Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 7
Suiinudagur 7. október 1973. tíminn 7 ÞAÐ ER eðli dýrmætra hluta, að tilvist þeirra virðist vera einhvern veginn svo sjálfsögð. Er hér ekki um að ræða einvöröungu sjúlfar frumþarfir manna, eins og til dæmis vatn, eða rafmagn, heldur ótalmargt annað, svo sem blöö, bækur og annað lesefni, sem nú þykir sjálfsagt að hafa i seilingu við hvern mann, en var áður munaöur i hendi hins geistlega og konunglega valds. Fyrir aðeins mannsaldri þurfti leyfi konungs fyrir prent- smiðjum, og voru þaö einkum biskupar og valdsmenn, er prentuöu. Og guðsorðabækurnar þokuðust yfir landið, ilmandi I farvanum og háleitar i andanum, og fólkið leit yfir blöðin fullt iotningar. Fátt var þá orðið um bækur um veraldleg efni á islandi. Prentsmiðjan stofnuð 1852 A Akureyri eru þrjár prent- smiðjur. Prentverk Odds Björns- sonar, Valprent og prentsmiðja Björns Jónssonar, eða Skjaldborg sf. eins og rekstur hennar heitir nú. Þetta er fyrsta prentsmiðja Akureyrar, og aöeins Hólaprent hið forna mun eldra á Noröur- landi öllu, en hefur nú löngu verið lagt af. Prentsmiðja Björns Jónssonar var stofnuð árið 1852, og voru stofnendur nokkrir Eyfirðingar. Aðalhvatamaðurinn að stofnun prentsmiðjunnar var Björn Jónsson (1802-1886), Jónssonar á Grenjaðarstað, en Björn mun kunnastur sem ritstjóri Norðan- fara. Var hann, er þetta gerðist, nýfluttur til Akureyrar. Eftir fund á Akureyri árið 1840 var stofnað félag um prentsmiðjuna, og eftir aðalfund árið 1852 var konungi skrifað bónarbréf um aö mega stofna prentsmiðju á Akur- eyri. Konungsleyfið fékkst 14. april sama ár, en undanskilin voru þó öll hlunnindi, er Hóla- prent hafði haft. Jón Sigurðsson keypti prentsmiðjuna Það var Jón Sigurðsson forseti, er keypti prentsmiðjuna fyrir félagið, og yfirprentari varð Helgi Helgason (1807-1862), sem verið hafði yfirprentari i Viðey. Eftir áramótin tók prentsmiðjan til starfa, og i marz kom fyrsta blaðið út á Akureyri, Norðri, en ritstjórar voru þeir Björn Jónsson og Jón Jónsson alþingismaður, faðir Jóns bónda á Munkaþverá. Klemenz Jónsson landritari telur blað þetta hafa verið áhrifalaust, en það komst til áhrifa, er Sveinn Skúlason (1824- 1888) gerðist ritstjóri þess. Stýrði hann blaðinu i 9 ár og átti i hatrömum deilum, meðal annars út af Fjárkláðamálinu. Sveinn varð siðar alþingismaður, en árið 1862 tók Björn Jónsson aftur við prentsmiðjunni og hóf útgáfu Norðanfara. Hefur ávallt prentað blöð Eyfirðinga Björn ritstjóri missti tök sin á prentsmiðjunni og stofnaði nýja. Ekki er rúm til að rekja þá sögu hér, eða fjölskrúðuga sögu prent- smiöjunnar, en þess er þó að minnast, að prentsmiðjan hefur ávallt — og fram til dagsins i dag, prentað blöð Akureyringa, og eigandi hennar um skeið var meðal annarra Björn Jónsson, ráðherra og þingmaður, en nú- verandi eigendur prentsmiðj- unnar tóku hana á leigu fyrir fimm árum og keyptu svo fyrir rúmum tveim árum. Tlminn tók hús á þeim Svavari Ottesen og Haraldi Asgeirssyni, eigendum Skjaldborgar sf og Prentsmiðju Björns Jónssonar, en prentsmiðjan er til húsa i Skjaldborg á Akureyri. Var það Svavar, sem orð hafði einkum fyrir þeim félögum, og sagðist honum frá.á eftirfarandi hátt: Byrjuðu prent- við erfið skilyrði — prenta stjórnmálablöð — Það var fyrir fimm árum, sem við tókum við rekstri prent- smiðju Björns Jónssonar á Akur- eyri Við rekum nú prentsmiðjuna og bókaútgáfuna Skjaldborg og önnustum prentun, bókband og útgáfu bóka. Viö höföum báðir unnið árum saman I prentsmiðju. Eg sem vél- setjari i 20 ár hjá POB en Haraldur Asgeirsson sem prentari i 8 ár. Við lærðum báðir iðnina hér á Akureyri. Þegar við byrjuðum sjálf- stæöan rekstur, var heldur litiö um verkefni, enda hálfgerð kreppa hér á landi árið 1968. Aðalverkefni prentsmiðjunnar var aö prenta Verkamanninn, og er hann ennþá prentaður hér, en auk þess prentum við önnur blöð, Alþýðumanninn og Alþýöubanda- lagsblaðið, þegar þau koma út, en þau hafa ekki fastákveðinn útkomutima. I september er siðan gert ráð fyrir að viö förum að prenta Islending, blað Sjálf- stæðismanna, og eru pá öll stjórn- málablöðin hér prentuð hjá okkur nema Dagur, sem ávallt hefur verið hjá POB. Útgáfustarf — gefa út bækur eftir norðlenzka höfunda — Horfir þvi sæmilega fyrir rekstur prentsmiðjunnar, sem stendur. Nokkuð hefur reksturinn lika batnaö. Segja má, að prentsmiðj- unni hafi um skeiö aðeins verið haldiðgangandi til þess aö prenta Verkamanninn, og litiö hafi verið sinnt að afla almennra verkefna og gripum við i upphafi til bóka- útgáfu og reynum að sérhæfa okkur I norðlenzkum höfundum. Höfum við alls gefið út um 30 titla, og i ár verðum við með bækur eftir sex Norðlendinga, sem eru Erlingur Daviðsson ritstjóri, sem kemur með II bindi af Aldnir hafa orðið. Þá kemur Hesturinn þinn, eftir Vigni Guðmundsson. Þá er ljóðabók, Beitilyng, eftir Jórunni Ólafs- dóttur frá Sörlastöðum, og Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri, Indriði Crlfsson skólastjóri og Eirikur Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri eru með barna- og unglingabækur. Við höfum einnig bókbands- stofu og vinnum allar okkar bækur sjálfir. Um bókbandið sér Svavar Ottescn annar eigandi Skjaldborgar sf. og prentsmiöju Björns Jónssonar. Ilefur unnið að prent- verki alla tiö, fyrst i 20 ár hjá POB, en síöan viö prentsmiðju Björns Jónssonar. Faöir hans var cinnig prentari á Akurcyri. Ilaraldur Asgeirsson, prentari og annar eigandi Skjaldborgar og prentsmiöju Björns Jónssonar Reka umfangsmikla bókaútgáfu og hafa gefið út um 30 bókartitla. Hafa sérhæft sig í útgáfu á verkum norðlenzkra höfunda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.