Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 7. október 1973. Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? 98 Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar okkur aö hafa oröiö aö búa undir þakinu eins og það var áður, þeg- ar haustrigningarnar byrjuðu”. Heilbutt situr enn og bögglar tiu marka seðilinn milli fingra sér. ,,í:g er þér þakklátur, Pinne- berg”, segir hann „fyrir það, að þú hugsar svona vel um húsið. Úr þvi að maður á nú á annað borð svona hús, hvila aö vissu leyti þær skyldur á manni, aö sjá um að þaö eyðileggist ekki. Það er mér mikil hjálp, að þú og konan þin viljiö búa I þvi. Og um daginn las ég einhver staðar, skal ég segja þér, að ef svona hús eru ekki rækilega hituð upp, þá kemur oft- ast i þau slagi og mygla. Þess vegna vil ég biðja þig aö spara ekki eldsneytið. --Þú verður að kynda allan daginn, svo að vegg- irnir haldist sæmilega þurrir. — Hérna”, segir hann og réttir Pinneberg seðilinn hratt og hvat- lega, „taktu þessi tiu mörk i þetta skipti. Ef þú vilt koma með kola- reikninginn sem fylgiskjal um næstu mánaðamót, þá yrði ég ró- legri vegna hússins. Maður kærir sig ekki um aö biða tjón, ef hægt er að komast hjá þvi”. Heilbutt þrýstir tiu marka seðlinum i lófa Pinnebergs og segir i ósviknum kaupmannsrómi: „Þú og konan þin spara mér mikið fé með þvi að búa þarna austur frá og gæta hússins”. Það kemur kökkur i hálsinn á Pinneberg og hann verður oft að kyngja áður en hann þorir að treysta rödd sinni: „Nei, Heilbutt”, segir hann: „Þetta get ég ekki þegið. í hvert skipti, sem ég kem með húsaleiguna, finnur þú upp á einhverju nýju til að láta mig fara með peningana aftur. Þú hefur hjálpað mér nóg, meira en nóg. Strax þarna hjá Mandel „En heyrðu, Pinneberg!” Heilbutt tekst að tala i hinum mesta undrunartóni. „Það ert þú, sem hjálpar mér!” Þú hefir tjargað húsþakið fyrir mig, þú vinnur i garðinum minum og þú gætir eignarinnar fyrir innbrot- um og hrörnun með þvi að búa þar. Ættir þú nú lika að hafa út- gjöld af þvi að halda húsinu lausu viö myglu og slaga?” Heilbutt hristir höfuðið og litur á Pinne- berg, sem veröur að lúta með sinu höfði, til þess að ekki sjáist að eitthvað vætlar fram i augna- krókana. „Heilbutt”, segir hann hásri röddu. ,,Ég skil svo fjarska vel, hvað þú meinar með þessu, en —” „Heyrðu Pinneberg, það er satt, ég hefi gleymt aö segja þér hvað komið hefir fyrir hjá Mandel, siðan við fórum þaðan”. Pinneberg vil ekki láta leiða sig frá texta sinum: húsaleiga eða ölmusa! en þó getur hann ekki leynt þvi, að hann hefir gaman af að vita um allt, sem varðar Vöru- hús Mandels. Og Heilbutt notar sér þennan veikleika. „Ég hitti vorn fyrrverandi herra og meistara i starfsmanna- deildinni, monsjör Lehmann, um daginn”, segir Heilbutt. „Hann hvolfdi sér bókstaflega yfir mig i Friðriksstræti einn morguninn. Hann þurfti vist að ryðja úr sér. Hann var alveg viti sinu fjær af heift og gremju”. Pinneberg gleymir öliu öðru vegna þessarar furðulegu fréttar, sem hann hefir ekki enn skilið til fulls. „Lehmann?” segir hann. „Skrifstofustjóri starfsmanna- deildarinnar með sölulágmarkið og þetta bannsetta