Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 8
TÍMINN
Sunnudagur 7. október 1973.
halda áfram að koma út i Eyja-
firði. Samstarfið er ágætt við
stjórnmálamennina. Þeir eru
lifandi i andanum og skemmtilegt
fólk. Blaðaútgáfan hefur hins
vegar verið ákaflega erfið. Upp-
haflega voru 4 vikublöð á Akur-
eyri: Dagur, Islendingur, Verka-
maðurinn og Alþýðumaðurinn.
Dagur er hins vegar eina blaðið,
sem komið hefur reglulega út.
tslendingur hefur ekkert komið á
þessu ári, Alþýðumaðurinn einu
sinni og átta blöð hafa komið af
Verkamanninum. Sem al-
mennum borgurum hlýtur okkur
að finnast þetta vera greinileg
afturför. Dagblöðin fyrir sunnan
geta ekki veitt almenningi nauð-
synlega þjónustu i hinum ýmsu
héruðum. Umræða hlýtur þvi að
verða minni um málefni lands-
byggðarinnar. Að visu eru
sunnanblöðin misjafnlega út-
breidd hér og sinna lands-
byggðinni mismikið, en fjörlegar
málefnalegar umræður i bæjar-
blöðum, eins og voru á Akureyri,
mega ekki falla niður.
Litilsháttar styrkur hefur verið
veittur til blaðarekstursins, en
hann er svo litilfjörlegur, að ekki
tekur þvi í rauninni að nefna
hann.
Gagnlaus styrkur
til blaðaútgáfu
Þannig fékk Dagur á Akureyri
40.000 krónu útgáfustyrk á siðasta
ári, en það nægir til að prenta
hálft upplag af blaðinu einu sinni,
og slikt gerir ekkert gagn. Með
batnandi samgöngum keppa
sunnanblöðin við heimablöðin og
hafa betur, enda stærri og glæsi-
legri.
— Heldurðu þá að dagar heima-
blaðanna séu taldir?
— Það vona ég ekki. Prent-
smiðja okkar hefur frá fyrstu tið
prentað svona blöð. Það kynni að
lita svo út, sem við værum að
syrgja blöðin fyrst og fremst sem
verkefni, en svo er nú ekki. Við
höfum endurnýjað vélakost
prentsmiðjunnar frá grunni. Við
höfum ærinn starfa i almennu
prentverki. Prentsmiðjur eru
ekki svo margar á Akureyri, og
við höfum næg viðskipti um
sjáanlega framtið án blaðanna.
—JG
Valný Eyjólfsdóttir i bókbandsstofunni. Þar binda þeir Skjaldborgarmcnn útgáfubækur sinar og margt
annað. cn mjög nauðsynlcgt cr fyrir prcntsmiðjur úti á landi að liafa cigið bókbandsverkstæði. Þórar-
inn Loftsson bókbindari vcitir bókbandinu forstöðu. cn þvi miður var hann ekki viðlátinn er okkur bar að
Birgir Styrmisson setjari við einu fyrirsagnavélina, sem til er utan
Kcykjavikur.
Haildór Jóhannesson prcntari við nýja Heidelberg litprentunarvél, sem gerbreytt hefur aðstöðu prent-
smiðjunnar þvi nú er hægt að taka fjölþættari verk til vinnslu i prentvcrki.
Jón Trausti við smáprent. Ærin verkefni eru i alls konar smáprenti hjá
prentsmiöjunum þrem á Akureyri. AIIs konar atvinnurekstur og
félagsmálastarfsemi á Akureyri krcfst þcss, að mikiö sé prentað i
Eyjafirði.
Illuti af starfsliði. Talið frá vinstri cru á myndinnkJón Trausti Daniclsson nemi, Birgir Styrmisson setjari. Vilhelm Jensen prcntari og Halldór
Hauksson nemi.
Þórarinn Loftsson bókbindari, og
með honum til aðstoðar þrjár
fastráðnar stúlkur og fleiri, þegar
annir eru mestar. Hjá fyrirtækinu
vinna 12 fastráðnir menn, en á
launaskrá voru um 20 á siðasta
starfsári.
Erfiðleikar hjá blaðaút-
gáfum
— prenta ólikar skoðanir
Eins og fram kom hér að framan,
þá prentum viö nú blöð fyrir ólik
stjórnmálaöfl. Vonandi verður
þaö svo i framtiðinni, að blöð