Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 1
● gaggandi fiðurfé á draugabar Lýður Árnason: ▲ SÍÐA 35 Vekur fortíðar- drauga ● hrá eins og viðfangsefnið Pönkararnir Siggi og Örn: ▲ SÍÐA 41 Gerðu heimildar- mynd um pönkið MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR BORGARLEIKHÚSIÐ Leikritið Svik eftir breska leikskáldið Harold Pinter, í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman, verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins í kvöld klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 12. nóvember 2004 – 310. tölublað – 4. árgangur ÓLAFUR ÖRN RÁÐINN ÁN AUG- LÝSINGAR Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra gekk meðan hann var enn utan- ríkisráðherra frá ráðningu Ólafs Arnar Har- aldssonar, fyrrverandi þingmanns, í starf forstjóra Ratsjárstofnunar án þess að stað- an væri nokkru sinni auglýst. Síða 2 MIKIL HÆKKUN UM ÁRAMÓT FYRIR NEMA Í SAMBÚÐ Leikskóla- gjöld hækka um allt að 42 prósent um ára- mótin hjá fólki í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi. Síða 2 GREIDDU FYRIR VEGTYLLUR Fram- sóknarmenn sem fengu störf í gegnum flokkinn létu hluta launa sinna renna til flokksins til að greiða skuldir í fjögur ár á tímabilinu 1992 til 2000. Engu máli skipti hvers konar störf það voru. Síða 4 100 PRÓSENTA LÁN NOTUÐ TIL AÐ ENDURFJÁRMAGNA Forstöðu- maður Hagfræðistofnunar segir tilkomu 100 prósenta íbúðalánanna opna fyrir nýj- an möguleika hjá fólki til að endurfjár- magna skuldir sínar. Síða 4 Kvikmyndir 34 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 40 Íþróttir 28 Sjónvarp 44 Magdalena Margrét: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Skór ganga aftur ● matur ● tilboð nr. 45 2004 EINLÆG OG OPIN SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 12 . n óv . - 1 8. nó v. fólk tíska sambönd stjörnuspá persónuleikapróf + Þorvaldur Davíð Myndabækur Náttföt ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON » þorir að vera mjúkur » á kafi í kallakaffi HILMAR ODDSSON ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU DAG Þorir að vera mjúkur ● bækur ● tíska ● sjónvarp STÖKU ÉL NORÐAN TIL Bjart með köflum syðra. Frost 2-6 stig nyrðra en hiti við frostmark syðra. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Allt landið Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. KJARAMÁL Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitar- félaganna verði vísað í gerðar- dóm, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Eftir að lögin hafa verið sam- þykkt verður skipaður gerðar- dómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitar- félaganna. Allt bendir til að lög um kjara- dóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bund- inn endi á verkfall grunnskóla- kennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartil- lögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjar- lægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja for- dæmi um laun vegna þeirra kjara- viðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en samþykkt frum- varpið þar sem umræður um mál- ið geri lítið annað en að fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: „Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í ár- inni að það sé þekkingarleysi, al- gert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ráði ríkjum hinum megin borðsins.“ Sjá síðu 4 Samfylkingin: Kurr vegna þáttar Framsóknar STJÓRNMÁL Samfylkingarmenn fagna því að borgarstjóri Reykjavíkur komi á ný úr þeirra röðum. Á sama tíma eru margir af helstu forystumönnum flokks- ins ósáttir við að framsóknar- menn hafi í raun valið Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Þá hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verið gagnrýnd fyrir að standa ekki þétt að baki Stef- áni Jóni Hafstein, oddvita flokks- ins í borgarstjórn sem meðal ann- ars sigraði Steinunni Valdísi í síðasta prófkjöri fyrir borgar- stjórnarkosningar. Ingibjörg Sól- rún vísar þessu á bug og segir að Samfylkingin megi vel við una að borgarstjóraefnið komi úr röðum flokksmanna. „Við skulum heldur ekki gleyma því að ef hinir flokk- arnir hefðu stillt upp kandídötum hefði Samfylkingin rétt eins getað beitt neitunarvaldi.“ Stefán Jón Hafstein segist gjalda styrkleika síns í þessu máli: „Það hefnir sín að ég vann glæsilega í prófkjöri Samfylking- arinnar. Þetta var ekki það sem ég bjóst við að sigurinn myndi hafa í för með sér.“ Össur Skarphéðinsson segist munu styðja Steinunni Valdísi heilshugar: „Þetta var sameigin- leg niðurstaða. Það var enginn flokkur sem ákvað hana umfram aðra flokka. Það gátu allir sætt sig við Steinunni vegna hennar miklu eðliskosta.“ - ás Sjá síðu 10 Þorgrímur Þráinsson: GRÁTIÐ Í PALESTÍNU Mikil sorg var meðal Palestínumanna eftir að Jasser Arafat lést á sjúkrahúsi í París í fyrrinótt. Útför hans verður hald- in í Kaíró en lík hans verður greftrað í Ramallah. Minningarbók um Arafat mun liggja frammi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Sjá síðu 8 Kabúlflugvöllur: Úr höndum Íslendinga ALÞINGI Davíð Oddsson utanríkis- ráðherra flutti skýrslu um utan- ríkismál á Alþingi í gær. Tjáði hann þingheimi meðal annars að stjórn flugvallarins í Kabúl hyrfi úr höndum Íslendinga á næsta ári en útilokaði þó ekki að íslenskir friðargæsluliðar tækju að sér önnur verkefni í Afganist- an. Jafnframt viðraði hann þann möguleika að Íslendingar tækju þátt í þjálfun íraskra öryggis- sveita á næstu misserum. Þing- maður Samfylkingarinnar varaði við slíku og sagði réttara að Íslendingar veldu sér verkefni við hæfi. Þá kom fram í ræðu Davíðs að íslensk stjórnvöld væru reiðubúin til að semja við Bandaríkjamenn um aukna þátttöku í kostnaði á rekstri Keflavíkurflugvallar. Þetta kæmi til vegna vaxtar í farþegaflugi til og frá landinu. Sjá síðu 22 INGIBJÖRG SÓLRÚN OG STEFÁN JÓN Ingibjörg hefur verið gagnrýnd fyrir að styðja ekki Stefán Jón til borgarstjóra. Kennaradeilan fyrir gerðardóm Kjaradeila kennara og sveitarfélaganna fer fyrir gerðardóm. Frumvarp verður lagt fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin vildi ekki ákvarða laun kenn- ara og gefa fordæmi fyrir aðrar kjaraviðræður. Skólastarf hefst á mánudag. M YN D /A P Bresk skoðanakönnun: Vilja banna reykinn BRETLAND Nær fjórir af hverjum fimm Bretum vilja banna alveg reykingar á veitingastöðum og kaffihúsum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska dagblaðs- ins Daily Mirror, og nær þrír af hverjum fimm vilja banna reyk- ingar í öllum opinberum bygging- um í Bretlandi. Mest er andstaðan við það að banna reykingar á krám. Bresk veitingahús og kaffi- hús bjóða nú þegar upp á reyklaus svæði. 77 prósent allra Breta eru fylgjandi því að banna reykingar á veitingastöðum en 20 prósent eru því andvíg. Fylgi við slíku banni er mest meðal fólks yfir 55 ára aldri, en í þeim aldursflokki eru 82,5 prósent því fylgjandi. 58 prósent Breta vilja banna reykingar á opinberum stöðum en 36 prósent eru því andvíg. 49 pró- sent vilja banna reykingar á krám, 44 prósent vilja það ekki. ■ 01 Forsíða 11.11.2004 21:52 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.