Tíminn - 21.10.1973, Qupperneq 40

Tíminn - 21.10.1973, Qupperneq 40
MERKIÐ.SEM GLEÐUR HHtumst i kaupfélaginu GBÐI fyrirgóóun mat ^ KJÖTIONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS '--------------------------—' Sunnudagur 21. uktóber 1973. ■- Tveir Kenyamenn í heimsókn: Fó aðstoð við uppbygg- ingu samvinnufélaganna Seinnihluta vikunnar voru tveir góðir gestir frá Afriku- rikinu Kenya i heimsókn hér á landi. Það voru þeir Muliro, sendiherra Kenya á Norður- löndum meö aðsetur i Stokkhólmi og dr. Kagunda, deildarstjóri i fjármála- og efnahagsáætlanaráðuneyti Kenya. Þeir komu hingað til lands á fimmtudagskvöldið, og héldu utan i gærmorgun. Siðdegis á föstudag, hélt utanrikisráðuneytið fund með blaðamönnum, þar sem hinir erlendu gestir svöruðu spurningum fréttamanna. Fram kom að gestirnir ræddu við islenzka ráðamenn og kynntu sér samvinnu- rekstur i ýmsum myndum. Þannig skoðuðu þeir mjólkurbúið á Selfossi og ræddu við forstjóra Sam- bandsins, auk þess em þeir áttu viðræður við Einar Agústsson, utanrikisráðherra og forystumenn Fram- kvæmdastofnunnar rikisins. Lýstu gestirnir yfir ánægju sinni með dvöl sina hér, og það, sem þeir hefu fengið að sjá og heyra. Þeir sögðust vera hingað komnir fyrst og fremst til að þakka þjóðinni og rikis- stjórninni fyrir þá góövild, sem Kenyamenn hefðu fundið að væri á milli rikjanna. Kenya og tsland hefðu þegar haft samstarf á alþjóða- vettvangi og væru sjónarmið landanna hin sömu i mörgum þýðingarmiklum málum. Þannig væri afstaðan t.d. hin sama varðandi málefni haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þá sagöi hann, að Kenya- menn væru að byggja upp samvinnustarf i landi sinu, og það væri sérstakt ánægjuefni, að meðal þeirra mörgu Norðurlandabúa, sem kæmu til Kenya til þess að aöstoða við eflingu og uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar þar væru fimm tslendingar. Þetta kváðust þeir vilja þakka fyrir. Kenya væri þróunarriki og þvi sérstaklega mikiivægt fyrir það að eiga vini sem islenzku þjóðina og rikisstjórnina. Þá töldu þeir, að tslendingar hefðu sérþekkingu á mörgum sviðum, þar sem Kenyamenn væru litt kunnandi, einkum þó i sjávarútvegi, en eins á öðr- um sviðum, svo sem i sam- vinnurekstri. Það skapaði grundvöll nánara samstarfs. Gestirnir upplýstu einnig nokkuð um land sitt og þjóð. Kenya hlaut sjálfstæði fyrir um einum áratug siðan. Þjóðin telur um 12 milljónir, en fólksfjölgunin er um 3.3% á ári. Þjóðartekjur á ibúa eru mjög lágar, eða aðeins 21354 bandariskir dalir á ibúa á ári. Rúmur helmingur lands- manna væri undir 15 ára aldri. Unnið væri að eflingu menntunar. Nú væru um tvær milljónir barna i barnaskól- um. Það eru um 70 % allra barna á umræddum aldri. Stefnt væri að ókeypis menntun fyrir öll börn, en sem stendur væri það aðeins að hluta til komið til fram- kvæmda. Sem stendur starfar aðeins einn stjórnmálaflokkur i land- inu, þótt aðrir flokkar séu ekki bannaðir, að sögn gestanna. Töldu þeir, að þetta kerfi hefði reynzt vel. Frjáls skoðana- skipti væru innah flokksins, og þingmenn greiddu oft atkvæði gegn rikisstjórninni. Þá sagöi hann, að allir þing- menn sem leituðu endurkjörs, yrðu að