sparnaðar- 'kerfi, sem varð okkur hinum að fótakefli? Ég hélt, að hann hefði ekki haft mikla ástæðu til að kvarta”. Heilbutt brosir ánægjulega. Ef. til vill þó ekki sérstaklega vegna hinnar réttlátu hefndar sein Leh- mann hafði orðið fyrir, heldur öllu fremur af vitundinni um það, aö nú hefir hann getað látið Pinneberg gleyma þvi.að hafa á móti tiu marka seðlinum. „Það er nú svona samt”, segir Heilbutt, „þvi að nú hefir hann oltið lika. Og það var vist þessi elskulegi herra Spannfuss, sem brá fyrir hann fæti”. Pinneberg verður svo mikið um þetta, að hann stingur tiu marka seðlinum i vestisvasann, án þess að vita af, og segir: „Nei, nú hefi ég aldrei heyrt annað eins-----! Þú verður að segja mér meira um þetta”. Hann réttir út höndina og tekur sigarettu úr fullum öskj- um, sem Heilbutt réttir honum. Hann teygar fyrsta reykinn með djúpri nautn, og horfir með eftir- væntingarbrosi framan i gest- gjafa sinn. A þessari stundu hefir hann gleymt bæði flibba og háls- bindi og bögglaða seðlinum i vestisvasanum. Pinneberg vekur hneyksli. Smjörið, sem gleymdist, og lög- regluþjónninn skyldurækni. Engin nótt er svo dimm------- Klukkan er dálitið yfir sjö, þeg- ar Pinneberg kemur aftur út á götuna. Samtalið við Heilbutt hef- ir hresst hann og lifgað, en þó liggur allt mótlæti dagsins i laun- sátri i sál hans, og situr um tæki- færi til þess aö verða ofan á aftur. Já, svo að Lehmann sjálfur, þessi hávoldugi herra, var þó lika hrokkinn upp af standinum hjá Mandel! Nú er hann hættur að sitja við skinandi skrifborðið og leika sér að stóra blýantinum og segja i háði, að „tilbúinn áburð og gróðurefni verzli firma vort vist ekki með ennþá”. Lehmann hafði látið allt starfs- fólkið skjálfa af ótta við sig, og loksins lét Spannfuss hann riða út af skrifborðsstólnum. Svona gengur það i þessum heimi, en vesæl huggun er það þó, aö allir eru I sömu fordæmingunni. Eftir þvi, sem Heilbutt hafði haft eftir Lehmann, hafði Pinne- berg, án þess að vita af, verið orsök til þess, að Lehmann var steypt af stóli. Spannfuss hafði af þefvisi sinni farið að gægjast i starfsmannaskrárnar og séð, að ráðning Pinnebergs var rökstudd með þvi, að hann skyldi „færður á milli”, frá útibúi firmans Mandel i Breslau, þótt hann heföi aldrei verið neitt viö Vöruhús Mandels riðinn áður, heldur verið nýkom- inn frá korn- og fóðurverzlun i Ducherov. Þetta var af þeim toga spunnið, eftir þvi sem Spannfuss hafði tekizt að þefa uppi, að Leh- mann hafði ekki getað neitað ein- um kunningja sinum, — sem mun hafa verið Jachmann nokkur, mesti gallagripur — um þann greiða, að útvega Pinneberg, sem var skjólstæðingur Jachmanns þessa, stöðu i Vöruhúsi Mandels. Hvað á bak við lá, hafði Spann- fuss ekki tekizt að uppgötva. En hann dró engar dulur á þann grun sinn, að það hefðu verið einhver kvennamál, sem illa þoldu dagsljósið. Ljósaskoðun stendur yfir Æ samlokurnar dofna ekki með aldrinum Notið það besta —IIIíOSSB— Skipholti 35 - Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 • verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa 1521 Lárétt 1) Rófa.- 6) Fótabúnaður.- 10) Eins,- 11) Tónn.- 12) Máninn.