Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 7. október 1973. TÍMINN 19 Útgefan'di: Framsóknarflokkurinn Frainkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaöaprent h.f i - ..... ..........- Daufar undirtektir Á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn flutti Alfreð Þorsteinsson tillögu þess efnis, að Reykjavikurborg beitti sér fyrir þvi, að fram- kvæmdum á hennar vegum i Breiðholts- hverfum yrði hraðað, þar sem aðstreymi fólks i hverfin hefði orðið örara en ráðgert hafði verið. Nefndi Alfreð i þvi sambandi, að sér- staklega .væri aðkallandi að gera átak i skóla- málum hverfanna, að öðrum kosti myndi skapast algert ófremdarástand i þeim málum á næsta ári. Enn fremur nefndi hann, að nauðsynlegt væri að hraða framkvæmdum vegna félagslegra þarfa i Breiðholtshverfum, svo og þyrfti að vinda bráðan bug að þvi að koma samgöngumálum hverfanna i eðlilegt horf, og vitnaði i þvi sambandi til bréfs Fram- farafélags Breiðholtsbúa, þar sem þeir lýsa yfir, að þau mál séu i algeru lamasessi. Af undirtektum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að dæma, er vart við þvi að búast, að stuðningur komi úr þeirri átt við þessa tillögu. Taldi hann, að ibúar Breiðholts væru of kröfu- harðir, og tiundaði framkvæmdir borgarinnar i Breiðholtshverfum. Mátti helzt skilja á honum, að ibúar hverfisins mættu þakka fyrir, að búið væri að leggja vatn, rafmagn og hita i þetta nýjasta hverfi borgarinnar. Tvöfeldni íhaldsins Ekki leikur vafi á þvi, að eitt brýnasta verk- efni Reykjavikurborgar á næstu árum er að bæta úr þörf aldraðs fólks fyrir ibúðir og hjúkrunarheimili. Borgin getur ekki lengur treyst á, að aðrir leysi þetta verkefni fyrir hana i framtiðinni. Fram til þessa hefur hún skotið sér á bak við menn eins og Gisla Sigur- björnsson og sjómannasamtökin, en þessir tveir aðilar hafa bætt úr brýnustu þörfinni varðandi húsnæði fyrir aldrað fólk. Á siðasta fundi borgarstjórnar gagnrýndi Kristján Benediktsson, að önnur hæðin i Hjúkrunarheimili fyrir aldraða við Grensás- veg, samtals 30 rúm, hefur ekki verið tekin i notkun og staðið auð mánuðum saman. Af 72 rúmum hafa aðeins 30 verið tekin i notkun, en hluti húsnæðisins, eða sem svarar 12 sjúkra- rúmum, er nýttur fyrir skólahald. En á sama tima og ihaldið i borgarstjórn hefur ekki manndóm i sér til að koma i notkun nema annarri hæðinni i Hjúkrunarheimilinu, lætur það einn af borgarfulltrúum sinum flytja tillögu um, að á næstu árum verði allt að 10% af útsvarstekjum borgarinnar varið til bygginga i þágu aldraðra. Og á sama tima og nú eru fluttar hástemmdar og hjartnæmar ræður um nauðsyn þess, að gert verði átak i húsnæðis- málum aldraðra, liggur fjöldi tillagna frá borgarfulltrúum minnihlutaflokkanna um þetta efni óafgreiddur. Þessar tillögur hafa verið fluttar af og til á undanförnum árum, — en jafnan verið visað i ráð eða nefnd og ekki átt þaðan afturkvæmt. Þannig er ihaldið i framkvæmd. Þ.Þ. Erling Bjöl, Politiken: Draumóramenn felldu Allende Bandaríkjamenn ráða mestu um framvinduna Myncl jiessi var tckin, þcgar Allcnde tók við forsetaembættinu 3. nóv. 197«. A bak við hann stendur Eduardo Frei, fyrrv. forseti. MARGT má finna hinni föllnu stjórn Allende til for- áttu, en ekkert af þvi hrekkur þó til að réttlæta blóðþorsta og villimennsku þeirra, sem leik- iðhafa lausum hala i Chile sið- an herinn gerði byltinguna hinn 11. september. Efnahagsöngþveiti rikti i landinu og yfirvöldin liðu, að eignarréttur einstaklingsins væri virtur að vettugi. En meðan stjórn Allende sat að völdum i Chile var ekki beitt gerræðislegum fangelsunum, pólitiskum föngum misþyrmt, framkvæmdar fjöldaaftökur né útlegðardómar upp kveðnir i stórum stil, eins og nú eru fjölmörg dæmi um samkvæmt áreiðanlegum heimildum i Santiago. 