Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 7. október 1973. IlaldiA i humátt til skógar. í Hvammi hefir veriö aöalbæki- stöö vinnuflokks Skógræktar rikisins i Skorradal frá 1958 .og skógarvörður haft þar aðsetur. Ariö 1967 reisti Skógræktin viö- byggingu viö ibúðarhúsið, sem er oröið gamalt og komiö aö hruni. Jörðin var girt áriö 1960 og byrjaö aö gróöursetja i landið 1962, og siöan hefir verið gróður- sett þar árlega. Alls er búiö að gróöursetja 335.080. plöntur, en þær skiptast þannig eftir tegundum: Birki.................... 5.655 Stafafura.................65.555 Bergfura...................3.050 Rauðgreni................246.095 Sitkagreni.................3.425 Hvítgreni...................100 Lerki.......................1.120 Gert er ráö fyrir að nokkur hluti rauðgrenisins veröi seldur sem jólatré, en ræktun þeirra hefir gengiö vel i Skorradal. Undanfarin ár hefur skóg- ræktin séö Borgfiröingum og Borgnesingum fyrir jólatrjám og hefur haft nokkrar tekjur af þvi. ★ Selsskógur Arið 1959 keypti Skógrækt rikisins 50 ha skóglendi úr landi Indriöastaða, sem kallað er Sels- skógur. Hann er ofan þjóövegar við landamörk Litlu-Drageyrar. Mestur hluti landsins er vaxinn birki og nokkur hluti er mýr- lendur, en áreyrar Dragagils eru austast i landinu. Selsskógur var girtur áriö 1969. Smávegis var byrjað aö gróöur- setja þar vorið 1966, og siöan hefir árlega veriö haldiö áfram með gróöursetningu, og er nú búið aö gróðursetja rúmlega 20.000 plöntur i um 4 ha. Þar er meðal annars samanburðartilraun á 14 sitkagrenikvæmum. Annars hefir mest verið gróðursett af rauð- greni. Náttúrufegurð er mikil i Skorradal, en óviða meiri en i Selsskógi. ★ Stóra-Drageyri Eftir aö Stóra-Drageyri, sem er rikisjörö, var komin i eyöi, fór Skógrækt ríkisins þess á leit aö fá jöröina til skógræktar, en þar er mjög fallega vaxiö birki austast i landareigninni. Arið 1967 var gefið út ráðuneytisbréf, sem heimilaði Skógræktinni aö taka til friðunar og skogræktar nokkurn hluta Stóru-Drageyrar. Þar er lokið 7 km langri skógargirðingu. Bakkakot Fyrir nokkrum árum festi þýzkur maöur, Dr. E. Wiesna- grotski, kaup á jörðinni Bakka- koti, en árið 1969 leigði hann Skógrækt rlkisins jöröina til skóg- ræktar meö mjög hagstæðum kjörum. Dálitlar skógarleifar eru eftir I vestanveröri landareigninni, en annars er landið mjög komiö I örtröð. Skógræktargiröing var sett upp um Bakkakotsland 1970, og áriö eftir var byrjað aö gróðursetja I landið. Nú er búið að gróðursetja þar um 15.000 plöntur, mest birki, en þarna er lika samanburðar- tilraun á gróðursetningu á 16 sitkagrenikvæmum á berangri. tslenzkur gagnviður. ★ Sarpur og Efstibær. Þegar hætt var búskap i Sarpi vorið 1970, keypti Skorradals- hreppur jörðina ásamt hálfri jörðinni Efstabæ. Strax á sama ári seldi Skorradalshreppur Skógrækt rikisins báðar. þessar jarðeignir. Kjarrleifar eru dálitlar á báðum þessum jörðum, en aðal kjarrlendi er miðja vegu milli bæja. Mikið af landinu er svipað og i Bakkakoti og mjög illa farið af örtröð fyrri ára. Skógræktin hefir ekki ennþá haft bolmagn til að girða þessar jarðir. Túngirðingum er haldið við, og nokkur hundruð plöntur hafa verið gróðursettar innan túns i Sarpi. Ibúðarhúsið i Sarpi hefir verið notað til aðseturs fyrir vinnuflokk tvö undanfarin vor. ★ Skógrækt mun aukast i Borgarfirði Af þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið i Skorradalnum , má ráða hver skilyrði eru til skóg- ræktar i dölum Borgarfjarðar, þótt enn séu ekki liðnir nema rétt rösklega tveir áratugir siðan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.