Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 7. október 1973. TÍMINN Skógræktarstjóri og Agúst Arnason skógarvörður leiðbeindu fréttamönnum um skóglendið i Skorradal. hönd fengum við innsýn i það þjóðþrifastarf, sem unnið er á vegum skógræktarinnar. þar á mýrarsund og grónir rimar með gróðurlausum melum á milli. Heita má, að allt land Stálpa- staða sé kjarri vaxið, nema næst bænum og hæst i hliðum. Yfirleitt er kjarrið kræklótt, um 2-3 m að hæð, en þar sem jarðvegur er góður, verður það nokkru hærra og beinvaxnara. Undirgróður kjarrsins er allfjölskrúðugur blóm- og grasgróður. Ber mest á heilgrösum ásamt hrútaberja- lyngi. hlágresi, brennisóley, máriustakki, fjálladalafifli og mjaðjurt. Þar sem jarðvegur er ófrjórri, er meira um lyng- tegundir svo sem bláberjalyng, aðalbláberjaiyng. beitilyng, krækilyng og sortulyng. Fjail- drapi vex á einstaka stað svo og einir. Nokkuð er af gulviði og loðviði svo og gráviði efst i brekk- unum. Þá má geta þess, að geitla vex hér og þar i giljum og lækjar- drögum, en hún sást hvergi áður en friðað var. Þar sem kjarrlendi sleppir ber mest á lynggróðri nema þar sem raklendast er. Arið 1952 var land jarðarinnar girt með 3.8 km langri girðingu út Skorradalsháls og á mörkum Dagverðarness niður að Skorra- dalsvatni. A mörkum við Háafell er mæðiveikigirðing um 1 km að lengd. Með vatninu er landið um 2.5 km. Gróðurlendi innan girðingarinnar eru röskir 100 ha. Fyrir gróðursetninguna varð að grisja kjarrið. Skildar voru eftir hæstu og beinvöxnustu hrisl- urnar. þannig að þær mvnduðu sem jafnast skjól. Limið var borið saman i kesti. Þessi aðferð var notuð þar sem kjarrið var hávaxnast. Eins og að framan er getið hóf Skógrækt rikisins gróðursetningu i Stálpastaðalandi árið 1952. Auk þess fjár, sem Skógrækt rikisins hefir varið til skógræktar á Stálpastöðum, hafa aðrir aðilar látið fé af hendi rakna til gróður- setningar. Arið 1952 gáfu hjónin Ingibjörg og Þorsteinn Kjarval Skógrækt rikisins 30.000 krónur til skóg- ræktar. Þvi fé var varið til gróðursetningar á Stálpastöðum, i svonefndum Kjarvalsskógi, sem er fyrir innan Stóragil. Lokið var að gróðursetja i lundinn árið 1956, og standa þar nú urh 36.000 plöntur á 7,0 ha lands. Milli Stóragils og Merkigils er Braathensskógur, en 'i það land hefur að mesjtu verið groðursett fyrir gjafafé frá Ludvig G. Braathen, stórútgerðarmanni i Oslc. 1 Braathensskógi var gróðursett á árunum 1955 til 1960 samtals 127.000 plöntur i 2(i ha lands. Fyrir utan Stóragil og heim undir bæ á Stálpastöðum er að vaxa upp m inningarskógur Halldórs Vilhjálmssonar, skóla- stjóra á Hvanneyri, sem var gróðursettur fyrir fé, er gamlir nemendurHalldórs gáfu til miriningar um hann, og varið skyldi til skógræktar. Þar var gróðursett á árunum 1958 til 1961 samtals 85.000 plöntur i 18 ha lands. Auk þess, sem að framan getur, hefir Skógrækt rikisins gróðursett i landi Stálpastaða. Samt. hafa nú verið gróðursettar um 550 þúsund barrplöntur i rúmlega 100 ha, eða þvi sem næst allt gróður- setningarhæft land. Alls hafa verið