Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 39

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 39
Sunnudagur 7. október 1973. TÍMINN 39 AAenn og flokksins sammála um það, að eftir ásiglingu Lincolns á Ægi væri ekki hægt að draga lengur aö taka ákvörðun um stjórnmálaslit og tilkynna Bretum þau. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins vildu hins vegar fresta ákvörðun um að til- kynna stjórnmálaslit og hefja óformlegar viðræðurá grundvelli bréfs, sem Heath hafði skrifað Olafi Jóhannessyni og ekki fól neitt nýtt i sér. Rikisstjórnin ákvað að ráði Ólafs Jóhannesson- ar að tilkynna stjórnmálaslitin, en láta þau ekki koma til fram- kvæmda fyrr en að nokkrum dög- um liðnum. Þá fyrst létu Bretar undan siga, þegar þeir sáu, að ekki var um nema tvennt að velja: Stjórnmálaslit eða brott- kvaðningu herskipanna. Það er nú ljóst orðið, að það var mikil gæfa, að ekki var farið að ráðum þeirra, sem vildu fresta tilkynningunni um stjórnmála- slit. Viðurkenna ber þá afstöðu Alþýðuflokksins, að hann stóð heill með stjórnarflokkunum i þessu máli. Þ.Þ. AAilljónatjón Þórarinsson, Kristján Benedikts- son, Alfreð Þorsteinsson, Sigur- jón Pétursson Adda Bára Sigfús- dóttir, Björgvin Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson. Tillagan: Vegna þeirra alvarlegu mis- taka, sem átt liafa sér stað við frainkvæmdir borgarinnar við verkamannabústaði i Breiðholti II, þar sem borgin hefur hafið byrjunarframkvæmdir án þess að gengið hafi verið frá samningum við landeigendur, leggur borgar- stjórnin mikla áherzlu á eftirfar- andi: Borgarstjóri skal, ásamt em- bættismönnum sinum, borgarlög- manni og skrifstofustjóra borgar- verkfræðings, yfirfara skipulags- uppdrætti áður en þeir eru sam- þykktir og ganga frá lagalegum rétti borgarinnar til landsins, áður en uppdrættir eru endan- lega samþykktir. Guðmundur var aðalflytjandi þessarar tillögu,og átti blaðið við hann stutt samtal, þar sem hann greindi frá viðhrofum slnum og flytjenda tillögunnar: Rætt við Guðmund G. Þórarinsson — Meginatriði þessa máls, sagði Guðmundur G. Þórarinsson, hlýtur að vera það, að það er fyrir neöan virðingu borgarinnar að ráðast i að brjóta niður girðingar manna og byrja i heimildarleysi framkvæmdir i annarra manna landi. Það eru til mörg dæmi um svipuð vinnubrögð hjá borginni, þvi miður. Ég minnist þess, þegar ég starfaði sem ungur verk- fræðingur hjá Reykjavikurborg, þá var ég sendur til að mæla fyrir vegi. Þá kom landeigandinn og veifaði barefli yfir höfði sér, og þessa sögu þekkja margir, sem unnið hafa svipuð störf fyrir borgina, að það er oft ráðizt á annarra manna lönd með fram- kvæmdir og það hlýtur að vera fyrir neðan virðingu Reykja- vfkurborgar að vinna svona. Svo K^£IBu3Sm \ V / hlýtur það að benda til litilla við- skiptaþekkingar, að byrja fram- kvæmdir og skipuleggja verðmæt ibúðahverfi á landi og svo, þegar of seint er að snúa við, að taka þá upp samninga. Þennan leik hefur borgin þvi niður leikið alltof lengi með ærnum kostnaði fyrir skatt- borgarana. Vissi borgarverk- fræðingur ekki um framkvæmdirnar? — Þá vil ég ekki láta hjá liða, að minnast ofurlitið á eitt atriði, að mjög mikil ringlureið virðist vera á skrifstofu borgarverkfræðings um þetta leyti. Ógerlegt er að fá upplýsingar fyrir borgarfulltrúa. Til dæmis sagði borgarverk- fræðingur mér, að framkvæmdir væru ekki hafnar i landi Fifu- hvamms, og verkið hefði ekki verið boðið út. Þegar ég, með liðsinni manna úr mælingadeild borgarinnar;fór ég uppeftir og lét setja út fyrir mig landamerkin, kom i ljós, að búið er að brjóta niður girðinguna þarna og fram- kvæmdir eru komnar inn fyrir landamerkin. Borgarstjóri virðist lika hafa fengið ófullnægjandi upplýsingar, þvi að hann vissi ekkibeturá fundinum á fimmtu- daginn, en að framkvæmdir væru ekki komnar i gang inn á landi Fifuhvamms. Milljóna tjón borgar- sjóðs — Hvað telur þú að borgin verði þarna fyrir miklu tjóni: — Um það er erfitt aö segja, en borgin er i mjög erfiðri aðstöðu. Búið er að verja milljónatugum i undirbúningsframkvæmdir, það er skipulag og holræsagerð. Það liggur þvi i augum uppi, að landið er orðið verðmætara nú, en þegar það var aðeins beitiland. Nú mun fara fram mat og annast það dómkvaddir matsmenn að venju, slðan er hægt að áfrýja til yfir- mats. Hvort hinir tilkvöddu mats- menn.meta þetta sem einbýlis- húsalóðir, eða