Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 22

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 22
21 HMINN Sunnudagur 7. október 1973. Það skyldi þó aldrei vera hestasteinn Hallgrims Péturssonar, sem hann stendur hjá, litli hnokkinn? Frágangur hringsins og festing hans i steininn bcr vott um vandvirkni, svo að ekki er óliklegt að þar hafi hinn lærði járnsmiður, séra llallgrimur Pétursson, að unnið. hafnamanns á Akranesi. Þegar þessi kirkja var rifin hér, var hún flutt suður að Vindáshlið i Kjós, þar sem hún er notuð á sumrin af KFUK. A grunni kirkjunnar hér stend- ur enn altarisstæði Saurbæjar- kirkju til ársins 1957. Fyrir dyr- um gömlu kirkjunnar er leiði séra Hallgrims Péturssonar. Á leg- steininum er áletrun, samin af Magnúsi Stephensen. Sún áletrun hefur verið mjög umdeild, og ork- ar reyndar tvimælis hvort hún á nokkurn rétt á sér á þeim stað, svo að ég held.að ég fari ekki að ræða hana neitt nánar her. — Við sjáum hér nokkra leg- steina, sem blasa við glugganum. Getur þú, séra Jón, bent mér á einhverja þekkta menn, sem hér voru jarðsettir? — beir menn sem þekktir voru á sinni tið, og hér hvila, eru fyrst og fremst prestar. Fyrst ég er að tala við blaðamann Timans, get ég byrjað á að geta þess, að sein- asti prestur, sem hér var jarð- settur, var séra Jón Benedikts- son, afi Jóns Helgasonar rit- stjóra Timans. Séra Jón Bene- diktsson var prestur hér frá 1886- 1900. Hann fluttist frá Görðum á Akranesi og hingað inneftir, og myndi sú ráðstöfun sjálfsagt þykja undarleg nú á dögum. Af öðrum prestum, sem hér hvila, má til dæmis nefna séra Engilbert Jónsson. Yfir honum er mjög merkilegur steinn, sem hann hafði sjálfur látið gera. betta er ofur venjuleg grágrýtis- hella, sem tekin hefur verið ein- hvers staðar úti i náttúrunni og klappaður kross á. betta látlausa minnismerki hefur enzt furðuvel. Vitanlega er hér jarðsett margt fleira fólk, sem ástæða væri til að minnast á, bæði prestar og leik- menn, en ég held að ég sleppi slikri upptalningu hér. Vil annað hvort búa eða búa ekki — bú sagðir áðan, að það myndi þykja undarlega ráðstöf- un, að flytjast frá Görðum að Saurbæ. Býrð þú ekki sjálfur góðu búi hér? — Nei, ég bý ekki. bað er svo gifurlega kostnaðarsamt að koma upp búi með öllum þeim vélum, sem til þarf nú á dögum, að ég hef blátt áfram ekki séð mér það fært. betta er fjárfesting sem nemur mörgum milljónum, eins og allir vita, sem búskap stunda. Ég, fyrir mitt leyti, hef heldur tekið þann kostinn að búa ekki, en að búa mér til vansa. Hinu neita ég ekki, að ég hefði helzt kosið að búa hér og búa myndarlega — að minnsta kosti, ef það skyldi eiga fyrir mér að liggja að vera hér lengi. En til þessa skortir mig fjármagn og það er miklu erfið- ara fyrir presta að stunda búskap nú en áður vegna þess, að þá þurfti ekki að leggja i allan þenn- an kostnað. beir þurftu, jú, bústofn, en hann var i miklu smærri stfl en nú gerist bá fylgdu lika prestssetursjörðunum kú- gildi, sem ekki er nú. Ef það á að vera stefna að sveitaprestar reki búskap, þyrfti rikisvaldið að gera þeim það kleift, til sæmis með þvi að láta kúgildi fylgja jörðunum ásamt einhverjum vélakosti. Sem sagt: bað þyrfti einhver fyrirgreiðsla að koma til, ef sveitaprestar almennt ættu að gefa hafið búskap. — En Saurbær góð bújörð frá náttúrunnar hendi? — Já Saurbær er góð bújörð, bæöi að fornu og nýju. Arið 1914 var að visu tekið til friðunar nokkuð af landi jarðarinnar, svokallaður Vatnaskógur. bað hefur staðið til að taka næstum allt land Saurbæjar og friða það, og hafa staðið um það nokkrar deilur siðan ég kom hingað. En það yrði langt mál að rekja það allt hér, enda ekki heldur rétt að blanda þeim umræðum inn i þetta spjall okkar. Var séra Hallgrímur ör- snauður maður? — Ef til v i 11 hefur séra Hallgrimur verið sæmilega efnaður, bóndi, en ekki guðs volaður vesalingur, eins og marg- ir hafa viljað halda fram? — Vafalaust hefur hann verið betur efnum búinn en fólk