Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 22
22 Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, var talinn líklegur til að taka við af Þórólfi Árnasyni sem borgarstjóri. Tillaga um það lá fyrir á fundi borgarfulltrúa fyrir viku síðan. Hvernig er síðasta vika búin að vera? „Hún er búin að vera nokkuð sérstök. Ætli ég verði ekki að þakka fjölmiðlum það traust sem þeir hafa sýnt mér. Ég held að fáir slái mér við í því að vera út- nefndur borgarstjóri á síðum blaðanna fjórum sinnum í sömu vikunni.“ Lá ekki fyrir tillaga um að þú yrðir borgarstjóri? „Ekki formleg tillaga en félagar mínir höfðu fyrir viku síðan umboð til að það yrði niðurstaðan.“ Hvað klikkaði? „Það klikkaði ekki neitt. Ég varð bæði undrandi og stoltur en sagði um leið að mér fyndist mikilvægast að ná sameigin- legri niðurstöðu og það þyrfti að vera trygging fyrir því að um hana næðist sem mest sátt í flokkunum. Þegar á reyndi viku síðar reyndist ríkari sátt um Steinunni Valdísi. Það er sú niðurstaða sem við stöndum að.“ Vildi Framsóknarflokkurinn þig ekki? „Alfreð Þorsteinsson var nú reyndar fyrstur til að bera hugmyndina undir mig. Ég er sjálfsagt ekki besti maðurinn til að spyrja um hvað gerðist á lokasprettinum. Ég var ekki á fundum þar sem þetta var rætt enda er ég utan flokka.“ DAGUR B. EGGERTSSON Alfreð vildi Dag DAGUR EKKI BORGARSTJÓRI SPURT OG SVARAÐ Af hverju hvílir öll þessi leynd yfir styrkj- um til flokkanna? Umræðan um styrki til flokkanna er ekki ný af nálinni. Hún hefur viðgengist áratugum saman og komið reglulega upp í fjölmiðlum síð- ustu áratugi. Þessi umræða hefur orðið sterkari eftir því sem sjálfstæði fjölmiðl- anna hefur vaxið og þeim tekist að slíta sig frá stjórnmálaflokkunum. Flokkarnir voru stofnaðir í upphafi síðustu aldar og mótaðist flokksstarfið lengi framan af öldinni af fórnfúsu starfi einstaklinga. Margir muna þá tíð þegar fjölskyldur tóku á sig fjárskuldbindingar fyrir flokkana og sama gerður fyrirtæki fyrirtæki sem voru – formlega eða óformlega – bundin flokkunum. Starf- semi Framsóknarflokksins var t.d. alla tíð samofin kaupfélögunum, Sambandi íslenskra samvinnufélaga, SÍS, og fleiri félögum. Í þeim hópi er Olíufélagið. Fjármál eru alltaf viðkvæm, hvort sem um einstaklinga, fyrirtæki eða félög ræðir. Spurningin um styrki frá fyrirtækj- um virðist þó sérlega viðkvæm enda getur verið um óheppilega tengingu að ræða, t.d. hagsmunaárekstrar. Fátt hefur verið upplýst um styrki fyrirtækja til stjórnmálaflokka. Stjórnmálamenn og stjórnendur fyrirtækjanna hafa borið fyrir sig að um trúnaðarmál sé að ræða. Óskað hafi verið eftir og samið um styrkina í trúnaði. Líklegt má þó telja að þar hafi verið um þegjandi samkomulag að ræða. Þær raddir hafa farið vaxandi á síð- ustu árum að flokkarnir opni bókhald sitt, ekki síst gagnvart olíufélögunum sem hafa gerst brotleg gagnvart sam- keppnislögum. Það er þó mjög mis- munandi og töluverður tvískinnungur í upplýsingagjöf flokkanna. Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur eru t.d. gallharðir á því að gefa engar upplýs- ingar en Vinstri hreyfingin grænt fram- boð leggur ekki í að ganga alla leið og gefur bara upplýsingar um styrki innan við 300 þúsund krónur í kosninga- baráttunni 2003. Ekki er gefið nánar upp um það. Gagnkvæmur trúnaður er aðalmálið FBL-GREINING: LEYND YFIR FJÁRMÁLUM STJÓRNMÁLAFLOKKANNA 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Davíð Oddsson utanríkisráð-herra flutti í gær skýrsluum utanríkismál á Alþingi, í fyrsta sinn í utanríkisráðherra- tíð sinni. Í ræðu sinni kom Davíð víða við en tæpast verður þó sagt að margt nýtt hafi verið þar að vinna. