Tíminn - 21.10.1973, Síða 33

Tíminn - 21.10.1973, Síða 33
Sunnudagur 21. október 197i. TÍMINN 33 Togo við konu sina: „Hér liður mér svo vel, en lofaðumér samt að hverfa snöggvast heim til pabba og mömmu og systkina minna. Ég skal ekki vera lengi i burtu”. ,,Mjög væri mér það á móti skapi að skilja við þig”, sagði hafmeyjan, ,,en viljirðu fyrir hvern mun vitja fornra stöðva, þá skaltu taka með þér þessa öskju. En mundu mig um það, að opna hana ekki, þvi að ef þú lýkur henni upp þá áttu ekki hingað aftur- kvæmt.” Togo kvaðst mundi varðveita öskj- una og opna hana ekki, hvað sem að höndum bæri. En hvað hafði komið fyrir meðan hann var i burtu? Hvað var orðið um bæ foreldra hans? Hvar var gamla þorpið? Jafnvel skógurinn var upphöggvinn. Fjöllin stóðu samt með sömu ummerkjum, og bæjar- lækurinn rann i sama farveginum. En nú voru engar konur við þvott við lækinn. Hvað þetta var undarlegt! Hann hélt að hann hefði verið að heiman i ein þrjú ár, og þó var allt svona breytt! Þá gengu nokkr- ir menn fram hjá. Hann kallaði til þeirra og spurði hvar bærinn hans Togo litla væri. „Hans Togo?” sögðu þeir. „Það eru margar aldir siðan hann Togo litli drukknaði. Hvi spyrð þú svona fávis- lega? Bærinn er auðvit- að hruninn fyrir löngu”. Þá skildi Togo hvernig i öllu lá. Höll hafkon- ungsins var i álfheim- um, og þar voru dagarn- ir eins langir og árin i mannheimum. Allt var horfið, og hvi skyldi hann þá tefja hér lengur? Hann sneri þvi aftur. En hvaða leið átti hann að halda? Hann rataði ekki, og enginn var til að segja honum til vegar. „Má vera að ég fái bendingu um rétta leið, ef ég opna öskj- una”, hugsaði hann, og opnaði öskjuna, sem hafmeyjan hafði beðið hann að opna ekki, hvað sem á dyndi. En hvað skeði? Þykk þoka steig upp úr öskjunni og lagð ist yfir hann. Hár hans varð hvitt fyrir hærum, hrukkur komu i andlitið og bakið bognaði, og eft- ir stundarbið hneig hinn fjörgamli öldungur ör- endur til jarðar. o o o Viltu spila Haddi? Viltu koma Hlaupa i kring i borð- um húsið? /_____ Nei. Nei á-?--------- egirðu aldrei | já við neinu?)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.