Tíminn - 21.10.1973, Page 20

Tíminn - 21.10.1973, Page 20
20 TÍMINN Sunnudagur 21. október 1973. Sunnudagur 21. október 1973. TÍMINN 21 Þaö er oft talað um skógrækt á landi hér og sýnist þar sitt hverj- um eins og oft vill verða. Okkur, Islendingum er víst annað betur gefið en að vera alveg sammála um hlutina. Sá, sem hér pikkar á ritvél, hefuraldreiætlaðaðblanda sér á peinn-hátt inn i þær deilur. Og þvi er það, að þegar formaður Skóg- ræktarfélags íslands, Jónas Jóns- son, er hingað til min kominn, áetla ég að byrja áósköp hlutlausri spurningu, sem þó er jafnframt persónuleg: Ólst upp við skógarnytj- ar — Hvernig stóð á þvi, að þú fékkst þennan áhuga á skógrækt, Jónas? — Þvi er auðvelt að svara. Til þess lágu tvær ástæður, sem ég vil tilgreina. Skógræktaráhugann fékk ég mjög snemma á ævinni, og ég hef þekkt skógrækt næstum frá þvi að ég fyrst man eftir mér. Ég ólst upp við skóg og skógar- nytjar. 1 landi Yztafells, þar sem ég fæddist og ólst upp, er góður birkiskógur, sem Fellsskógur nefnist. Þessi skógur var höggv- inn á hverjum vetri til mismun- andi nytja, eldiviðar, girðingar- staura og einnig til raftviðar, áð- ur fyrr. Meira að segja lika stundum til smiðaviðar. A upp- vaxtarárum minum var það gild- ur þáttur i lifinu heima að „fara i skóg” á veturna, höggva og koma skógviði heim. Við þetta ólst ég sem sagt upp. Sumir sögðu, að við gerðum ekki annað en aö höggva skóginn og að við það myndi hann hverfa. Þetta reyndist þó ekki svo, þvi að skógarhögginu var þannig hagað, að það bætti skóg- inn, en spillti honum ekki. Seinna fengum við svo áhuga á þvi að rækta skóg heima við bæinn og unnum að þvi. Hin ástæðan fyrir þvi, að ég hef áhuga á skógrækt, — og að sá áhugi fer vaxandi — er sú, að ég lærði um ræktun. Nám mitt var jarðræktarfræði. Ég lit þvi svo á, að öll ræktun sé sama eðlis. Það getur vitanlega farið eftir atvik- um, hvað við ræktum á hverjum stað og hverjum tima, en mér finnst, að þeir, sem á annað borð unna ræktun og skynja lögmál hennar og þýðingu fyrir velferð mannsins og landsins — ættu ekki að deila um það, hvort ein tegund ræktunar sé i eðli sinu annarri betri. Það eru, að minnsta kosti á yfirborð- inu, deildar meiningar um það, hvort við eigum að leggja meiri áherzlu á þessa tegund ræktunar en aðra. Sumir telja grasræktina eina þess verðuga, að við hana sé fengizt, en aðrir halda skógrækt- inni fram. Þetta finnst mér ekki vera rétt. — Þú átt við, að þetta eigi að haldast i hendur? — Já, eftir þvi sem aðstæður Jónas Jónsson, formaður Skóg- ræktarfclags islands. okkar leyfa. Auðvitað vita það allir, að við lifum hér á landi að miklu meira leyti á grasrækt heldur en skógrækt, þótt hún að visu hafi gefið okkur dálitið i aðra hönd. Skógrækt hefur sérstöðu umfram aðra ræktun, sem kemur meðal annars fram i þvi, að skógurinn hefur mikil og varna- leg áhrif á umhverfið. Og þessi áhrif eru þess eðlis, að þau fara vaxandi eftir þvi sem skógurinn eflist og vex. Hins vegar er skóg- urinn lengi að vaxa. Hann má þvi heita nokkurs konar framtiðar- fjárfesting. Og við eigum ekki að tala um annað hvort skógrækt cða grasrækt, af þvi að við hljótum að vinna að skógræktinni samhliða grasræktinni, eða landgræðsl- unni, eins og við köllum það nú. Skógrækt og veðurfar — Er hægt að rækta skóg alls staðar á tslandi? — Það getur verið, að