Tíminn - 21.10.1973, Qupperneq 19
Sunnudagur 21. október 1973.
TÍMINN
19
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Fra-mkvæmdastjóri: Kristinn Kinnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón He^gason, Tómas Karlsson,
AuglýsingasTíjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
•stofur I Áðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusími ÍS323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,-
i iausasölu 22 kr. eintakiö.
Blaöaprent h.f.
Samstillt átök í
efnahagsmálum
í stefnuræðunni, sem ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra flutti á Alþingi siðastl.
fimmtudag, vék hann nokkuð að efnahagsmál-
unum. Honum fórust m.a. orð á þessa leið:
,,Þótt horfur um afkomu sjávarútvegs og
greiðslujöfnuð þjóðarbúsins séu allgóðar fyrir
næstu mánuði, getur hin öra verðbólguþróun
innanlands á siðustu mánuðum stefnt hvoru
tveggja i hættu, þegar fram i sækir, greiðslu-
jöfnuði og samkeppnisstöðu útflutnings og ann-
arra greina, sem mæta erlendri samkeppni.
Þrálát verðbólguþróun hér á landi siðustu 35
árin sýnir glöggt, hve erfiðlega hefur gengið að
hafa i senn hemil á verðbólgunni og tryggja
stöðuga framleiðslu og atvinnu.
Árangursrikt andóf gegn verðbólgu hlýtur að
byggjast á samstilltu átaki á sviði launa- og
verðlagsmála, fjármála rikisins og annarra
opinberra aðila og gengis-, peninga- og lána-
mála. Rikisstjórnin mun eftir þvi sem i hennar
valdi stendur stuðla að sliku samstilltu átaki.
Hinir almennu kjarasamningar, sem standa
fyrir dyrum i haust, bæði milli ASÍ og vinnu-
veitenda og BSRB, BHM og rikisins, ráða
miklu um það, hvernig til tekst i þessum efnum
á árinu 1974.
Hin öra aukning kaupmáttar tekna almenn-
ings siðastliðin þrjú ár ætti að vera góð undir-
staða skynsamlegrar hófstillingar við gerð
hinna almennu kjarasamninga, sem nú standa
fyrir dyrum. Afstaða rikisvaldsins i kjara-,
samningum við BSRB og BHM mun að sjálf-
sögðu einnig mótast af þessum viðhorfum.
Vonandi tekst einnig að ná samkomulagi um
endurskoðun á núgildandi fyrirkomulagi visi-
tölubindingar kaupgjalds, sem i senn takmark-
ar svigrúm stjórnvalda til hagstjórnar og veld-
ur á margan hátt óeðlilegri mismunun.
Visitölubindinguna má þó auðvitað ekki skoða
einangraða út af fyrir sig, heldur sem hluta af
aðferðinni við kaupgjaldsákvarðanir i heild.
Þegar vel er skoðað, er ákvörðun launa eitt
mikilvægasta stjórntækihagkerfisins. Mikið er
þvi i húfi, að vel sé á þessu valdi haldið af
handhöfum þess. Samtökum verkalýðs og
vinnuveitenda.
Rikisstjórnin mun á næstunni fyrir sitt leyti
gera allt það, er i hennar valdi stendur til að
hamla gegn hættulegri verðbólguþróun og
stuðla að varnalegra jafnvægi i þjóðar-
búskapnum. Það telur hún sitt höfuð verkefni.
Það má þvi vei vera að fara verði eitthvað
hægar i framkvæmdum á næsta ári en þessu,
bæði hjá hinu opinbera og af hálfu einkaaðila.
Sliks getur verið þörf til að draga úr of mikilli
þenslu og eins vegna rikisfjármála”.
Vissulega er mikilvægt, að þjóðin gefi þess-
um varnaðarorðum forsætisráðherrans fyllsta
gaum. Þvi aðeins tekst að tryggja hérblómlegt
atvinnulif og batnandi lifskjör, að hægt sé að ná
nægilegu taumhaldi á verðbólgunni. Þar þurfa
samtök vinnumarkaðarins og rikisvaldið að
leggjast á eitt.
Sá vandi, sem hér er glimt við, er miklu
meiri nú en venjulega, sökum hinna miklu
verðhækkanna á aðfluttum neyzluvörum, sem
enn er ekki séð fyrir endann á. Við þetta hafa
svo bætzt óhagstæðar gengisbreytingar erlend-
is. — Þ.Þ.