eitthvað annað, skal ég ekki segja um. Alla vega er landið ekki lengur beitiland. Og þaö er borgarstjórnin, eða þeir, sem með völdin fara i borginni, sem hafa með mis- tökum sínum hækkað landið og margfaldað það i verði, með ó- afturkallanlegum framkvæmd- um og fyrirhuggjuleysi. -J.G. AAeiri.... hverfið og vatnsveitufram- kvæmdum yrði lokið á næsta ári. Neöra-Breiðholt hefði lágþrýsti- veitu og tvöfalt kerfi, tiltölulega öruggt, en Efra-Breiðholt væri hins vegar með háþrýstikerfi vegna hæðar. Það vatnskerfi væri algjörlega háð rafmagni og þvi yrði á næsta ári gerður vatns- geymir á Vatnsendahæð fyrir Breiðholt hið efra. Þá kvað hann rétt, að menn gerðu sér grein fyrir þvi, að ekki væri til fé til að hraða fram- kvæmdum. Það væri margt enn ógert i öðrum hverfum og ibúar Breiðholts yrðu að muna.að þeir væru hluti af stærri heild. Hann dró mjög i efa fullyrð- ingar flutningsmanns tillögunnar um hve langan tima það tæki að aka þessa leið i strætisvagni. Að lokum tók Alfreö Þorsteins- son aftur til máls, en tillögunni var siðan visað til borgarráðs. JG AAun vera mesta fjarstæða, þvi að garður- inn hér er langt frá sjó, eins og hver maður ætti að hafa séð og veitt athygli, sem einhvern tima hefur ekið um þjóðveginn hérna fyrir ofan túnið. Hitt er svo saga fyrir sig, hvers vegna sjónvarpið þurfti endilega að fara aö birta myndir af kirkjugarði, sem er svo illa á sig kominn, að beinin eru að fara i sjóinn, en þvi dettur ekki i hug að birta myndir af vel hirtum og fallegum kirkjugörðum. Ég vil i leiðinni koma þvi til fólks, sem á ættingja hér i garðin- um, að það er búið aö kortleggja garðinn og merkja leiði inn á kortið. Siðan verður gerð legstaðaskrá yfir öll leiði, sem þekkt eru og þekkjast kunna Það er mjög nauðsynlegt, að fólk komi þvi á framfæri við mig eða sóknarnefndina, ef það vill láta merkja leiði ættingja sinna hér i garðinum. Stefna okkar er sú, að elzti hluti garðsins verði innan fárra ára sléttaður. Þeir, sem vilja setja legsteina á leiði ást- vina sinna ættu þvi ekki að.láta það dragast úr hömlu. Þar ætti Brautryðjand- inn heima — Það kom fram i upphafi samtals okkar, að þeir prestar, sem hér hafa verið á undan þér, hafi átt hér langa setu. Hefur þig ekki dreymt fyrir þvi, að svo muni einnig verða með þig? — Nei ekki hefur mig dreymt neitt fyrir þvi. Hins vegar er ég búinn að festa allvel rætur hér. Við eigum fjögur börn, hjónin, og hér er alveg sérlega gott fyrir þau að vera. En ég veit ekkert og vil ekkert um það segja, hvort ég muni verða hér lengi enn, en vel má vera að svo fari. Þegar ég sagði það vini minum, Lofti Bjarnasyni, aö ég væri þriðji presturinn hér á þessari öld, fullyrti hann, að þeir yrðu ekki fleiri. Hann átti vist viö þaö, að hann ætlaði mér að vera hér allt til næstu aldamóta. Ég vil svo að lokum, um leið og ég þakka fyrir þetta viðtal, koma þvi á framfæri, að á næsta ári, eru þrjú hundruð ár liðin frá dauða séra Hallgrims Pétursson- ar. Dánardagur hans var 27. októ- ber. Vafalaust mun þjóðkirkjan minnast þess afmælis veglega, og viö hér i Saurbæ munum áreiðanlega reyna að láta ekki okkar hlut eftir llggja. Ég hef nú um nokkurra ára skeið átt mé þann draum, að sú kæmi tið, að hér i Saurbæ yrði gerðafsteypa af listaverki Einars Jónssonar, sem hann kallar Brautryðjandann. Þar sést röð kynslóöanna að baki sálma- skáldsins, sem liggur i kör sinni likþrár. Mig hefur dreymt um, að af- steypa þessa mikla listaverks kæmi á flötina hérna fyrir ofan kirkjuna. Ég minnist á þessa hug mynd i prédikun, sem ég flutti i Hallgrimskirkju i Reykjavik og birtist siðan i dagblaðinu Visi. Og ég vil heita á alla vini séra Hallgrims og Saurbæjar að hjálpa mér til þess að láta þennan draum verða að veruleika, ein- hvern tima á komandi árum. — VS. Auglýsíd i Timaniuti Kemur þú oft í bæinn? Vantar þig þá ekki bíl? BÍLALEIGAN GEYSIR BÝÐUR ÞÉR TOP-ÞJÓNUSTU: ★ Við erum staðsettir með söluskrifstofu í hjarta borgarinnar að Laugavegi 66 (bakdyramegin) ★ Við höfum þér til ánægju Pioneer útvarp með stereo cassettutæki í hverjum bíl ★ Við bjóðum þér að hafa bílinn til reiðu um leið og þú stígur út úr flugvélinni eða langferðabílnum 24460 K KALT BORÐ<^ & í HADEGINU % HÆG BtLASTÆEH LOFTLBÐIR m BLÓMASALUR * > BORÐAPANTANIR I SIMUM 22321 22322 BORÐUM HALDIÐ TIL KL 9. VÍKINGASALIJR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.