Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 7. október 1973. mmmM Uaukur Itagnarsson tilraunastjori aft Mógilsá mcft kynbætt birki. FRÆNDÞJÓÐIR okkar á Norðurlöndum hafa allt frá upphafi skógræktar á íslandi reynzt okkur hliðhollar. Það var danskur maður.sem átti frumkvæði að þvi að hafizt var handa um skógrækt. Mest skipti höfum við þó átt við Norðmenn og islenzk skóg- rækt stendur i mikilli þakkar- skuld við þá. Rannsóknarstöð Skóg- ræktar rikisins að Mógilsá er reist fyrir norskt fé. Arið 1961 fengum við að gjöf frá Norð- mönnum eina milljón norskra króna. Meginhluta þess fjár eba 800 þús. norskum krónum var varið til þess að koma upp MógiLsárstöðinni. Það sem þá var eftir, var lagt i sjóð i Noregi. í þeim sjóði eru nú um 330 þús. norskar krónur og það fé er notað til þess að efla skógræktarrannsóknir sem og til gagnkvæmra skóggræðslu- ferða Norðmanna og Islendinga. Ekki voru allir sammála um hvort rétt væri að koma rann- sóknarstöðinni á fót að Mógilsá. Forystumenn skóg- ræktarinnar töldu hins vegar, að heppilegt væri að hafa stöð- ina skammt frá Reykjavik, ekki sizt til þess að eiga hægan aðgang að Rannsóknastofnun landbúnaðarins að Keldna- holti. RANNSÓKNARSTÖÐIN AÐ MÓGILSÁ Grenistilkar eru iátnir ræta sig i sérstakri jarðvegsblöndu. Þannig má fjölga trjám af úrvalsstofnum. Timamvndir: G.E. Ef vel á til að takast um islenzka skógrækt er nauð- synlegt að styðjast við visindalegar tilraunir og að Mógilsá er unnið mikið og merkilegt starf á þvi sviði. Megintilraunirnar eru tvi- þættar. Annars vegar er unnið að þvi að kynbæta islenzka birkið og hins vegar að þvi að koma upp kvæmum eða afbrigðum barrviða, sem henta islenzkum aðstæðum. tslenzka birkið er mjög misjafnt að gæðum. Þegar menn námu land á tslandi var þeim viðar þörf til ýmissa nota eins og gefur að skilja og þá voru beztu trén höggvin fyrst. Þannig má búast við þvi að á nokkkrum kynslóðum hafi verið gengið mjög á þann hluta birkiskógarins, sem vænstur var, en minna hirt um hitt, sem lakara var. Af þessu leiddi úrkynjun skógarins, a.m.k. á þeim stöðum, þar sem komizt varð að honum með hægu móti. Til voru i landinu mismunandi stofnar birkis frá nátúrunnar hendi, sumir allt frá þvi fyrir isöld, en með þvi að jafnan var það tekið fyrst, sem vænst var, úrkynjaðist birkið mjög. Skógrækt rikisins hefur nú hafið ræktun úrvalsbirkis að Mógilsá. Það fer fram með þeim hætti, að teknir eru græðlingar þar á landinu, sem birkið er gróskumest, að Hallormsstað Bæjarstað og Vöglum og viðar, þeir fluttir til Mógilsár, þar sem þeir eru græddir á gamla rót. Að nokkrum árum liðnum er hin nýja planta frábær og þegar er sýnt, að með þessu móti má bæta mjög islenzka birkið á tiltölulega skömmum tima. Einhver helztu vandkvæðin, sem samfara eru rækt gagn- viðar á Islandi,eru þau, hversu erfitt er oft á tiðum að afla fræs frá stöðum, þar sem veðurfar er svipað þvi sem gerist hér. Þess vegna er mikilvægt að geta fjölgað þeim afbrigðum, sem þegar hafa sannað ágæti sitt við þau skilyrði, sem þeim eru búin á Islandi. Vorhretið 1963 lék sitkagrenið grátt, en ætla má að þau tré sem stóðust áfallið séu öðrum betur til ræktunar fallin hérlendis. Undanfarið hefur þess vegna verið unnið að þvi i rannsóknarstöðinni að Mó- gilsá að fjölga sitkagreni af slikum stofnum. Það er gert þannig,að teknir eru sprotar af greninu að vetrarlagi og þeim komið fyrir i gróðurhúsi. Þar eru þeir látnir ræta sig i blöndu af hvitmosa og vikri við 24 stiga hita og hátt raka- stig Þetta hefur tekizt með þeim ágætum, að nærfellt sjötiu af hverjum hundrað sprotum skjóta rótum á 2 mánuðum. Með þessu móti sparast mikill timi vib fræ- ræktina, og komið er á fót stofnum, sem hvað bezt þola umhleypingasama' islenzka veðráttu. —HHJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.