Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 36

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 36
TÍMINN Sunnudagur 7. október 1973. Spjallað við Guðborgu Þorsteinsdóttur, kennara Unga fólkið á - enda á það að hafa frumkvæði mest á hættu .... A FYRSTU áratugum þessarar aldar bjó i Gilsárteigi i Eiðaþing- há maður, sem Þorsteinn hét og var Jónsson, og hafði hann fæðzt og alizt upp á þeim bæ. Fyrir nokkru birtist mynd af honum hér i blaðinu, þar sem hann situr á hrossi heima við bæ sinn og virðist vera að leggja upp i ferðalag. Ekki vissum við þá, af hverjum myndin var, en vorum brátt leiddir i allan sannleikann um það. Þaö var dóttir Þorsteins, Guðborg Þorsteinsdóttir, kennari i Reykjavik, sem upplýsingarnar veitti, og fyrst við náðum tali af henni á annað borð, var tækifærið notað og hún spurð nokkurra spurninga. Það er bezt að byrja á byrjuninni og vikja að upphafinu. Frá Eiðaþinghá til Loð- mundarfjarðar. — Er Gilsárteigur nokkurs konar ættaróðal þitt, Guðborg? — Ekki veit ég hvort við eigum að nota svo hátiðlegt orð, en hitt er rétt, að bæði faðir minn og afi bjuggu þar. Þó bjó afi minn þar ekki allan sinn búskap. Hann fluttist að Seljamýri I Loð- mundarfirði og bjó þar með siðari konu sinni, Ragnheiði Sigur- björgu tsaksdóttur. Þau voru for- eldrar tsaks Jónssonar, skóla- stjóra tsaksskólans, sem margir kannast við. Og fleiri börn eign- uðust þau hjónin. — En faðir þinn? Bjó hann til dauöadags i Gilsárteigi? — Nei, ekki heldur. Fyrst fluttust foreldrar minir að Selja- mýri, þar sem faðir minn var i húsmennsku hjá Jóni hálfbróður slnum, sem þá var orðinn bóndi á Viðtal: VS. AAyndir: Gunnar Seljamýri. Siðan fluttust þeir bræðurnir með skyldulið sitt aö Selsstöðum i Seyðisfirði, og að lokum fluttust foreldrar mlnir inn I sjálfan kaupstaðinn og faðir minn vann við sjúkrahúsið þar seinustu árin sem hann lifði. — Fylgdist þú með þeim I þessum bústaðaskiptum? — Nei, ég var alveg farin að heiman, áður en þau fluttust að Seljamýri. Ég fór strax á ung- lingsárum að Eiðum, þar sem ég var fyrst i vinnu, en seinna stundaði ég nám i skólanum. Siðan fór ég hingað suður til Reykjavikur og settist i Kennara- skólann. Þá var ég tuttugu og eins árs. — Þú ert þá búin að kenna lengi? — Það er að visu orðið talsvert langt siðan ég byrjaði á þvi, en það slitnaði i sundur um árabil. Ég giftist og fluttist frá Reykja- vik austur i Hveragerði og bjó þar um árabil. Þann tima kenndi ég ekki neitt. Siðan varð ég ekkja. Þá fluttist ég aftur hingað til bæjarins, byrjaði að kenna á ný, og geri það enn. í nábýli við Eiðaskóla. — Snúum okkur andartak að búskapnum: Hafði faðir þinn stórt bú? — Ekki held ég að sé hægt að segja það. Kýr voru alltaf fáar, ekki nema rétt til heimilisnota. Ég veit ekki, hversu margt fé faðir minn átti, en ég hygg að það hafi verið fátt, að minnsta kosti ef miöað er við það sem nú gerist. Það var alltaf tvibýli I Gils- árteigi, og það voru sjaldan nein stórbú þar sem tvibýli var, ef jarðirnar voru ekki þvi stærri og kostameiri. A uppvaxtarárum minum var, eins og menn vita, rekinn mjög myndarlegur bændaskóli á Eiðum. Það var alltaf mikill sam- gangur við Eiða og kunnings- skapur á milli fólks. Ég held, að þetta hafi haft sin áhrif og orðið mönnum hvatning við búskapinn, jafnvel þeim, sem aldrei stund- uðu nám i sjálfum skólanum. Það er að minnsta kosti vist, að mjög snemma var farið að rækta kartöflur og rófur á bæjunum i kringum skólann, en ekki man ég eftir öðrum matjurtum, — að undan skildum blessuðum rabar- baranum, sem alls staðar var, okkur krökkunum til óblandinnar Þorsteinn Jónsson, bóndi i Gilsárteigi í Eiðaþinghá, situr hér á hryssu sinni, sem Skotta hét. (Hún var ineð ljós hár i tagli.) Mertryppi, dóttir Skottu, stcndur þarna við hlið móður sinnar. Þessi unghryssa varð siðar uppáhaldsrciðhross Þorsteins bónda. Hann kailaði hana Söðulkoilu. — Fremst á myndinni, viö afturfætur Skottu, liggur Sörli, hundur Þorsteins. — Myndin er tekin annað hvort áriö 1920 eða 1921. Þessar upplýsingar veitti okkur Guðborg Þorsteinsdóttir, dóttir Þorsteins frá Gilsárteigi, þess er myndin er af. Við þökkum Guðborgu fræðsluna, og birtum einnig viötal við hana, jafnframt hæjarins iGilsárteigbeinmitt á þeim árum, sem þessi gamla mynd var tekin. Framhliö bæjarins I Gilsárteigi á dögum Þorsteins Jónssonar. Þar var jafnan tvfbýli, og á búskaparár- um Þorsteins bjó á móti honum Þórarinn Benediktsson, sem kvæntur var önnu, systur Þorsteins. í frambænum, sem kallaöur var, og er til vinstri á myndinni, bjó Þorsteinn, en til hægri, I timburhúsinu og húsunum útfrá þvi, bjó Þórarinn. — Teikninguna gerði Höskuldur Björnsson, listmálari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.