Fréttablaðið - 12.11.2004, Side 52
36 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
Lækkar sjötta mánuðinn í röð
Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur aldrei verið neðar á FIFA-listanum og hefur lækkað um 34
sæti síðan í maí úr því 56. niður í það 90. á listanum sem var birtur í fyrradag.
FÓTBOLTI Eftir markalaust jafntefli
gegn Maltverjum og stórtap á
heimavelli fyrir Svíum á heima-
velli þurfti það ekki að koma
mikið á óvart að íslenska knatt-
spyrnulandsliðið lækkaði enn
einu sinni á styrkleikalista Al-
þjóðaknattspyrnusambandsins
sem var birtur í fyrradag.
Íslenska landsliðið lækkaði
sjötta mánuðinn í röð og er komið
niður í 90. sætið á listanum.
Landsliðið hafði aldrei verið neð-
ar en í 88. sæti fyrir daginn í gær
en í því sæti var liðið í síðasta
mánuði sem og í ágúst 1997.
Meðal þjóða sem við misstum
upp fyrir okkur er Afríkuríkið
Tógó sem bætist þar með í hóp
með Angóla, Kenía, Gvæjana og
Sýrlandi sem öll teljast vera með
betri knattspyrnulandslið en
Íslendingar í dag.
Íslenska liðið komst í 42. sæti í
ársbyrjun 2000 en var í 58. sæti í
ársbyrjun á umræddum lista og
hefur fallið um heil 32 sæti á þess-
um ellefu mánuðum, þar af niður
um 34 sæti frá því í maí þegar
íslenska liðið var í 56. sæti á list-
anum. Íslenska landsliðið hefur
nú farið niður um sæti á listanum
sex mánuði í röð en engin önnur
þjóð hefur fallið hraðar niður list-
ann á þessu ári eða fallið niður
listann svo marga mánuði í röð.
Næst okkur í falli niður FIFA-
listann af Evrópuþjóðunum kem-
ur landslið Skotlands sem hefur
fallið um 23 sæti á árinu en þjálf-
ari Skota, Berti Vogts, sagði
einmitt starfi sínu lausu á dögun-
um. Íslenska landsliðið vann að-
eins einn af níu landsleikjum
sínum á árinu, töpin urðu sex, þar
af fimm þeirra í sjö landsleikjum
frá því í lok maí.
Af gengi hinna liðanna í riðli
Íslands er það frétt að Svíar
hækka sig um sjö sæti upp í það
15., Króatar standa í stað í 23. sæt-
inu, Búlgarar hækka sig um fjög-
ur sæti upp í það 37. og Ungverjar
lækka um sex niður í það 74. en
Maltverjar hækka sig um eitt sæti
og fara upp í 132. sæti listans. ■
HÆSTA FALL Á FIFA-LISTANUM
Á ÁRINU:
-32. sæti Ísland (58-90)
-24. sæti Madagaskar (118-142)
-23. sæti Skotland (54-77)
-22. sæti Belgía (16-38)
-21. sæti Kongó (56-77)
-20. sæti Bosnía og Hersegóvína (59-79)
-18. sæti Lesótó (120-138)
-18. sæti Eþíópía (130-148)
FALL ÍSLENSKA LIÐSINS Á SÍÐ-
USTU MÁNUÐUM:
maí 2004: 56. sæti
júní 2004: 65. sæti (-9 sæti)
júlí 2004: 75. sæti (-10 sæti)
ágúst 2004: 79. sæti (- 4 sæti)
september 2004: 80. sæti (- 1 sæti)
október 2004: 88. sæti (-8 sæti)
nóvember 2004: 90. sæti (-2 sæti)
NIÐUR, NIÐUR, NIÐUR Íslenska knattspyrnulandsliðið lækkaði enn einu sinni á styrk-
leikalista FIFA sem var birtur í gær. Ísland lækkaði sjötta mánuðinn í röð og er komið nið-
ur í 90. sætið á listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KR - Keflavík
DHL – Höllin
12. nóvember
kl. 19:15
Innifalið í verði er:
Æfingatreyja, sokkar og
stuttbuxur
Morgunmatur
Allar nánari uplýsingar í síma 896 2386 og á heimasíðu okkar www.knattspyrnuskólinn.is
Skráning er á: skraning@knattspyrnuskolinn.net
4.3.2.m.fl. karla – 3.2.mfl.kvenna
Æfingar 3x í viku
Þriðjudagar, Fimmtudagar og Föstudagar kl: 06.30 - 07.30.
4 vikur kosta 21.900
4.975 kr per mánuð miðað við 3 mán. greiðsludreifingu.
5.flokkur karla og 4. flokkur kvenna:
Æfingar 2x í viku
Mánudagar og Miðvikudagar kl: 06.30 - 07.30
4 vikur kosta 15.900
4.433 kr per mánuð miðað við 3 mán. greiðsludreifingu.
Námskeið
4 vikur: 15. Nóv–10. Des.
Markmannsþjálfun:
Guðmundur Hreiðarsson
Stórlið Real Madrid:
Ekki tapað án
Beckhams
FÓTBOLTI Spænska stórliðið Real
Madrid hefur ekki tapað þeim
átta leikjum sem það hefur verið
án Davids Beckham. Real
Madrid hefur spilað fjóra leiki í
spænsku úrvalsdeildinni, tvo í
meistaradeildinni og tvo í bikar-
keppninni og hefur unnið sex
þeirra og gert tvö jafntefli. Guti
hefur tekið stöðu Beckhams á
miðjunni og tala spænskir fjöl-
miðlar um að hann hafi komið
með ferska vinda inn í liðið. ■
52-53 (36-37) SPORT 11.11.2004 18:58 Page 2