfum siður en svo i hyggju að slita sambúð okkar. Við ætlum að búa áfram með dóttur okkar Beatrice á Ibiza. Eftir aðDortehafði gefið þessa yfirlýsingu, fékk Nina ekki stundlegan frið fyrir forvitnum blaðamönnum, sem vildu komast að hinu sanna i málinu. Og loks varð aumingja Nina að viðurkenna, að saga hennar væri uppspuni frá rótum. Hvað sem kvennamálum Friðriks van Pallant liður, verður þvi varla á móti mælt, að smekkur hans er góður. Eða hvað finnst ykkur, lesendur góðir, eftir að hafa skoðað með- fylgjandi myndir af konunum hans tveimur?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.