Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 7. október 1973. SKOGRÆKT SKORRADAL V * 'V o Eístibær vV Yfirlitskort yfir Skorradal. OKKUR íslendingum er gjarnt að ætla, að náttúra islands sé óspillt- ari náttúru annarra landa og stæruin okkur ósjaldan af þvi i viðtali við útlendinga. Hætt er þó viði að þeir menn útlendir, sem einhverja kunnáttu liafa í því efni brosi í kampinn, þegar við höfum orð á sliku, þvf að sannleikurinn er allur annar og ömur- legri.Fáum löndum hefur verið spillt jafn geigvænlega og islandi og svo illa er landið leikið eftir 1100 ára búsetu, að tæpast munu nærlendis nokkur dæmi jafn hroðalegrar eyðingar gróöur- lendis og jarðvegs og hvarvetna blasa viðaugum hér l*aö er varla fyrr en komið er suður til Miöjarðarhafslanda, að getur að Ifta jafn uggvænlega landeyðingu og hina islenzku. Rányrkja Orsakir gróðureyðingar eru margvislegar og sumar eru þess eölis, að lítt eða ekki verður við ráöið. Þannig fáum við vart eða ekki að gert þeirri landeyðingu sem hlýzt af sjálfu náttúrufari landsins, veðráttu og eldsum- brotum. En þótt stórfelld gróöur- eyðing hafi hlotizt af þessum orsökum, er hin þó miklu mest, sem hlotizt hefur af rányrkju okkar á liðnum öldum. En orðinn hlutur verður ekki bættur, hversu fegnir sem við vildum, enda tæp- lega við forvera okkar I landinu að sakast, þvi að þeir vissu ekki hvað þeir gerðu, auk þess sem oft mátti ekki miklu muna að þeir skrimtu og þá leiða menn sjaldn- ast hugann að öðru en stundar- þörf. Kynnisför i Skorradal Hitt er harkalegar að enn skuli ekki allir hafa á þvi fullan skiln- ing, hverja nauðsyn ber til þess að hefta landeyðinguna og rækta á nýjan leik það sem glatazt hefur. 1 hópi þeirra, sem skilja hversu mikið er i húfi, eru skóg- ræktarmenn. A sumri komanda eru 75 ár liðin siðan hófst skógrækt á tslandi. Af þvi tilefni efndi Skógrækt rikisins síðstliðinn mánudag til kynnisferðar fréttamanna um skóglendið i Skorradal. Þar er nú ræktaður skógur á landi Stálp- astaða, Hvamms, Bakkakots, hluta af landi Indriöastaða og Stóru-Drageyrar, og á landi Sarps og hálfri landareign Efsta- bæjar. Með fréttamönnum i förinni voru þeir Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Kristinn Skæringsson og Þórarinn Benedikz, báðir skógfræðingar, sem starfa hjá Skógrækt riksins. Ferðaveðrið var i lakara lagi, dumbungur og rigning með köflum, en skógræktarstjóri hug- hreysti menn með þvi, að rifja upp orð Brynjólfs frá Minna- Núpi, sem ætið sagðist vera veðurheppinn á ferðum sinum, af þvi hann gætti þess að fara ekki að heiman nema illa viðraði og með þvi að hafa þann hátt á, hittist ofast svo á, að veðrið skánaði, þegar á leið ferðina. Ekki varð okkur-að þessu, en það kom þó ekki að sök, þvi að i aðra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.