Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 4
4 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR KJARAMÁL „Því miður sýnist mér allt benda til þess að ríkisstjórn- in ætli að enda málið með því að setja lög á deilu kennara og sveitarfélaganna. Það þykir mér sorgleg niðurstaða af því að lög leysa ekki vandann til frambúð- ar,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. „Ef ríkisstjórnin ætlar að setja lög er rökrétt að álykta að niður- staðan verði kostnaðarsamari en miðlunartillagan. Samkvæmt því hlýtur ríkisstjórnin, og ber til þess siðferðisleg skylda, að bera kostnaðinn af þeim mun.“ Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, segir ríkisstjórnina eiga að bregðast við stöðu mála með því að falla frá áformum um skattalækkanir og hækka skattstofn sveitarfélag- anna. „Á grundvelli afdráttarlausrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að tekjustofnar sveitarfélag- anna verði styrktir tel ég að sveit- arfélögin hafi forsendur til þess að leysa málið við samningaborð kennara og sveitarfélaganna,“ segir Ögmundur. Það sé lausn til frambúðar. Ögmundur segir að nú reyni á dómgreind ríkisstjórnarinnar og hvort hún sé enn í afneitun á þeirri ábyrgð sem hvíli að hluta til á hennar herðum. - gag Beðið eftir lögum Samninganefndir kennara og sveitarfélaga fóru á fund forsætisráðherra. Þær tóku undir orð sáttasemjara ríkisins, sem sagði að tilgangslaust væri að halda fundum áfram. „Við erum ekki að bíða eftir lögum á verkfall kennara en á þessum tímapunkti gerist ekki neitt á meðan rík- isstjórnin tekur ákvörðun,“ segir Gunnar Rafn Sigur- björnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna. Launanefndin hafnaði á miðvikudag hugmyndum samninganefndar kennara um að leggja ágreining þeirra í gerðardóm. „Við í launanefndinni getum ekki samþykkt að viðræður í gerðardómi um kaup og kjör grunnskólakennara byggi á fyrirmynd framhalds- skóla,“ segir Gunnar. Séu menn sammála um innihald viðræðna í gerðardómi sé lykillinn að lausn deilunnar fundinn. Gunnar segir þó ekki alla nótt úti um að deil- an fari í gerðardóm: „Ef ríkisstjórnin setur lög sem kveða á um að málið fari í gerðardóm er það úr okkar höndum.“ Bágur efnahagur sveitarfélaga er ekki ástæða þess að launanefndin er ekki tilbúin að teygja sig lengra en miðlunartillagan kvað á um að sögn Gunnars. „Það er ekki eðlilegt að blanda saman einstakri kjaradeilu við tiltekinn hóp starfsmanna okkar og almennu efnahags- lífi sveitarfélaganna,“ segir hann: „Við höfum bent á að við erum að semja við leikskólakennara. Þeir bera sig saman við grunnskólakennara. Grunnskólakennarar bera sig saman við framhaldsskólakennara og svo koll af kolli.“ Hann sjái ekki forsendu til þess að laun kenn- ara þurfi að hækka umfram aðrar starfsstéttir: „Meginatriðið er að kaupmáttur launa sé varðveittur.“ „Ef það verður niðurstaðan að ríkisstjórnin fer í laga- setningu þá munu þeir væntanlega keyra hana í gegn um helgina með það að markmiði að opna skólana á mánudaginn,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands. Eiríkur segir að hugmyndir launanefndar sveitar- félaganna um að einfalda samninga kennara á þann hátt að þeir mæti án skilgreindra verkefna og vinni undir stjórn skólastjóra stríðsyfirlýsingu. Hugmyndirnar sýni að launanefndin hafi enga þekkingu á skólastarfi: „Ég var að vona að launanefndin lærði af reynsl- unni. Það er ekki þetta sem þarf til. Ég vona að þessir menn sýni snefil á þekkingu á skólastarfi og hætti svona þvaðri,“ segir Eiríkur. Hugmyndirnar lýsi for- dómum í garð skólastarfs og þeirra sem vinna í skólan- um. „Það þarf að koma launamálum kennara í það horf að menn sjái ekki sama neyðarástandið skapast aftur og aftur. Til þess að svo verði þurfa menn kjark til að lyfta launum og gefa mönnum svo færi á því að halda því sem þeir hafa áunnið. Þannig er hægt að skapa frið um skólastarfið, öðruvísi ekki.