al- mennt hefur álitið á siðari timum, og þjóðtrúin telur hann hafa ver- ið. Hann byggir kirkju á meðan hann er hér prestur, það brennur hjá honum bærinn i ágústmánuði 1662, en honum gengur mjög vel að reisa bæinn-að nýju. begar hann lét hér af embætti, var að sjálfsögðu gerð úttekt á staðnum. Hún er enn til, og sýnir, að séra Hallgrimur hefur verið betur stæður en margir hyggja. Enda er vitað, að það var bjart yfir ár- um hans hér i Saurbæ, en aftur á móti hafði honum liðið illa á Suðurnesjum, eins og hann segir i visunni alkunnu: ,,þraut er að vera þurfamaður / þrælanna i hraununum”. — Hefur þú trú á þvi, séra Jón, að maður geti ort annað eins verk og Passiusálmana, ef hann býr við mjög sára fátækt? — bað er erfitt að svara þessu, enda misjafnt mat manna á þvi hvað er sár fátækt. En ef við leggjum til grundvallar þann skilning, sem ég legg i orðin „sár fátækt”, þá held ég að það yrði mjög erfitt að yrkja verk eins og Passiusálmana við slikar aðstæð- Hvers vegna orti hann Passiusálmana? Um hitt getum við rætt, hvernig á þvi muni hafa staðið, að séra Hallgrimur fór að yrkja Passiu- sálmana. En það er löng saga og langt frá þvi að allir séu þar á einu máli. Gömul sögn segir, að þegar Hallgrimur hafi fengið veitingu fyrir Saurbæ, hafi hann i þakklætisskyni lofað guði sinum þvi, að minnast skyldi hann frels- ara sins sem hann mætti fyrir lausn frá volæði og vélabrögðúm Suðurnesjamanna. bvi hafi hann á einni langaföstu, skömmu eftir að hann kom hingað að Saurbæ, tekið til við að yrkja Passiusálmana. En hvað sem um þessa sögu er að segja þá er hitt vafalaust rétt að umskptin, sem.urðu á ævikjör- um hans, eftir að hann kom hing- aö — þau hafa leyst úr læðingi þá krafta, sem beztir voru til i fari hans, bæði sem manns og skálds. Auðvitað nægir þessi saga engan veginn til skýringar á þvi hvers vegna Hallgrimur tók að yrkja Passiusálmana, en hætti snögg- lega við annan ljóðaflokk, sem hann var byrjaður á, en lauk aldrei við. Séra Arne Möller, sem ég vék að fyrr i þessu samtali, — eini maðurinn, sem skrifað hefur doktorsritgerð um Passiusálm- ana og er islenzkur i móðurætt — hann telur ástæðurnar til þess að Hallgrimur fór að yrkja Passiu- sálmana fyrst og fremst fræðileg- ar. Séra Arne Möller hefur manna mest kannað, hvaða rit önnur en Biblíuna séra Hallgrimur hefur stuðzt við og orðið fyrir áhrifum frá, þegar hann orti sálmana. Hann hefur sýnt fram á, að hann hafi meðal annars orðið fyrir sterkum áhrif- um frá Pislarsaltara séra Jóns Magnússonar i Laufási, svo og Eintali sálarinnar eftir Martin Möller, sem Arngrimur Jónsson hinn lærði sneri á islenzku og fyrst var prentað á Hólum árið 1599. Séra Arne Möller telur, að kynni séra Hallgrims Pétursson- ar 'af þessum ritum hafi orðið til þess, að hann ákvað að taka sér fyrir hendur að yrkja Passiu- sálmana. Prófessor Magnús Jónsson dósent hefur hvað mest ritað um séra Hallgrim og Passiusálmana. Hann heldur þvi fram, að tilefni sálmanna sé vitund skáldsins um holdsveikina og hin djúpa þjáning sem þvi fylgir. bað er að segja, að Passiusálmarnir beri vott um mikla örlagastund i lifi skáldsins og sálarbaráttu og þannig sé beint orsakasamband á milli sjúkdóma Hallgrims Péturssonar og sálmanna. Doktor Sigurður Nordal er á öðru máli. 1 ágætri bók sinni um séra Hallgrim og Passiusálmana, sem út kom fyrir þrem árum, tel- ur dr. Sigurður, að holdsveiki Hallgrims sé ekki orsök Passiu- sálmanna, heldur séu þeir fyrst og fremst sprottnir upp úr persónulegri reynslu skáldsins, sálarstriði hans og innri átökpm, trúarbaráttu hans og trúarlifi. Dr. Sigurður Nordal segir með- al annars: „Passiusálmarnir eru svo persónulegur skáldskapur, að einhvers konar samband þeirra við örlög höfundarins hefur lengi verið óh ják.v æra ilegt umhugsunarefni og mun svo verða meðan þeir eru lesnir og hafðir um hönd”. Ég verð nú að segja að mér virð ist skoðun dr. Sigurðar Nordals

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.