Helge Christophersen, Notionen, Osló:
Bandarísku risabúin
kúga verkafólk sitt
Auðmenn græða offjór á ódýru vinnuafli
LANDBÚNAÐUR i Banda-
rikjunum er svo stór i sniðum,
að samanburður á honum og
norskum landbúnaði kemur
naumast til álita. Skilyrði til
landbúnaðar eru alveg frábær
viða i Bandarikjunum, en hér i
Noregi er loftslag óhagstætt
og landslagið óþægilega hæð-
ótt. Margir vorkenna norskum
bændum, og ekki að ástæðu-
lausu.
Landbúnaður er hins vegar
langstærsti og fjársterkasti
atvinnuvegurinn i Bandarikj-
unum. Hagnaður af jarðrækt i
_ Kaliforniu einni er um fimm
milljarðar dollara á ári. Varla
er viðeigandi að nefna
„bændur” i þessu sambandi,
heldur stórrekstur eða risa-
fyrirtæki.
Sjö af hundraði „bænda” i
Kaliforniu ráða yfir fjórum
fimmtu hlutum ræktarlands-
ins, og 2,4 af hundraði hafa á
sinum snærum um þrjá
fimmtu vinnuaflsins.
GEFA má nokkra hugmynd
um stórreksturinn með þvi að
taka sem dæmi einn „bænd-
anna”, sem þó er siöur en svo
einstakur i sinni röð. Hann
heitir Robert A. Magowan og
er forstjóri J. G. Boswell bús-
ins i Bandarikjunum og
Astraliu. Auk þess er hann
forstjóri stórfyrirtækja eins og
Caterpillar Tractor, Band
of California, Tetra-
board Corp., og járnbraut-
arfélagsins Southern Pacific
Co„ Hann er einnig forstjóri
Foundation for American
Agriculture, en Merill L.
Magowan, sonur hans, er sölu-
stjóri hjá Merill Lynch,
Pierce, Fenner & Smith. Báðir
eru þeir feðgar i stjórn
Safeway, sem er næststærsta
stórverzlanasamsteypa i
heimi, og Magowan eldri er
formaður stjórnarinnar.
Stórreksturinn ýtir
smábændunum til hliðar, og
eru þar að verki bæði oliufélög
bankar og aðrir fjársterkir
aðilar. Norskættaðir Banda-
rikjamenn i mið-vestur fylkj-
unum hafa til þessa fengið að
vera i friði að mestu.
Framvindan i Kaliforniu hefir
þó vakið nokkurn ugg meðal
bænda hvarvetna i Bandarikj-
unum. Landbúnaðarverka-
menríirnir. sem ekkert eiga en
vinna á búgöröunum, bera
einnig ugg i brjósti. Stjórnend-
ur stórrekstrarins stefna ein-
mitt að þvi að græða offjár á
ódýru vinnuafli og hafa oft
þúsundir manna i vinnu.
Landbúnaðarverkamennirnir
eru vinnusömustu og arð-
rændustu verkamenn i Banda-
rikjunum, og þeir eru yfir
þrjár milljónir.
RALPH Nader, hinn at-
hafnasami baráttumaður
neytenda i Bandarikjunum,
hefir varið miklum tima i að
kanna landbúnaðarmálin i
Kaliforniu og ritað 900 blað-
siöna bók um þá athugun. Þar
segir hann meðal annars:
„Stjórnendur stórrekstrar i
landbúnaði i Kaliforniu hafa
mútað, hrætt eða gert sam-
seka helztu embættismenn
fylkisins og sveitarstjórna, og
hafa á þann hátt á valdi sinu
einmitt þá menn, sem eiga i
raun og veru að halda um
stjórnartaumana. Samsekt
stórrekstrar i landbúnaði og
stjórnmálaforingja i Kali-
forniu hefir komið á eins kon-
ar öfugum sósialisma, þar
sem framleiðslutækin ráða yf-
ir rikinu en rikið ekki fram-
leiðslutækjunum.”
Stórreksturinn er orðinn svo
máttugur, að hann fær millj-
Ralph Nadcr
arða dollara i styrki ár hvert.
J. G. Boswell fékk 21,4 millj-
ónir dollara i styrki á fjórum
árum, og fær auk þess meiri
styrki i Astraliu en nokkur
annar aðili. Mikið af þessu
rennur til kosningabaráttu
stjórnmála- og embættis-
manna.