alls staðar væri hægt að rækta ein- hver tré og einhvers konar skóg, en það þýðir ekki að ætla að rækta það, sem við köllum nytjaskóg hvar sem er á landinu, og skilyrði til skógræktar eru ákaflega mismunandi. En við verðum að gá að þvi, að á stöðum, þar sem harðviðri eru tið og vindar gnauða, þar eru menn fegnir jafnvel hinu veðurbarðasta kjarri, sem upp getur vaxið. Og sannleikurinn er sá, að við eigum ákaflega harðgert birki, sem gæti sjálfsagt vaxið á þessum veðurhörðu stöðum, en að sjálf- sögðu yrði það ekki nytjaskógur i venjulegri merkingu. Nú er svo komið, að við vitum allmikið um skógræktarskilyrðin á landinu. Þessa vitneskju höfum við fengið með reynslunni og svo i gegnum veðurfarsskýrslur. Það hefur talsvert verið að þvi unnið að bera þetta saman, enda er það mikil nauðsyn, þvi að skógrækt er mikið langtima verk, og seinlegt getur orðið að biða eftir árangri. Það er þvi mjög mikilvægt að geta borið saman annars vegar þann árangur, sem náðst hefur á mörgum árum og svo hins vegar þær upplýsingar, sem veðurfars- skýrslur veita okkur. — Hvað er hægt að telja reynslutima af skógrækt orðinn langan hér á landi? — Eins og komið hefur fram i blöðum, þá verða á næsta ári liðin sjötiu og fimm ár, siðan fyrst var plantað barrtrjám á Islandi. Hins vegar var það ekki fyrr en árið 1938, sem farið var að planta hér barrtrjám i verulegum mæli. Það var þegar plantað var i Gutt- ormslundinn á Hallormsstað. Við getum þvi annars vegar litið á þessa sjötiu og fimm ára reynslu á tiltölulega fáum stöðum og fremur litlum svæðum, og svo hins vegar á reynsluna frá Gutt- ormslundinum á Hallormsstað. Að öllu þessu athuguðu viljum við ekki fullyrða meira en það, að á beztu stöðunum á landinu — eins og til dæmis á Hallormsstað — sé það hyggilegt fyrirtæki að leggja út i skógrækt. A þessum þrjátiu og fimm árum er meðal- hæð trjánna i Guttormslundi orð- in rúmir ellefu metrar, nánar til tekið 11.2 en hæstu trén eru meira en þrettán metrar. Sverleikinn er um sautján sentimetrar. Vöxtur- inn hefur verið mældur, og það sýnir sig, að þar hafa að 'meðal- tali vaxið á milli sexogsjörúm- metrar á ári, en slikur vöxtur trjáviðar er mjög góður og fyllilega sambærilegur við það, sem gott er talið erlendis. — En hvað um aðra staði en Hallormsstað? — Um þá er það að segja, að þar er reynslan ekki orðin eins löng, og þess vegna er minna hægt um þá að fullyrða, en af veðurfarsskýrslum má ráða, að þar sem skýlt er á Norðurlandi, eins og til dæmis frammi i Eyja- firöi og i dölum Suður-Þingeyjar- sýslu, i Skagafirði og einnig i skjólhliöum dala á Vesturlandi og Suðurlandi — bendir flest til þess, að á öllum þessum svæðum geti nytjaskógar vaxið allt að þvi eins vel og á Hallormsstað. Þó er fett að fullyrða ekki of mikið, fyrr en reynslan er fengin. Allt lifkerfi svæðisins breytist — Já, veðurfarið ákvarðar, hvort skógur geti þrifizt eða ekki, en breytir ekki lika skógurinn veðurfarinu? — Jú, það gerir hann svo sannarlega. Allir þekkja skjólið, sem skógurinn veitir, en ekki er vist,að menn hafi gert sér grein Lengi hefur sauðkindin verið talin óvinur skógarins, — en höfum viö ekki alltaf haft hana fyrir rangri sök? Það skyidi þó aldrei vera, að hún ætti eftir að reynast vinur skógarsvæðanna, ef viö sjálf kunnum með að fara? Það er að minnsta kosti ekki hægt að áfellast hungraðar