- 15) Smitast ekki.- Lóðrétt 2) Stia,- 3) Röð.- 4) Logið,- 5) Stafla.- 7) Efni.- 8) Eins,- 9) Hriðarkófi.- 13) Miðdegi.- 14) Fugl.- Ráðning á gátu No. 1520 Lárétt I) Bloti,- 6) Arðlaus.- 10) Fæ.- II) Na,- 12) Frumrit,- 15) Vanar.- Lóðrétt 2) Lið,- 3) Tóa.- 4) Jaffa.- 5) Ösatt,- 7) Rær.- 8) Lóm.- 9) Uni,- 13) USA,- 14) Róa,- 10 mzw a Tr 11 li n iiyi ií iiH Sunnudagur 7.október 8.00 Morgunandakt. Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. Bella- vue lúðrasveitin og East- man Rochester hljómsveit- in leika. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 veðurfregnir). Frá alþjóð- legri orgelviku i Niirnberg i júnis.l.: Flutt verður tónlist eftir Max Reger. Flytjend- ur: Ludwig Dörr, Ulrich Koch, Ingeborg Reichelt, Max Martin Stein og Hans- björg von Löw. a. Prúlúdia og fúga i h-moll op. 129/8. Fantasia og fúga um sálma- lagið „Vakna, Sions verðir kalla” op. 52/2 og Fantasia og fúga op. 135b. b. Svita I e- moll fyrir viólu op. 131d. c. Sönglög fyrir sópran og pianó. d. Tilbrigði og fúga fyrir tvö pianó um stef eftir Mozart op. 132a. 11.00 Messa i Hvalsneskirkju. (hljóðrituð). Prestur: Séra Guömundur Guðmundsson. Organleikari: Þorsteinn Gunnarsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. . Tónleikar. 13.15 Mér datt það I hug. Jón Hjartarson spjallar við hlustendur. 13.35 tslenzk einsöngslög. Guðmunda Eliasdóttir syngur. Fritz Weisshappel leikur á pianó 14.00 Af bæjarhóinum Jónas Jónasson litast um á Sel- fossi og nágrenni með Guðmundi Danielssyni rit- höfundi. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá hoiienzka útvarpinu. Sinfóniuhljómsveit holl- enzka útvarpsins leikur. Einleikarar Peter Hoek- meyer hornleikari og Herman Krebbs fiðlu- leikari, Leo Briehuys stj. a. Forleikur að „Þjófótta skjórnum” eftir Rossini. b. Hornkonsert i Es-dúr (K495) eftir Mozart. c. Ballata fyrir stóra hljóm- sveit eftir Oscar van Hemel. d. „Trois Morceaux” og „Vals scherzo” eftir Tsjaikovský. e. „Capriccio Espagnol” eftir Rimsky- Korsakoff. 16.10 Þjóðlagaþáttur Kristin ólafsdóttir kynnir. 16.55 Veöurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatími: Margrét Gunnarsdóttir stjórnar. a. Saga fyrir yngri börnin. b. Úr þjóðsögum Jóns Arna- sonar. c. „Bréf til Kalla frænda”. Flytjendur: Margret og Bjarni Daniels- son. d. Útvarpssaga barn- anna: „Knattspyrnudreng- urinn”. Höfundurinn, Þórir S. Guðbergsson les (4). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Erindi á Skálholtshátið. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, talar i Skálholts- dómkirkju 22. júli i sumar. 19.50. tslensk tóniist. Jórunn Viðar leikur Svipmyndir fyrir pianó eftir Pál ísólfsson. 20.20 Fræðimaður aiþýðunn- ar. Dagskrá um Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi i samantekt Jóns R. Hjálmarssonar skólastjóra i Skógum. Lesarar með hon- um: Albert Jóhannsson og Þórður Tómasson. 21.05 Frá samsöng karlakórs- ins Geysis á Akureyri I vor. Píanóleikari: Anna Áslaug Ragnarsdóttir. Söngstjóri: Askell Jónsson. 21.45 Ljóðaþýðingar eftir Geir Kristjánsson. Erlingur E. Halldórsson les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.