fara i prófkjör, og yrðu oft miklar breytingar i þvi. 1 siðustu kosningum hefðu 104 af 170 þingmönnum tapað þingsætum sinum, þar á meðal 5ráðherrar. Þetta kerfi reyndist þvi vera mjög lýð- ræðislegt. I landinu er lögð mikil áherzla á atvinnu- uppbyggingu, bæði með eigin fjármagni og erlendu fjár- magni i samstarfi við rikis- valdið. Kenyamenn leggja nú mikla áherzlu á aukningu ferða- mannastraums til landsins, en erlendir ferðamenn eru nú um hálf milljón á ári og fjölgar þeim um 20% á ári. Kenya hefur upp á mjög fagurt lands- lag að bjóða og fjölbreytt dýralif. Rangt fæðuval getur valdið van- næringu Rætt við Kristínu Jóhannsdóttur, sem er fyrsti íslendinguri prófi í manneldisfræði Við höfðum spurnir af þvi að fræðum. Okkur lck forvitni á að neinn islendingur hcfði áður lokið fyrir nokkrum árum hafi kona kynnast þessari grein nánar, þar háskólaprófi i henni. tekið B.S.-próf i manneldis- sem við vissum ekki til þess að A föstudaginn gerðum við okk- ur svo ferð inn i Sólheima og hitt- um að máli Kristrúnu Jóhanns- dóttur. — Hvað kom til, að þú fórst að leggja fyrir þig þessa grein? — Ég hafði starfað sem hús- mæðrakennari i Flensborg i tiu ár, þegar tslendingum var fyrst gefinn kostur á Fullbright styrk. Ég var svo heppin að fá þennan styrk til sex mánaða til að kynna mér næringarefnafræði i Bandarikjunum. Þar ferðaðist ég milli skóla og annarra stofnana og kynntist þannig fyrst þeirri grein, sem kallast á ensku diete- tecs (manneldisfræði), og fékk áhuga fyrir að læra hana. Stund- aði ég nám mitt við Rikisháskól- ann i Tennessee og, lauk þar fjög- urra ára námi, en tvö siðustu árin var ég á styrk frá World Health. — Geturðu sagt okkur i stuttu máli, i hverju nám þitt fólst? — Námið skiptist i tvær aðal- greinar. Næringarf ræði (nutrition) sem grundvallast á visindalegri þekkingu á leið fæð- unnar um likamann og úrvinnslu likamans á henni og fléttast þar inn i liffræði, efnafræði, lifefna- fræði, eðlisfræði og fleira. Og manneldisfræði (dietetics) sem felur i sér þekkingu á þörfum likamans fyrir næringarefnin, nn, er lokið hefur hvernig likaminn hagnýtir þessi efni og þörf likamans á sérstakri fæðu i ákveðnum sjúkdómstilfell- um. Þar að auki felur nútima manneldisfræði i sér þekkingu og skilning á afstöðu einstaklingsins til fæðu og einnig meriningarleg, hagfræðileg, sálfræðileg og félagsfræðileg atriði, sem hafa áhrif á þessa afstöðu.— — Ráðleggingar, sem byggðar eru á niðurstöðum færustu visindamanna, eru mikilvægar og ber að fagna, en bilið milli visindalegra rannsókna og hag- nýtingar fenginnar þekkingar al- menningi i hag, er oft nokkuð breitt. Okkar starf er að hagnýta fengna þekkingu. — Nú er þetta alveg ný fræðigrein hér á landi, hverjir eru möguleikarnir fyrir þig, til að nýta þina þekkingu? — Það eru margir möguleikar fyrir manneldisfræðinga hér á landi. Það er alltaf þörf fyrir þessa menntun á sjúkrahúsum við heilsuverndarstöðvar, við félagsskap eins og Hjartavernd o.fl. — og til kennslu og skipu- lagðrar uppfræðslu fyrir almenn- ing. — En veit almenningur i dag, ekki um öll þau helztu næringar- Framhald á bls. 30

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.