kindur fyrir það aö bita brum, þegar þær urðu að sjá um sig sjálfan, af því aö forfeður okkar höfðu vanrækt aðafla heyja. „Hjarðir á beit með lagði siðum...” sagði Jónas Hallgrímsson. Hér er að vísu ekki hjörðin sjálf á beit, heldur feður hennar, bekrarnir. Skógrækt og kvikf jórrækt fara prýðilega saman r — Rætt við Jónas Jónsson, formann Skógræktarfélags Islands fyrir hinu, hversu geysiviðtæk þessi áhrif eru. Þegar við komum að Hallormsstað, og finnst sem við séum komin til annarra og hlýrri landa, þá leiðum við ekki alltaf að þvi hugann, hvernig Hallormsstaður myndi vera án skógarins. Og þetta er ekki aðeins veðurfarið. Þar sem skógur er, kemur lika ný flóra og ný fána i skógarbotninn. Allt lifkerfi á svæöinu breytist verulega við tilkomu skógarins. Jarðvegurinn batnar og lifið i honum margfald- ast. Siðan fer þetta vaxandi, eftir þvi sem lengri timi liður. 1 framhaldi af þessu má hugsa sér, hvað við breytum landinu mikið, ef við gætum komið upp skógarveðri og skógarvistsvæði. Við vitum, að lönd hafa eyðzt að skógum og vitanlega breytzt við það. Tökum til dæmis vestur- strönd Noregs. Þar var skóglaust land, en fyrir seinustu aldamót var farið að rækta þar skóg, en þar er ekki hægt að koma upp nytjaskógi með einni kynslóð. Fyrst varð að planta frumherjum barrtrjáa, furunni. Hún varð nokkuð vindbarin, en hún var nógu harðgerð til þess að lifa i þeim jarðvegi, sem þarna var. Siðan hefur greni verið plantað i hennar skjóli, og með þvi móti hefur verið komið upp skógum, sem eru i rauninni öllu betri en skógar austanfjalls i Noregi. Þetta sýnir, hversu mikið landið breytist við skóginn. Þetta sannar okkurllka, að við verðum að sýna þolimæði, þótt við náum ekki nytjaskógum i fyrstu lotu. Við er- um að breyta landinu, og til þess getum við notað birkið, og reynd- ar lika viða lerki, sem er frábær- lega góð planta til þess að vaxa i erfiðum jarðvegi og þolir lika að vera á skjóllausu landi. Þegar ég var áðan að tala um þau svæði á íslandi þar sem auð- veldast væri að rækta skóg, átti ég i rauninni við þá staði, þar sem vafalitið er hægt að rækta skóg með einni kynslóð. Eftir eru svo aðrirstaðir, þar sem þurfa myndi tvær kynslóðir skógar, áð- ur en verulegur árangur verður sýnilegur. Sem sagt: Ég held, að hægt væri að færa skógræktina mikið útfrá beztu svæðunum með þvi að láta harðgerðar tegundir ryðja brautina. Það er ekki nein furða, þótt veðurlag og gróðurfar breytist, þar sem slikur skógur vex og veitir skjól. Skógar og búfé — Þú gazt þess áðan, að allt lif- kerfi lands breyttist og batnaði við tilkomu skógar. Nú er þess ekki að dyljast, að viða er skógar- botn nánast eins og moldarflag eða forarsvað. Er ekki hægt að ráða bót á þvi? — Þessu vil ég svara á eftirfar- andi hátt: Það er langt frá þvi, að ég liti þannig á, að við eigum ann- að hvort að leggja stund á skóg- rækt eða búfjárrækt. Þessir tveir þættir eiga nefnilega alls ekki að útiloka hvor annan. 