“ Eiríkur segir að með síðasta samningi hafi menn trúað að slíkt hefði náðst. Framkvæmd hans hafi orðið önnur en kennarar töldu sig semja um. Eiríkur segir öllum hugmyndum kennara hafnað: „Þeir virðast vera forritaðir til að segja nei.“ - gag ELÍN THORARENSEN Landssamtök foreldra settu sig á móti laga- setningu á verkfall kennara en sjá eftir fund með forsætisráðherra nauðsyn hennar. Framtíðarlausnar verði að leita í kjölfarið. Kennaradeilan: Lausn til framtíðar LAGASETNING Heimili og skóli – landssamtök foreldra gera sér grein fyrir að nauðsynlegt geti orðið að setja lög á verkfall kenn- ara, segir Elín Thorarensen fram- kvæmdastjóri. Heimili og skóli hafa sett sig á móti lagasetningu en hlýddu á orð forsætisráðherra á fundi í gær. „Við gerum okkur grein fyrir því að lagasetning hefur slæmar afleiðingar og því lögðum við áherslu á það að unnið verði að því í kjölfarið að finna framtíðar- lausn sem allir geti sætt sig við.“ - gag ■ BORGARMÁL Verður Steinunn Valdís góður borgarstjóri? Spurning dagsins í dag: Ætti Þórólfur að fá biðlaun sem fráfar- andi borgarstjóri? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 47,3% 52,7% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Kennaradeilan: Skipbrot LAGASETNING „Það kann að vera að ef menn geti einhvern tímann haft skilning á laga- setningu þá séu þær aðstæður uppi,“ segir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka at- v innul í fs ins . Reynslan sýni þó að þær fresti einungis vandanum en samningaferli kennara og sveitar- félaga virðist í bili hafa beðið skip- brot. Ari segir þann möguleika hafa verið ræddan að forsætisráðherra fundaði með Samtökunum en að- stæður hafi breyst og ekki verið talin þörf á fundi. - gag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M STAÐA EINKASKÓLA Borgarráð fól í gær Fræðslumiðstöð að hefja formlega viðræður við full- trúa einkarekinna skóla um stöðu þeirra og framtíðarhorfur. Þetta var gert í kjölfar bréfs sem barst frá Ísaksskóla um bága fjárhags- stöðu skólans. GUNNAR RAFN SIGURBJÖRNSSON „Ef ríkisstjórnin setur lög sem kveða á um að málið fari í gerðar- dóm er það úr okkar höndum.“ EIRÍKUR JÓNSSON „Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, al- gert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ráði ríkjum.“ Getum ekki samþykkt gerðardóm Þekkingarleysi á skólastarfi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Kennaradeilan: Eiga ekki aðkomu LAGASETNING „Við eigum enga að- komu og ekkert tilefni til að eiga aðkomu að k e n n a r a d e i l - unni. Það er v i ð f a n g s e f n i s a m n i n g s - aðila,“ segir Grétar Þorst- einsson, forseti A l þ ý ð u s a m - bands Íslands. Hann hafi heyrt í fjölmiðl- um að forsætis- ráðherra vænti forsvarsmanna Sambandsins á fund. Af honum hafi ekki enn orðið. Grétar segir að í meginforsend- um kjarasamninga ASÍ sé kveðið á um endurskoðun samninga, sé verðbólga og umtalsverðar breyt- ingar á kjörum stétta umfram það sem sé í samningum sambandsins. Forsendunum hafi ekki verið hald- ið á lofti en þær séu þekktar. - gag GRÉTAR ÞORSTEINSSON ARI EDWALD Össur Skarphéðinsson: Ríkið greiði kostnað við lagasetningu ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Segir að Samfylkingin hefði aldrei hleypt kennaradeilunni í hnút. „Við hefðum fyrir löngu verið búin að ganga frá annarri og sanngjarnari tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 04-05 11.11.2004 21:35 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.