Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 37

Tíminn - 07.10.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur 7. október 1973. TÍMINN 37 Bókaskápurinn. klukkan og myndin af æskuheimili Guöborgar — allt fer þetta vel saman, enda er þvi smekkiega fyrir komiö. ánægju. Og blóm voru meira að segja ræktuð i garðinum okkar. Ég man vel, þegar farið var að slétta túnið heima, en hvort þar hefur verið um bein áhrif frá bændaskólanum á Eiðum að ræða, þori ég ekkert að fullyrða um. Þó er það engan veginn ólik- legt. — Þú hefur alizt upp við hús- lestra og kvöldvökur? — Kvöldvökur að minnsta kosti. Það var alltaf lesið upphátt á kvöldum, venjulega einhverjar skemmtilegar sögur, en húslestur var ekki lesinn nema á hátiðum. — Var ekki heimilisiðnaður stundaður? — Jú, það var alltaf unnið að tó- skap, bæði af körlum og konum. Ég man að faðir minn óf alla vetur eða flesta, en ekki var það alltaf allt úr islenzkri ull. Þá var farið að kaupa tvist og ofið úr honum i og með. Mér þótti ákaf- lega gaman að sjá, þegar pabbi var að vera i jólakjólana okkar, stelpnanna, en auk hinna betri klæða, voru ofin vinnuföt, rúmföt og nærföt — yfirleitt flest, sem nota þurfti heima fyrir. Vefstóll var hafður uppi flesta vetur, og yfirleitt voru það eingöngu karl- menn sem ófu. Það var ekki talið kvennaverk, enda er það oft erfitt. Það var ekki fyrr en seinna, þegar farið var að vefa alls konar skrautvefnað, sem konur fóru að taka þátt i þessari iðju. Hjá okkur komst ekki sú tizka á, fyrr en Sigrún Blöndal fór að kenna vefnað á Eiðum. Eins og menn vita, þá kenndu þau hjónin á Eiðum áður en þau stofnuðu sinn eigin skóla, fyrst i Mjóanesi en siðar á Hallormsstað. ,,Segi ekkert um það”. — Nú ert þú sjálf kennari. Hvað ■ finnst þér um lengingu skóla- skyldunnar? — Ég veit ekki. Timarnir eru breyttir. Það er miklu meira heimtaðaf unglingum nú en áður, hvað lærdóm snertir. Hann var ekki langur hjá okkur, barna- skólinn, enda verður það að segjast, að við vorum ekki vel undir búin, þegar við komum i aðra skóla. Það ástand mátti sannarlega breytast, enda hefur það auðvitað gert það. — Finnst þér þetta ekki vera að verða nokkuð viðamikið hjá okkur? — Ég er orðin of gömul til þess að fullyrða nokkuð um það. Það er unga fólkið, sem þar á að hafa frumkvæði, enda á það mest i húfi, hversu til tekst. — Segðu mér þá annað: Hefur þér þótt gaman að kenna? — Já, sannarlega. Ég byrjaði á þvi að kenna við Heyrnleys- ingjaskólann og kenndi þar i fjórtán ár. Þegar ég svo hóf aftur kennslu, eftir það hlé, sem ég gat um fyrr i þessu spjalli, þá var ég beðin að taka að mér talkennslu, af þvi að ég hafði áður kennt heyrnleysingjum. En einmitt um það leyti sem ég hóf störf á ný, var verið að byrja á að hjálpa sérstaklega þeim börnum, sem áttu við talgalla að striða. — Hvort hefur þér fundizt ... já, ég vil ekki segja ánægjulegra, segjum heldur, hvort hefur höfðað sterkara til þin að kenna börnum með skerta heyrn eða gallað mál? — Ég veit ekki. Mér fannst mjög ánægjulegt að kenna við Heyrnleysingjaskólann. Maður kynnist mörgu og leiddi hugann að ýmsu sem manni hafði aldrei svo mikið sem hvarflað i hug áður. Nú stunda ég eingöngu tal- æfingar með börnum. Ég geng i skólana og hjálpa þeim börnum, sem eiga i einhverjum erfið- leikum með málfarið. Þau koma til min á vissum timum, en eru annars í sinum skólum, hvert á stnum stað. — Og þú kannt þessu starfi vel? — Já, mér lfkar það ágætlega. — Hvað um árangurinn? — Hann er auðvitað mjög mis- jafn, það liggur i hlutarins eðli, en sem betur fer hefur maður oft getað lagað það, sem ábótavant var. —VS. CENYC lýsir öfl ugum stuðningi við íslendinga DAGANA 1.-2. október 1973 var haldinn i Róm framkvæmdaráös- fundur EvróDusamtaka æsk- unnar (CENYC), en i þeim eru nú æskulýðssamtök 15 landa i Vestur- og Mið-Evrópu. Sendi- hnefnd brezka æskulýðsráösins flutti ályktunartillögu um land- helgismálið á fundinum, með stuðningi fulltrúa utanrikis- nefndar. Æskulýðssambands tslands. Alyktunin, sem var sam- þykkt mótatkvæöalaust, hljóöar svo I þýöingu: ,,Um leið og CENYC lýsir öflugum stuðningi við islenzku þjóðina i baráttu hennar gegn Bretlandi og fordæmir ofbeldi brezka flotans, krefjast samtökin þess, að hann haldi strax burt af Islenzku hafsvæði og að 50 mflna fiskveiðilögsaga Islands verði viðurkennd þegar i stað”. Frá utanrikisnefnd Æskulýðs- sambands Islands. Gamlar Arátta manna til fölsunar kemur viða fram. Meistari Jón Vidalin talar um að lalsa guðs steðja og setja hans mynd og yfirskrift á svikinn málm. - Fyrirbærið er alþekkt, þótt það hafi jafnan notið heldur litillar virðingar. Þvierá þetta minnzt hér, að nú birtum við myndir frá Jóni Halldórssyni, sem bera greinilega svip fölsunar, að minnstakosti ein.ef ekki tvær. Onnur myndin heitir Zeppelin greifi yfir Reykjavik, og sýnir loftlar á l lugi yfir bænum. En er ekki helzl til higt l'logið? Og hvað um næstu mynd af Revkjavik? Þar eru allir veg- larandur á sömu stöðum og i sömu stellinum og á lol'tlars- myndinni. Þaðskyldi þó aldrei vera, að flugvélin hali verið klippt úl og henni bætt inn á alþekkta mynd af Keykjavik? Sá, sem kortið (það hið fals- aða), gaf út, helúr ekki heldur lagt út i að segja til nalns sins. Altan a kortinu stendur aðeins „Einkarjettur", en ekki orð um, liver einkaréttinn eigi - og það er óneitanlega. nokkur galli Þiiigvallamynd, ra'kilega stillæi'ð al' liöfimdi siniim, ef iiiin er þá ekki eingöngu til orðin i liuga lians, án teljandi sam bands við veruleikanii. Mynd al Keykjavík, sem áreiðanlega er ekki liilsuð Zeppelin greifi yfir Iteykjavík. Dálitið verður þessi m in liefur verið athuguð. ynd tortryggileg, þegar Reykjavlkurmynd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.