1 fyrsta lagi höfum við mikið landrými hér, sem betur fer, og i öðru lagi get- um við vel látið þessa tvo þætti landbúnaðaar fara saman, eins og lika er reyndin i mörgum löndum. En svo að ég komi alveg beint að þessari ádrepu þinni áð- an, þá er það alveg rétt, að skógarbotn I barrskógum er oft mjög gróðurlitill. Þessu er öðru visi farið með laufskógana. Þar er skógarbotninn venjulega gróskumikill. Áður en laufin þroskast, nær birtan niður i skógarbotninn, svo að þar vex hinn fjölskrúðugasti gróður. Það hefur verið sýnt fram á það meðal annars i sambandi við beitar- rannsóknir Ingva Þorsteinssonar, að hvergi er betri og meiri beit, heldur en i skógarbotni góðra laufskóga. Það hefur oft verið um það tal- að, að við ættum að koma hér upp svokölluðum beitiskógum. Þetta er öldungis rétt, og þetta höfum við lika viða. Það erhægt að nytja saman laufskógasvæðin, .bæði til beitar og skógræktar. Að vissu marki er meira að segja hægt að gera þetta með barrskógana llka, þótt það verði að visu aldrei gert i eins stórum stil. — Þú átt við, að það sé ekki nein fjarstæða að beita búfé i skóg, sé það gert á skynsamlegan hátt? — Nei, það er svo sannarlega ekki nein fjarstæða. öðru nær. Það er meira að segja hægt að auka mjög verulega kvikfjárrækt hverrar sveitar með aukinni skógrækt — blátt áfram vegna þess, að með þvi móti fáum við meira og betra beitiland. Ég skal fúslega játa, að ég er mikill fylgj- andi þess, að birkiskógarnir séu friðaðir, en með þvi á ég ekki við, að þeir standi nytjalausir. Við getum beitt i þá að vissu marki á vissum tima, svo framarlega sem þeir eru rétt hirtir. Ég vil hugsa mér sveitirnar með skógarbeltum og góðum beitilöndum sem þrifast i skjóli skóganna — beitilöndum, sem væru bæði gróskumeiri og kjarn- betri en þau.sem við nú bjóðum búpeningi okkar. Starfsemi skógræktar- félaganna — Snúum okkur þá sem snöggvast frá búskapnum og að félagsmálunum: Hversu gamalt er það virðulega félag, sem þú veitir forstöðu? — Skógræktarfélag Islands var stofnað á Þingvöllum á alþingishátiðinni árið 1930 og er þvi fjörtiu og þriggja ára. Fyrr á þvi sama ári var þó stofnað annað félag á Akureyri, sem lika hét Skógræktarfélag tslands. For- göngumaður þess var Jón Rögn- valdsson frá Fifilgerði. Seinna breytti það svo nafni sinu i Skóg- ræktarfélag Akureyrar og Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga. t fyrstu náði Skógræktarfélag tslands yfir allt landið með beinni aðild, en þvi var ekki skipt I deildir. Seinna var það gert að sambandi héraðs-skógræktar- félaga, en þau eru nú um það bil þrjátiu á landinu öllu. t raun og veru má segja — I sem fæstum orðum, að Skógræktarfélag Is- lands sé heildarsamtök alls áhugafólks um skógrækt, hvar sem er á landinu. Raunin hefur lika orðið sú, að félagið spannar yfir allar stéttir. t þvi eru sauð- fjárbændur ágætir, skrifstofu- menn i bæjum og þorpum, og þannig mætti lengi telja. Við þurfum ekki annað en að sjá bæi eins og Akureyri, Hafnarfjörð og sjálfa Reykjavik, til þess að sannfærast um, að á þessum stöð- um býr margur góður skóg- ræktarmaðurinn. Ég er ósköp hræddur um, að útlit þessara staöa væri nokkuð annað en það er núna, ef ekki væri trjáræktin. t þessu speglast þörf bæjarbúast til þess að vinna með náttúrunni. Það þarf hver maður að rækta sinn reit og kynnast hamingjunni, sem fylgir þvi að fegra umhverfi sitt. Það sem skógræktarfélögin vinna að, er allt frá þvi, sem við getum kallað trjárækt einstakl- inga og upp i skógrækt i hinum stærri girðingum. Ég held, að ég megi segja, að það séu eitthvað um sjö hundruð girðingar á öllu landinu, sem eru á vegum skóg- ræktarfélaganna. Sumar þessara giröinga eru stórar, enda á veg- um öflugra félaga, sem planta þúsundum eöa