Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 52
36 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Lækkar sjötta mánuðinn í röð Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur aldrei verið neðar á FIFA-listanum og hefur lækkað um 34 sæti síðan í maí úr því 56. niður í það 90. á listanum sem var birtur í fyrradag. FÓTBOLTI Eftir markalaust jafntefli gegn Maltverjum og stórtap á heimavelli fyrir Svíum á heima- velli þurfti það ekki að koma mikið á óvart að íslenska knatt- spyrnulandsliðið lækkaði enn einu sinni á styrkleikalista Al- þjóðaknattspyrnusambandsins sem var birtur í fyrradag. Íslenska landsliðið lækkaði sjötta mánuðinn í röð og er komið niður í 90. sætið á listanum. Landsliðið hafði aldrei verið neð- ar en í 88. sæti fyrir daginn í gær en í því sæti var liðið í síðasta mánuði sem og í ágúst 1997. Meðal þjóða sem við misstum upp fyrir okkur er Afríkuríkið Tógó sem bætist þar með í hóp með Angóla, Kenía, Gvæjana og Sýrlandi sem öll teljast vera með betri knattspyrnulandslið en Íslendingar í dag. Íslenska liðið komst í 42. sæti í ársbyrjun 2000 en var í 58. sæti í ársbyrjun á umræddum lista og hefur fallið um heil 32 sæti á þess- um ellefu mánuðum, þar af niður um 34 sæti frá því í maí þegar íslenska liðið var í 56. sæti á list- anum. Íslenska landsliðið hefur nú farið niður um sæti á listanum sex mánuði í röð en engin önnur þjóð hefur fallið hraðar niður list- ann á þessu ári eða fallið niður listann svo marga mánuði í röð. Næst okkur í falli niður FIFA- listann af Evrópuþjóðunum kem- ur landslið Skotlands sem hefur fallið um 23 sæti á árinu en þjálf- ari Skota, Berti Vogts, sagði einmitt starfi sínu lausu á dögun- um. Íslenska landsliðið vann að- eins einn af níu landsleikjum sínum á árinu, töpin urðu sex, þar af fimm þeirra í sjö landsleikjum frá því í lok maí. Af gengi hinna liðanna í riðli Íslands er það frétt að Svíar hækka sig um sjö sæti upp í það 15., Króatar standa í stað í 23. sæt- inu, Búlgarar hækka sig um fjög- ur sæti upp í það 37. og Ungverjar lækka um sex niður í það 74. en Maltverjar hækka sig um eitt sæti og fara upp í 132. sæti listans. ■ HÆSTA FALL Á FIFA-LISTANUM Á ÁRINU: -32. sæti Ísland (58-90) -24. sæti Madagaskar (118-142) -23. sæti Skotland (54-77) -22. sæti Belgía (16-38) -21. sæti Kongó (56-77) -20. sæti Bosnía og Hersegóvína (59-79) -18. sæti Lesótó (120-138) -18. sæti Eþíópía (130-148) FALL ÍSLENSKA LIÐSINS Á SÍÐ- USTU MÁNUÐUM: maí 2004: 56. sæti júní 2004: 65. sæti (-9 sæti) júlí 2004: 75. sæti (-10 sæti) ágúst 2004: 79. sæti (- 4 sæti) september 2004: 80. sæti (- 1 sæti) október 2004: 88. sæti (-8 sæti) nóvember 2004: 90. sæti (-2 sæti) NIÐUR, NIÐUR, NIÐUR Íslenska knattspyrnulandsliðið lækkaði enn einu sinni á styrk- leikalista FIFA sem var birtur í gær. Ísland lækkaði sjötta mánuðinn í röð og er komið nið- ur í 90. sætið á listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KR - Keflavík DHL – Höllin 12. nóvember kl. 19:15 Innifalið í verði er: Æfingatreyja, sokkar og stuttbuxur Morgunmatur Allar nánari uplýsingar í síma 896 2386 og á heimasíðu okkar www.knattspyrnuskólinn.is Skráning er á: skraning@knattspyrnuskolinn.net 4.3.2.m.fl. karla – 3.2.mfl.kvenna Æfingar 3x í viku Þriðjudagar, Fimmtudagar og Föstudagar kl: 06.30 - 07.30. 4 vikur kosta 21.900 4.975 kr per mánuð miðað við 3 mán. greiðsludreifingu. 5.flokkur karla og 4. flokkur kvenna: Æfingar 2x í viku Mánudagar og Miðvikudagar kl: 06.30 - 07.30 4 vikur kosta 15.900 4.433 kr per mánuð miðað við 3 mán. greiðsludreifingu. Námskeið 4 vikur: 15. Nóv–10. Des. Markmannsþjálfun: Guðmundur Hreiðarsson Stórlið Real Madrid: Ekki tapað án Beckhams FÓTBOLTI Spænska stórliðið Real Madrid hefur ekki tapað þeim átta leikjum sem það hefur verið án Davids Beckham. Real Madrid hefur spilað fjóra leiki í spænsku úrvalsdeildinni, tvo í meistaradeildinni og tvo í bikar- keppninni og hefur unnið sex þeirra og gert tvö jafntefli. Guti hefur tekið stöðu Beckhams á miðjunni og tala spænskir fjöl- miðlar um að hann hafi komið með ferska vinda inn í liðið. ■ 52-53 (36-37) SPORT 11.11.2004 18:58 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.