STÓRREKSTURINN hefir
varið svimandi fjárhæðum til
stuðnings Nixon forseta, auk
þess sem variö hefir verið til
þess að reyna að koma Cesar
Chavez á kné, en hann er af
mexikönsku bergi bortinn,
vann fyrum á vfnekrum, en er
nú leiðtogi landbúnaðarverka-
manna.
Landbúnaöarverkamenn-
irnir eru yfirleitt blakkir á
hörund, flestir „brúnir” og
ættaðir frá Mexikó. Þeir eru
þó engu síöur Bandaríkja-
menn en aðrir þegnar.
Chavez, sem er talinn einn af
helztu arftökum Martin Luth-
er Kings, stofnaöi samtök
landbúnaðarverkamanna og
veitir þeim forustu, en þau eru
i launþegasamböndum
Bandarikjanna.
LANDBÚNAÐARVERKA-
MENNIRNIR eru þrælar nú-
timans og vegna litlu betur en
forfeðrum þeirra á plant-
ekrunum. Samkvæmt opin-
berum skýrslum er fjóröungur
þessara verkamanna undir 16
ára aldri, og nálega áttundi
hlutinn börn á aldrinum 11-13
ára. Sú nefnd öldungadeildar
Bandarikjaþings, sem hefir
kynnt sér þessi mál, segir i
skýrslu sinni:
„Langalgengasta ástæða
þess, að svo ung börn vinna
þessi störf, er að fyrirvinna
fjölskyldunnar hefir lægri
laun en svo, að þau hrökkvi
fyrir lágmarksþörfum. Börn,
sem stunda jafnerfiða vinnu,
eru vannærö og ná aldrei full-
um þroska. Þar að auki búa
þau við viövarandi þreytu,
sem lamar mótstöðuafl þeirra
gegn sjúkdómum”.
Þúsundir barna geta ekki
stundað skóla vegna þess, að
þau verða að meta meira að
draga fram lifið. Tekjur
landbúnaðarverkamannanna
eru langt neðan við svonefnd
fátæktarmörk. Kálhöfuð sem
norskir neytendur verða að
greiða með átta krónum
norskum, gefur landbúnaðar-
verkamönnunum aðeins örfáa
aura i aðra hönd.-
Framleiðendurnir græða hins
vegar stórfé.
ENGIR bandariskir þegnar
búa við jafnléleg húsakynni og
landbúnaðarverkamennirnir.
Ungbarnadauöi hjá þeim er
125% yfir meðaltalinu i
Bandarikjunum, dauðsföll i
vinnuslysum eru þrisvar
sinnum tiðari en meðaltal i
opinberum skýrslum, og
svipað má segja um sjúk
dómstilfelli. Meðalaldur
landbúnaðarverkamanna er
aðeins 49 ár.
Stjórnendur stórrekstrar i
landbúnaöiog fyrrverandi
þrælahaldarar hafa séð svo
um, að landbúnaðar-
verkamenn njóta að litlu leyti
verndar bandariskra laga um
samtakarétt eða vinnuað-
búnað. Oldungadeildarnefndin
segir landbúnaðrverkamenn
„tiðast útilokaða frá hefð-
bundnum réttindum vinnandi
manna i Bandarikjunum og
fylkjunum,eða njóta þeirra að
litu leyti i bezta falli. Nefna
má i þessu sambandi rétt til
atvinnuleysistrygginga,
vinnuslysatrygginga, hvers
konar velferðarstyrkja,
lágmarkslauna og verndar
, gegn barnaþrælkun”. John
Steinbeck hefir lýst kjörum
landbúnaðarverkamannanna i
mörgum bóka sinna, til dæmis
Þrúgum reiðinnar.
ÞEGAR landbúnaðarverka-
menn gera verkfall, flytja
stjórnendur . stórrekstrarins
ólöglega verkamenn frá
Mexikó I þúsundatali, en þar
rikir neyð og atvinnuleysi.
Fæstum er kunnugt, þegar
þeir eru ginntir yfir landa-
mærin, að þeir eigi að gerast
verkfallsbrjótar. Þegar
verkamennirnir efna til mót-
mæla, koma þeir Richard
Nixon forseti og Ronald Regan
fylkisstjóri i Kaliforniu fram I
sjónvarpi og eta þar verkfalls-
vinber til þess að auglýsa
fyrirtækin, sem neita að með-
höndla starfsfólk sitt sem
menn.
Stórreksturinn hefir einnig
Framhald á bls. 39.