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Þótt Davíð og Halldór Ásgrímsson hafi skipst á stólum þá eru sömu flokkar enn í ríkis- stjórn og stjórnarsáttmálinn að sjálfsögðu óbreyttur. Stjórnar- andstæðingar höfðu ýmislegt um ræðu Davíðs að segja en fæst af því var gott. Fundur með Powell fram undan Varnarmálin hafa verið fyrirferð- armikil í umræðunni undanfarin misseri og vék utanríkisráðherra strax að þeim í ræðu sinni í gær. Tjáði hann þingheimi að í næstu viku myndi hann eiga fund með Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um framtíð her- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli. Davíð benti á að sökum þess hve vöxtur farþegaflugs hefur verið mikill væru stjórnvöld reiðubúin að semja um hvernig Ís- lendingar gætu tekið meiri þátt í kostnaði við rekstur flugvallarins. Eftir sem áður yrði mikil áhersla lögð á að varnarviðbúnaður væri með fullnægjandi hætti. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var einn þeirra sem drápu á varnarmálum þjóðarinnar. Kvart- aði hann yfir því að markmið ís- lenskra stjórnvalda í þessum efnum væru óljós og kallaði jafn- framt eftir svörum um hvaða lág- marksviðbúnaður ætti að vera til staðar á Keflavíkurflugvelli. Undirstrikaði Guðmundur Árni nauðsyn þess að umræða færi fram í þjóðfélaginu um varnir landsins og þátttöku Íslendinga í þeim. Vargöld í Mið-Austurlöndum Ófriður hefur geisað í Mið-Austur- löndum um langt skeið og eru horfurnar þar tvísýnar. Davíð staldraði sérstaklega við ástandið í Írak, Íran, Afganistan og Palest- ínu og verður ekki annað sagt en að hann hafi náð athygli þeirra þingmanna sem hlýddu á mál hans. Meðal annars ítrekaði hann að íslensk stjórnvöld væru enn þeirrar skoðunar að rétt hefði ver- ið ráðast inn í Írak og fullyrti jafn- framt að mikið hefði áunnist í endurreisnarstarfi þrátt fyrir að ýmis ljón hefðu verið í veginum. „Meinfýsnishlakkandi úrtölumenn víða um heim hafa einblínt á erfið- leikana sem vissulega er við að etja í Írak og virðast telja deilur um aðdraganda innrásarinnar skipta meira máli en frelsi og framtíðarvonir Íraka,“ sagði hann og bætti því við að enginn gæti með sanngirni haldið öðru fram en að íraska þjóðin væri betur sett nú en undir Saddam Hussein. Utanríkisráðherra vottaði þessu næst palestínsku þjóðinni samúð sína og ríkisstjórnarinnar vegna fráfalls Jassers Arafat og lét í ljós ósk sína um að eftir- mönnum hans tækist að koma á friði í landinu. Auðheyrt var á Davíð að honum þótti Palestínu- menn ekki hafa staðið sig sem skyldi í þessum efnum. Stjórnarandstæðingar gerðu nokkurn aðsúg að utanríkisráð- herra vegna þessa hluta ræðunn- ar. Guðmundur Árni krafðist þess að fá að vita hvort Davíð hefði átt við stjórnarandstöðuna þegar hann talaði um „meinfýsnishlakk- andi úrtölumenn“, þorra íslensku þjóðarinnar eða jafnvel meiri- hluta hins vestræna heims. Sagði hann ósmekklegt að gefa í skyn að í öllu þessu fólki hlakkaði yfir ástandinu. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri grænna, minntist þess í upphafi máls síns að góðgjarn maður hefði eitt sinn sagt að jafnan bæri að leita að hinu jákvæða í máli fólks. „Aldrei óraði mig fyrir því að utanríkis- ráðherra myndi leggja slíka þraut fyrir okkur,“ sagði hann áður en hann tók til við að gagnrýna ein- stök atriði í máli Davíðs. Fór Ög- mundur allhörðum orðum um Íraksmálin og eftir að hafa dregið upp talsvert frábrugðna mynd af ástandinu og bent á að gereyðing- arvopn væru ófundin spurði hann einfaldlega: „Hvers lags rugl er þetta eiginlega?