Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 14
14 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR SKOÐAR VERKSUMMERKI ÁRÁSAR Í það minnsta tíu óbreyttir borgarar létu lífið í sprengjuárás í Bagdad sem beint var gegn íröskum lögreglubílum. Kona sem býr í nágrenninu sést hér virða verks- ummerki sprengingarinnar fyrir sér. NETIÐ Vísir.is hefur stækkað mjög hratt síðustu vikur og mánuði og er nú með yfir 90 þúsund vikulega notendur samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Í liðinni viku fjölgaði notend- um Vísis um rúm 13% sem má helst rekja til stórrar fréttaviku. Meðal heitustu mála á Vísi í síð- ustu viku var m.a. kosningavakt í kringum forsetakosningar í Bandaríkjunum, Eddukosning, Grímsvatnagosið, olíusamráðið og ferðaleikur Vísis. VefTíVí Vísis hefur einnig slegið rækilega í gegn og hefur notkun þess aukist stöðugt. Í lið- inni viku var enn eitt áhorfsmetið slegið en 84 þúsund fréttastraum- ar voru skoðaðir frá mánudegi til sunnudags. Þess ber að geta að hægt er að horfa á fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu, allan frétta- tímann hvenær sem er og einnig stakar fréttir úr fréttalista. Nýtt VefTíVí verður opnað í vikunni með nýjum efnisliðum eins og Ís- landi í dag, Íslandi í bítið, Silfri Egils, Olíssporti og skemmtiefni eins og tónlistarmyndböndum og gríni. Samkvæmt samræmdri vef- mælingu Modernuss er Vísir nú fjórða stærsta vefsvæðið á land- inu, er aðeins 3.419 notendum undir leit.is sem mælist þriðja stærsta vefsvæði landsins. Not- endafjöldi Vísis hefur ríflega tvö- faldast undanfarnar tíu vikur, enda hefur vefurinn tekið stakka- skiptum hvað þjónustu við lesend- ur varðar. ■ Fólk nýtir 100% lán og kaupir dýrara Fólk er þegar farið að nýta sér 100% íbúðalán. Ekki þykir lengur tiltökumál þótt fasteignasala selji eignir upp á 70-100 milljónir í hverri viku. FASTEIGNIR Húsnæðiskaupendur eru þegar farnir að nýta sér 100% lán, sem bankarnir bjóða upp á til að fjármagna fasteignakaup sín, að sögn Björns Þorra Viktorssonar hjá fasteignasölunni Miðborg. Hann er jafnframt formaður Félags fasteignasala. „Fyrstu eignirnar seldust hér í gær þar sem gert var ráð fyrir 100% lántöku,“ sagði hann. „Þá er mjög eindregin þróun í þá átt, að fólk sé að kaupa dýrari eignir held- ur en áður. Fólk sem áður var kannski að leita að eignum fyrir 14-16 milljónir er jafnvel í dag að kaupa eignir fyrir 20-23 milljónir. Það merkilega er að það stendur jafnvel uppi með léttari greiðslu- byrði, miðað við að það taki 80 pró- sent lán, heldur en ef það hefði keypt 16 milljóna króna eign í gamla kerfinu þar sem hámark lána var 65% af langtímalánum.“ Björn Þorri sagði þetta helgast af því að í mjög mörgum tilvikum hefði fólk verið að fjármagna kaup sín 90-100%. Það hefði fengið hámarks- lán frá Íbúðalánasjóði og fjármagn- að afganginn með lífeyrissjóðslán- um og bankalánum, auk lána með veði í fasteignum ættingja. „Ég held að menn séu að ofmeta að það verði einhverjar gríðarlegar breytingar með þessum nýju lána- möguleikum,“ sagði Björn Þorri. „Fólk hefur verið að skuldsetja sig allt að 100% á liðnum misserum og árum. Breytingin er sú að þá þurfti að fara miklu flóknari og dýrari leiðir til þess. Nú auðveldar þetta miklu fleirum að gera þetta.“ Spurður hvort mynstrið í fast- eignasölunni hefði breyst að undanförnu sagði Björn Þorri að litlar íbúðir seldust jafnt og þétt, en áherslan á stærri eignir hefði jafnframt aukist. Það þætti ekkert merkilegt í dag þótt einhver keypti sér hús fyrir 70-100 milljónir. Slík- ar eignir seldust nú nánast í hverri viku. „Stærstu og glæsilegustu eign- irnar hafa hækkað mikið í verði, þar sem Íslendingum sem eru verulega efnaðir hefur fjölgað mjög á síðustu 4-5 árum. Það leiðir til þess að svigrúm skapast til hækkunar á venjulegum sérbýlum á bilinu 20-40 milljónir. Með þess- um nýju lánum hefur orðið til kaupendahópur að síðarnefndu eignunum.“ jss@frettabladid.is Héraðsdómur Norðurlands eystra: Dæmdur fyrir að rífa upp klósett DÓMSMÁL Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í þrjátíu daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir að rífa salernisskál upp úr gólfi hjá ná- granna sínum. Salernisskálin eyðilagðist. Maðurinn varði sig sjálfur og krafðist sýknu. Fyrir dómi sagðist hann aðeins hafa komið inn í íbúð nágrannakonu sinnar til að að- stoða hana vegna bágrar heilsu hennar. Hjá lögreglu hafði maður- inn hins vegar játað að hafa farið til nágrannans þar sem hann tók klósettið upp úr gólfinu og lagði það á hliðina. Það sem hefði fyllt mælinn var að konan hefði ekki staðið við áður gefið loforð um að sturta ekki niður fyrr en búið væri að laga klósettrörið, eins og hún hefði lofað, og því hefði saur og hland endað á salernisgólfinu hjá honum. Fyrir dómi bar hann því við að lögregluskýrslan væri ekki sannleikanum samkvæm þar sem hann hefði verið undir áhrif- um sterkra lyfja vegna veikinda þegar hún var tekin. - hrs FASTEIGNIR Litlar íbúðir seljast jafnt og þétt en sala stærri eigna hefur jafnframt aukist. Vísir stækkar hratt: Fjórða stærsta vefsvæði landsins VÖXTUR VÍSIS Gestafjöldi á viku. 32. vika 32.742 gestir 45. vika 92.079 gestir Ísraelskir landtökumenn: Fagna dauða Arafats ÍSRAEL, AFP „Dauði Jassers Arafat markar brotthvarf morðingja gyðinga, sem bar ábyrgð á því að valda sorg á þúsundum ísraelskra heimila,“ sögðu forystumenn Yesha, samtaka ísraelskra landtökumanna á landsvæðum Palestínumanna. Arafat var þeim enginn harmdauði heldur vakti andlát hans vonir land- tökumanna um betri hag sinn. „Við vonum að dauði hans geri það að verkum að hægt verði að hætta við áætlunina um brotthvarf frá landnemabyggðum sem byggir á þeim misskilningi að slík aðgerð geti tryggt öryggi,“ sagði enn frem- ur í yfirlýsingu landtökumanna. ■ 14-15 11.11.2004 19:39 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.