Fréttablaðið - 28.10.2004, Blaðsíða 56
Breski blaðamaðurinn og rithöf-
undurinn Tim Judah hefur langa
reynslu sem stríðsfréttaritari,
meðal annars í Írak, Afganistan,
á Balkanskaga og átakasvæðum í
Afríku.
Hann ætlar að flytja fyrir-
lestur um stríðsfréttamennsku í
kvöld í Odda, byggingu félags-
vísinda- og viðskiptadeildar Há-
skóla Íslands. Þar mun hann
ræða um hlutskipti þeirra blaða-
manna sem gerast stríðsfrétta-
ritarar, meðal annars með hlið-
sjón af breyttum veruleika í Írak
þar sem vestrænir blaðamenn
geta átt á hættu að vera rænt og
jafnvel líflátnir.
Tim Judah var við störf í
Afganistan árið 2001 þegar
Bandaríkjamenn réðust inn í
landið, og hann var einnig í
Bagdad í fyrra þegar innrás
Bandaríkjamanna í Írak hófst.
Hann er auk þess einn fárra vest-
rænna blaðamanna sem hefur
heimsótt Norður-Kóreu, en und-
anfarið hefur hann verið á átaka-
svæðum í Úganda og Angóla.
Í fyrirlestri sínum fjallar hann
meðal annars um aðstæður fólks
á þessum stöðum, einkum þar
sem enn eru átök.
Judah kemur hingað til lands í
tengslum við námskeið sem þeir
Davíð Logi Sigurðsson og Arnar
Þór Másson kenna á haustönn
við stjórnmálafræðiskor Háskóla
Íslands um þjóðernishyggju og
þjóðernisátök. Það eru hins vegar
Blaðamannafélag Íslands og
Stofnun stjórnsýslufræða og
stjórnmála sem standa fyrir opna
fyrirlestrinum.
Fyrirlesturinn verður haldinn
í stofu 101 í Odda og hefst klukk-
an 20. ■
■ ■ TÓNLEIKAR
19.30 Guðrún Jóhanna Ólafsdótt-
ir syngur óperutónlist með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands í Há-
skólabíói. Stjórnandi er Gerrit
Schuil.
20.00 Jan Meyen, Búdrýgindi og
Lada sport verða í aðalhlutverki á
svölum Fimmtudagsforleik í Hinu
Húsinu. Allir 16 ára og eldri eru
velkomnir, allsgáðir og auðvitað
ókeypis inn.
21.00 Brain Police og Ensími í
Sjallanum á Akureyri.
21.00 Kanadíska sveitin Into Etern-
ity spilar ásamt Klink,
Nevolution og Still Not Fallen á
Grand Rokk.
■ ■ SKEMMTANIR
Dj Andri stjórnar gleðinni í Dátan-
um, Akureyri.
Trúbadorarnir Basic Souls hamra gít-
arana á Café Victor.
■ ■ FYRIRLESTRAR
17.00 Jón Hjaltason sagnfræðingur
fjallar um æskuár Nonna á Íslandi
í Amtsbókasafninu á Akureyri, og
síðan flytur Brynhildur Péturs-
dóttir, safnvörður Nonnahúss,
fyrirlestur um fullorðinsár Nonna í
útlöndum.
20.00 Félag spænskunema í Há-
skóla Íslands efnir í kvöld til
óformlegra fyrirlestra um ólíka
menningu og hefðir spánar, þar á
meðal um Andalúcíu, Galisíu og
Katalóníu. Fyrirlestrarnir og um-
ræður fara fram á spænsku og er
öllum velkomið að leggja orð í
belg. Fyrirlestrarnir verða á Cafe
Culture, Hverfisgötu 8 og hefjast
klukkan 20:00
Upplýsingar um viðburði og sýn-
ingar sendist á hvar@frettabla-
did.is ekki síðar en sólarhring fyrir
birtingu.