“ Því næst vék Ögmundur að stöðu og horfum í Ísrael og var á honum að heyra að utanríkisráðherra drægi upp helst til einfaldaða mynd af orsök- um ófriðarins. Davíð varðist orð- um Ögmundar fimlega og benti á að vera fjölþjóðahersins í Írak væri í umboði Sameinuðu þjóð- anna og dró þar að auki í efa trú- verðugleika nýlegrar skýrslu um mannfall borgara í efa. Ögmund- ur lét þó ekki slá sig út af laginu heldur sagði að ólíkt ríkisstjórn- um nágrannalandanna neituðu ís- lensk stjórnvöld að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Stjórn Kabúlflugvallar úr höndum Íslendinga Íslenskir friðargæsluliðar hafa staðið í ströngu í Afganistan að undanförnu og hrósaði Davíð þeim fyrir störf sín. Því vakti at- hygli að utanríkisráðherra tjáði þingheimi að stjórn flugvallarins myndi færast í hendur annars aðildarríkis Atlantshafsbanda- lagsins á næsta ári. Þá kæmi til greina í staðinn að Ísland legði af mörkum liðsmenn til annarra friðargæsluverkefna í landinu. Fyrr í ræðunni hafði Davíð viðrað þann möguleika að Ísland tæki þátt í þjálfun íraskra öryggis- sveita á vegum NATO. Guðmundur Árni hvatti í þessu sambandi til þess að Íslendingar veldu sér verkefni við hæfi og varaði við því að við tækjum að okkur slíka þjálfun. Taldi hann réttara að þjóðin léti gott af sér leiða á mannúðlegri vettvangi. Þau Siv Friðleifsdóttir, Fram- sóknarflokki, og Magnús Þór Haf- steinsson, Frjálslyndum, tókust sömuleiðis á um þessi efni. Sagði Magnús Þór að ekki væri nauð- synlegt fyrir Íslendinga að vera á listanum yfir „hinar staðföstu þjóðir“ til að geta tekið þátt í upp- byggingarstarfi á átakasvæðum. Siv taldi hins vegar órökrétt fyrir Ísland að fara nú af listanum því af öllum verkefnum hernámsliðs- ins í Írak væri eingöngu uppbygg- ingarstarfið eftir. Magnús benti á að herlög ríktu í landinu og stór- sókn bandamanna á Falluja stæði nú yfir þannig að orð Sivjar ættu ekki við rök að styðjast en hún svaraði að bragði að færu Íslend- ingar af listanum sendum við þau skilaboð að við vildum ekki taka þátt í uppbyggingarstarfi. Skeggrætt lengi dags Umræður um skýrslu utanríkis- ráðherra stóðu mestan hluta gær- dagsins og var margt fleira til umræðu en þau mál sem tíunduð eru hér, til dæmis breytt hlutverk NATO og nýtt umhverfi í Evrópu- málunum. Fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs enda mikilvæg mál á dagskránni sem snertu hag landsmanna og heimsbyggðarinn- ar allrar. ■ FORYSTUMENN FLOKKANNA Stjórnmálaflokkarnir eru tregir til að gefa upplýsingar um fjármál sín, þar á meðal styrki frá olíufélögunum. Hér má sjá forystumenn nokkurra flokka á leið inn í Alþingishúsið. JASSER ARAFAT Arafats minnst: Samúð vottuð STJÓRNMÁL Davíð Oddsson utanrík- isráðherra vottaði palestínsku þjóðinni samúð sína og ríkis- stjórnarinnar við umræður um ut- anríkismál á Alþingi í gær. Sagðist Davíð vona að eftirmönn- um Arafats tækist að byggja upp frið í landinu. ■ AUÐIR RÁÐHERRASTÓLAR Ríkisstjórnin fjölmennti ekki til þingfundar en þess ber þó að geta að allmargir ráðherrar áttu í viðræðum við deilendur í kennaramálinu á meðan honum stóð. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR ÚR ÞINGSAL SKÝRSLA UTANRÍKISRÁÐHERRA Íslendingar hætta rekstri flugvallarins í Kabúl Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi um utanríkismál að Íslendingar myndu hætta rekstri flugvallarins í Kabúl á næsta ári. Margt bar á góma í máli hans, þar á meðal varnarsamstarfið við Bandaríkin, ástandið í Írak og andlát Jassers Arafat. DAVÍÐ ODDSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA „Meinfýsnishlakkandi úrtölumenn víða um heim hafa einblínt á erfiðleikana sem vissu- lega er við að etja í Írak.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 22-23 (360°) 11.11.2004 20:02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.