1 CHILE var ekki lögreglu- riki meðan Allende sat að vöidum. Hitt var sanni nær, að lögreglan hefði sig of litið i frammi. Henni hætti til að horfa i aðra átt, þegar fasistisku ofbeldissamtökin Patria y Libertads gerðu árásir á fylgismenn Allendes eða frömdu hin tiðu skemmdarverk sin. Ritskoðun var ekki beitt né bókabrennum. Frelsi rikti i landinu og blöð voru þar frjálsari en nokkurs staöar annars staðar i Suður- Ameriku. Andstæðingar rikis- stjórnarinnar notfærðu sér rit- mál- og skoðanafrelsið enn dyggilegar i blöðum, útvarpi og sjónvarpi en stuðnings- menn rikisstjórnarinnar, eins og raunar vera ber um algert skoðanafrelsi. ÝMSUM þykir sem fram- vindan i Chile hafi fært þeim heim sanninn um, að „sósialisma verði ekki komið á án byltingar” og þeir hinir sömu vilja' nú sakfella Allende fyrir frelsið, sem landsmenn nutu meðan hann sat að völd- um. En ef framvindan i Chile sannar nokkuð, þá er það miklu fremur hið gagnstæða, — eða að sósialisma sé einmitt unnt að koma i framkvæmd eftir leiðum þingræðisins, en hóflaus byltingarrómantik geti eyðilagt framkvæmd hans. Stjórnarliðar þjóönýttu með löggjöf allar „mikilvægustu varnarhæðir athafnalifsins” eins og talsmenn Verk- amannaflokksins komust að orði. Þessi þjóðnýtingarlög voru samþykkt i þinginu með atfylgi flokks kristilegra demókrata. Þannig voru eirnámurnar þjóðnýttar, en þær voru i eigu útlendinga, og sama er að segja um risastór iðnfyrirtæki og banka. Með löggjöf var einnig tekið eignarnámi meira land en unnt var að afhenda fátækum bændum til nytja með viðhlit- andi og sómasamlegum undir- búningi. HINN 29. júni var gerð furðuleg byltingartilraun, þegar tiu skriðdrekar og 600 menn réðust gegn mannlausri forsetahöllinni. Eftir þessa byltingartilraun tóku vinstri- sinnaðir byltingarmenn fram- kvæmd sósialismans i sinar hendur. Þeir tóku án löggjafar og með valdi þúsundir smáfyrir- tækja, sem miðstéttarmenn i Chile áttu, og stofnuðu jafn- framt skæruliðasveitir byltingarmanna. Þegar þetta gerðist, fór samvinnan við flokk kristilegra demokrata út um þúfur, en þeir höfðu stutt Allende til valda árið 1970. Allende er nú einkum gefið að sök, að hann hafi vanrækt að veita alþýðunni vopnavald. En hann, „var andstæður borgarastyrjöld”, — segir Regis Debray, og hann var öllum hnútum kunnugur — „af þvi að hann var fyrirfram sannfærður um ósigur sinna manna. Hann vildi ekki bera ábyrgð á þvi, að þúsundir manna fórnuðu lifi sinu til einskis”. STUNGIÐ var upp á þvi við Allende,að hann vopnaði fjöld- ann, en hann svaraði: „Hvað þarf þá mikinn fjölda til þess. að stöðva einn skrið- dreka?” Allende hafði komizt að raun um það i Braziliu árið 1964, Indónesiu árið 1965 og Grikklandi árið 1967, hve litils „fjöldinn” má sin gegn skipu- legum og vigvæddum her. Veruleg hervæðing byltingar- sinna hefði ekki orðið til ann- ars en að flýta stjórnar- byltingunni. Forsetinn vissi mætavel, að heróp byltingarsinnaðra vinstrimanna i Chile „All- ende, Allende, e! pueblo te defiende” var innihaldslaus rómantik og herganga byltingarsinnaðra vinstrihópa með stálhjálma og fána i mis- munandi litum eftir þvi, hvort þeir tilheyrðu sósialistaflokki hans, MIR, eða vinstrisam- tökum kaþólskra manna MAPU og Izquierde Christi- ana, gat aldrei orðið annað en skrautsýning. Sú skrautsýning gat aldrei haft önnur áhrif en að egna aðra og skaut engum skelk i bringu. ABYRGÐIN á þvi, að tilraun Allendes fór út um þúf- ur, hvilir á herðum þessara byltingarsinnuðu draumóra- manna. En nú verða þeir að gjalda glöp sin miklu hærra verði en sanngjarnt getur tal- izt. Hinar villimannlegu ofsóknir nýju stjórnarnefnd- anna bitna fyrst og fremst á þeim. Þeir eru ekki neinir glæpa- menn. En jafnvel þó að svo værbættu þeir kröfu á hefð- bundinni réttarvernd meðan málsrannsókn færi fram ef Chile væri enn réttarriki, eins og þaö hefur jafnan verið. Þetta eru ekkert annað en draumóramenn, sem goðsögn byltingarinnar hefir leitt á villigötur, en sú goðsögn varð til við inngöngu Fidels Castro inn i Havanna. En honum láð- ist að tiunda það, að sigur hans stafaði meðal annars af þvi, að Bandarikjamenn höfðu sex mánuðum áður hætt að senda Batista vopn. ÞAÐ er að sjálfsögðu skylda okkar að reyna að hjálpa þess- um afvegaleiddu draumóra- mönnum. Við höfum þegar tilkynnt, að við munum taka á móti þeim, sem sæta ofsókn- um af stjórnmálaástæðum. Við getum einnig heitið þvi, að borga út lánsféð, sem við höfð- um áður lofað Chile, undir eins og þar er komið á réttarriki að nýju. Við getum stuölað að þvi, að Efnahagsbandalagið beiti efnahagslegum refsiaðgerð- um gegn hershöfðingjastjórn- inni og farið fram á, eins og K.B. Andersen hefir vonandi þegar gert, að Bandarikja- menn beiti þvi áhrifavaldi, sem þeim er tiltækt i Santiago. Bandarikin eru það vald, sem langmestar likur eru á að valdhafarnir i Chile ljái eyru, og i þessu sambandi kemur ekki málinu við, hvort Bandarikjamenn eru álitnir meðsekir eða ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.