jafnvel tugum þúsunda plantna á ári. Þar vinnur félagsskapur áhugafólksins við hliðina á rikisstofnuninni Skógrækt rikisins. Skapandi eða eyðandi framleiðsla — Hvert telur bú vera megin- gildi skógræktar? Timburfram- leiðslu i framtiðinni, eða hvað? — t raun og veru er ekki hægt að taka þar eitt fram fyrir nnað. Við erum alltaf að tala um gildi — bæði peningagildi og annað — en við verðum þess jafnframt áþreifanlega vör, að gildismat okkar er alltaf að breytast. Við erum alltaf að berjast við alls konar framleiðslu til þess að skapa okkur hin svokölluðu lifs- gæði. En framleiðsla er i eðli sinu tvenns konar. I fyrsta lagi er það skapandi framleiðsla. Hún verður aðeins framkvæmd i samvinnu við náttúruna. t öðru lagi er svo hin eyðandi framleiðsla. Það er ræktunin ein, sem er skapandi framleiðsla. öll önnur fram- leiðsla er á einhvern hátt eyðandi. Hún felst i þvi að eyða og ganga á þau verðmæti, sem jörð okkar býr yfir. Hinar taumlausu hagvaxtar- kröfur krefjast æ meiri og hrað- ari eyðslu. Við höfum ekki einu sinni tima til þess að setjast niður og reyna að hugsa dálitið rökrétt, hvað þá að við megum verða að þvi að byggja upp i staðinn fyrir það, sem við sóum. Auðvitað vilj- um við öll berjast fyrir bættri Ifð- an og aukin'ni velferð, bæði þeirra sem nú lifa, og eins hinna, sem á eftir okkur koma. Viðhljótum þvi að vilja skila landinu okkar betra til barna okkar, heldur en það var, þegar við tókum við þvi. Það er meira en litið ósæmilegt, ef við kaupum velferð sjálfra okkar þvi verði að rýra lifsbjargarmögu- leika afkomenda okkar. En ef við viljum komast hjá sliku, verðum við að vera dálitið framsýn, og lika að sýna nokkra sjálfsafneit- un. Við blátt áfram getum ekki haldið áfram að eyða gæðum jarðarinnar eins og við gerum núna. Við getum ekki lengur komizt hjá þvi að efla alhliða landbætur og ræktun lands. Það er sú fjárfesting, sem við verðum að skila afkomendum okkar. Engin verðtrygging eða gengis- trygging er öruggari. Með orðinu landgræðsla eigum við við margt. Við eigum við stöðvun uppblásturs og jarðvegs- eyðingar, við eigum við gróður- vernd, sem er stöðvun á ofnýtingu lands, við viljum uppgræðslu örfoka og eyddra landsvæða, við viljum lika skógvernd við viljum vernda það birki, sem viða er enn til, þótt viða hraki óðfluga, þvi miður, við viljum græðslu nýrra birkiskóga og barrskóga. Þetta viljum við fá, bæði til skjóls og fegurðarauka, svo að landið verði eftirsóttara til ferða og dvalar, svo að við getum sparað okkur það að hópast til annarra landa til þess að liggja þar i sólskini og skjóli. Og siðast en ekki sizt vilj- um við ræktun til beinna nytja. Við viljum rætkun nytjaskóga til margs konar framleiðslu. Sumt af þvi kemur fljótt i gagnið, eins og til dæmis jólatré og girðingar- staurar, sen siðar kemur timbur- framleiðsla I stærra mæli. Við eigum að verja skipulega ákveðn- um hluta af þvi, sem við getum sparað við okkur til þess að planta skógi sem viðast um land- ið. — VS. Hluti af Vaglaskógi. Fyrr á öldum kvörtuðu bændur I Fnjóskadal um engjaleysi, af þvi að skógurinn væri alls staðar fyrir. (Þetta má meðal annars lesa í Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vidalin). Nú er öldin önnur, og sjálfsagt myndu nú margir vilja hafa meiri skóg í dalnum þeim.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.