gróðursettar 25 tegundir trjáa og 62 kvæmi þeirra i 267 reiti. Auk þess, sem áður er getið. hefur verið unnið mikið að hirðingu. Þrem til fjórum árum eftir gróðursetningu þarf að yfir- fara alla reiti og grisja birki- kjarrið frá barrplöntum, en stubbaskot birkisins vilja vaxa þeim yfir höfuð, ef ekki er að gert. Þetta þarf að endurtaka, þar til plönturnar eru vaxnar upp úr kjarrinu. Þá hefir og v-erið nokkuð gert aí þvi að dreifa áburði að plöntum til að flyta fyrir þroska þeirra, einkum þar sem jarðvetur er rýr. Græðirinn mikli t gróðuriaus svæði hefir Álaskaúlpinu verið bæði sáð og plantað með góðum árangri. og víða eru nú orðnir grænir teigar af lúpinu, þar sem áður var gróðurlaust. Raunar er furöulegt. að ei skuli vera meira af þvi gert að nota lúpinuna/úlfabaunir. eins og jurtin heitir á islenzku.til þess að græða upp gróðurlausa mela. Við borð liggur að nefna verði það kraftaverk. hversu fljót lúpinan er að klæða grýtta og gróðurvana mela grænum feldi. Auk þess eykur lúpinan mjög frjósemi og gróðurmagn jarð- vegsins, þvi að hún íramleiðir köfnunarefni, Við þær nytjar, sem af lúpinunni má hafa, bætist lika, hversu mikið augnayndi er að henni, þegar hún blómstrar. Það kostar litla sem enga fyrir- höfn að sá eða pianta lúpinunni og svo harðger er hún, að i rauninni þarf ekki annað að gera en aö leggja dálitla steinflis ofan á sprotann, svo að hann fjúki ekki. Hvammur Skógrækt rikisins samdi um leigu á Hvammi til skógræktar árið 1958. Leigusali var Haukur Thors, forstjóri i Reykjavik og kona hans, er gáfu Skógrækt rlkisins jörðina Stálpastaði nokkrum árum áður. Stálpastaðir Stálpastaðir voru bújörð allt fram til ársins 1943, en þá keypti Haukur Thors forstjóri jörðina. Arið 1951 verða enn þáttaskil i búnaðarsögu Stálpastaða, þvi að þá gáfu Haukur og Soffia kona hans Skógrækt rikisins jörðina. Þegará næsta ári ófst skógræktin handa um að girða landið, grisja birkikjarrið, sem fyrir var og gróðursetja i fyrstu reitina,- Stálpastaðir eru norðanmegin Skorradalsvatns, um það bil fyrir miðju vatni. Sömu megin vatns- ins, en vestan Stálpastaða, er býlið Dagverðarnes, en austan Háafell. Norðan vatnsins ris Skorradalsháls, sem er allhár basalthryggur, er skilur Skorra- dal og Lundareykjadal. Hæsta bunga hálsins er 342 metrar, en yfirborð vatnsins er 57 m yfir sjávarmáli. Vatnið er um 17 km að lengd og röskur kilómetri að breidd við Stálpastaði. Landi Stálpastaða hallar öllu að vatninu og er viða allbrattlent. Nokkur lækjardrög og gil- skorningar skera sig i hliö- ina, og eru Merkigil og Stóragil stærst. Jarðvegur er fremur grunnur móajarðvegur, all rakur og frjó- samur á köflum. Næst túni á Stálpastöðum og upp af þvi skipt- ast á gróðurlausir melar og gras- geirar, eins og á sér stað umhverfis tún allra býla i dalnum. Upp og vestur af túninu er raklent á köflum, og skiptast Norðinenn hafa verið okkur haukar i horni f skógrækt sem mörgu ööru. Norski útgerðarmaðurinn Braathen hefur gefiö stórfé til islenzkrar skógræktar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.