40 28. október 2004 FIMMTUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
25 26 27 28 29 30 31
Fimmtudagur
OKTÓBER
■ FYRIRLESTUR
FIMMTUDAGUR 28/10
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER
eftir Rami Be’er
kl 20 - Gul kort
BELGÍSKA KONGÓ
eftir Braga Ólafsson
kl 20 - UPPSELT
FÖSTUDAGUR 28/10
CHICAGO
eftir Kender, Ebb og Fosse
Tvenn grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu
búningarnir
kl 20 - UPPSELT
LAUGARDAGUR 29/10
HÉRI HÉRASON
eftir Coline Serreau
kl 20 - UPPSELT
Umræður í forsal með höfundi á eftir
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
eftir Edward Albee kl 20
KVIKMYNDAGERÐ OG FEMÍNISMI
Umræður á vegum Femínismafélags Íslands með
Coline Serreau
kl 16-18 í forsal
COLINE SERREAU OG HÉRI HÉRASON
Umræður við leikhúsgesti að lokinni sýningu
kl 22 í forsal
SUNNUDAGUR 30/10
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
kl 14
BELGÍSKA KONGÓ
eftir Braga Ólafsson
kl 20 - UPPSELT
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER
eftir Rami Be’er
kl 20 - Rauð kort
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
Miðasala á netinu:
www.borgarleikhus.is
Miðasala, sími 568 8000
ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA
Börn, 12 ára og yngri, frá frítt í leikhúsið á valdar
sýningar í fylgd með fullorðnum.
Gildir á: Héra Hérason, Belgísku Kongó, Geitina
og Screensaver.
Gildir á HÉRA HÉRASON, BELGÍSKU KONGÓ,
GEITINA OG SCREENSAVER
W. A. Mozart ::: La Clemenza di Tito, forleikur
W. A. Mozart ::: „Parto, parto“, aría úr La Clemenza di Tito
W. A. Mozart ::: Divertimento í F-dúr, KV 138
W. A. Mozart ::: „Ch’io mi scordi di te”, konsertaría
G. Rossini ::: Semiramide, forleikur
G. Rossini ::: „Una voce poco fa“, úr Rakaranum í Sevilla
Pablo Luna ::: Canción española úr El niño judío
Franz Liszt ::: Les préludes, tónaljóð
Hljómsveitarstjóri ::: Gerrit Schuil
Einsöngvari ::: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir
Töfrar óperunnar
HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 28. OKTÓBER KL. 19.30
FÖSTUDAGINN 29. OKTÓBER KL. 19.30
Græn áskriftarröð #2
Íslendingar hafa eignast nýja söngstjörnu. Gagnrýnendur keppast við að
lofa Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur fyrir raddfegurð og sviðsframkomu.
Nýlega hlaut hún enn eina viðurkenninguna, nú í stórri samkeppni í
Róm. Senn mun hún syngja í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómveitinni.
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Rakarinn morðóði
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Lau. 30. okt. kl. 20 - fös. 12. nóv. kl. 20
sun. 14. nóv. kl. 20 - fös. 19. nóv. kl. 20
ATH. Fáar sýningar. Atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
Litla stúlkan með eldspýturnar
Lau. 30. okt. kl. 14 - sun. 31. okt. kl. 14 - lau. 6. nóv. kl. 14 - sun. 7. nóv. kl. 14
Fös. 29. okt. kl. 20.00
Örfá sæti laus
Sun. 31. okt. kl. 20:00
Mið. 27. okt. kl. 20:00 UPPSELT
Lau. 30. okt. kl. 20:00 örfá sæti
Fös. 5. nóv. kl. 20:00 örfá sæti
Fös. 12. nóv. kl. 20:00 laus sæti
Fös. 19. nóv. kl. 20:00 laus sæti
Sun. 31. okt. kl. 17 örfá sæti
Sun. 7. nóv. kl. 14 laus sæti
Föst 29. okt kl. 20
PÍANÓTÓNLEIKAR
Nicholas Zumbro leikur CONCORD-
sónötu Ives og GOYESCAS e. Granados
Sun 31. okt kl. 20
TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR
Barry Snyder leikur verk e. Haydn,
Ravel, Rachmaninoff, Carter Pann og
Brahms
Mán 1. nóv kl. 20
Strengjakvartettinn HEKLA
Tónleikar á vegum RÚV sem sendir
verða út til yfir 20 landa í Evrópu
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
TIM JUDAH Flytur fyrirlestur um stríðsfréttamennsku í Odda. Myndin var tekin í Bagdad í
fyrra.
Frá Bosníu til Bagdad
56-57 (40-41) Slangan 27.10.2004 19:16 Page 2