Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2004, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 12.11.2004, Qupperneq 25
25FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2004 Verð- sprengja Tilboðin gilda meðan birgðir endast 4.999kr 155/70R13 155/80R13 165/70R13 175/70R13 175/65R14 175/70R14 185/65R14 185/70R14 185/65R15 195/65R15 205/75R15 215/75R15 235/75R15 205/55R16 215/65R16 225/70R16 265/75R16 Dekkja- stærð verð frá kr/stk.ónegld 4.499kr 5.499kr Úlpa 13" 14" 15" 16" hágæða ónegld og negld vetrardekk. Mikið skorin með grófu munstri og nöglum sem henta vel í snjó og hálku. 6.499kr 9.999kr í Hagkaupum Skeifunni PÓ STV ERSLUN HAGKAUP A 800 6680 grænt númer www.hagkaup.is sími 568 2255 lögin. Var lítraverðið því 102,90 hjá öllum. Olíufélögin stilltu síðan aftur saman strengi sína í byrjun júní. Það gekk hins vegar ekki alveg snurðulaust fyrir sig því 1. júní hækkaði Olís í 107,90 en hin félögin gerðu það ekki fyrr en 5. og 6. júní. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs fór þetta eitt- hvað illa í Einar því hann upp- lýsti hjá Samkeppnisstofnun að hafa „skammað“ aðstoðarfor- stjóra Skeljungs fyrir að hafa ekki hækkað verð strax 1. júní. Þess ber að geta að Kristinn var í fríi frá 27. maí til 10. júní. Þess vegna hafði Einar samband við aðstoðarforstjórann. Fjölmiðlar bitu á agnið Athyglisvert er að skoða hækk- anir og lækkanir olíufélaganna í maí út frá opinberri umræðu um málið. Fjölmiðlar landsins líktu ástandinu við verðstríð á bensín- markaði og setti Félag íslenskra bifreiðaeigenda upp sérstaka bensínverðvakt á heimasíðu sinni. Morgunblaðið birti frétt 9. maí árið 2001 undir fyrirsögninni „Örar verðlækkanir á bensín- markaði“. „Nokkurs taugatitrings gætti á bensínmarkaði í gær [8. maí 2001] og breyttist verð á sjálfs- afgreiðslustöðvum ört eftir því sem leið á daginn. Olíufélagið hefur ákveðið að lækka eldsneyti á ný, sem nemur hækkun félags- ins á verði bensíns þann 4. maí,“ segir í fréttinni. Á sama tíma og fjölmiðlar ræddu um verðstríð á bensín- markaði skömmuðust forstjórar félaganna hvor út í annan fyrir að fylgja ekki þeirri hefð sem við lýði var í verðlagningu bensíns á íslenskum olíumarkaði. Athyglisvert er einnig að hafa í huga að skömmu áður en „nokk- urs taugatitrings gætti á bensín- markaði“ hafði samkeppnisráð ákvarðað um ólögmætt samráð fyrirtækja á grænmetis- og ávaxtamarkaði. Kristinn boðaði meðal annars forstjóra Olís og Essó til fundar 5. apríl 2001 vegna málsins og ummæla Sigurðar G. Guðjónssonar, sem þá var lögmaður eins grænmetis- fyrirtækisins. Sigurður G. hafði látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að nauðsynlegt væri að rannsaka hugsanlegt samráð olíufélag- anna. Samstilltar og taktfastar verðbreytingar Með hliðsjón af lýsingum for- svarsmanna Essó og Olís á sam- starfi félaganna um verðbreyting- ar telur samkeppnisráð líklegt að minniháttar mismunur á bensín- verði olíufélaganna frá árinu 1993 til 1996 hafi verið ákveðinn til þess að dylja ólögmætt samstarf þeirra. Samkeppnisráð telur að saman- burður á verðlistum félaganna styðji ekki það viðhorf þeirra að verulega hafi dregið úr samstarfi þeirra í verðlagsmálum á árinu 1997 eða síðar. Ef undan sé skilið „verðstríðið“ í maí 2001, gefi slík- ur samanburður þvert á móti til kynna að verðbreytingar félag- anna hafi orðið samstilltari og taktfastari á árunum 1998 til 2001 heldur en áður var. ■ Félagsdómur hefur vísað sérsamningi áhafnar skipsins Sólbaks frá þar sem ákvæði hans eru ekki talin síðri en kjarasamningur sjómanna greinir á um. Sjómannaforystan er sátt því þeir segja samninginn hafa tekið breytingum. Hann sé nú ásættanlegur. Félagsdómur hefur þó ekki lokið umfjöllun um Sól- bakssamninginn. Vélstjórar vilja svör um hvort málamyndunarfyrirtæki séu lögleg. Málið hófst þegar forstjóri Brims til- kynnti 20. september að hann hefði stofnað Útgerðarfélagið Sólbak ehf., dótturfyrirtæki Brims, og gert sérsamn- ing við áhafnarmenn skipa útgerðarinn- ar og fært þá yfir á skipið Sólbak EA-7. Það hét áður Rauðinúpur og stundaði rækjuveiðar. Forstjórinn lofaði skipverj- um þorskkvóta, lengri fríum og hærri launum fyrir hvern gegn því að þeir yrðu færri um borð. Síðan dró hann fyrirtæk- ið út úr samtökum útgerðarmanna, LÍÚ, og samdi við áhöfnina að segja sig úr verkalýðsfélögum. Hann tók út úr kjara- samningum sjómanna 30 klukkustunda hafnarfrí sem hverju skipi er gert að hlíta eftir hvern veiðitúr. Forystumenn sjómanna sögðu einnig að gert væri ráð fyrir að sjómenn lönduðu aflanum sjálfir og að uppsagnarákvæði væru rýrð. Það vildi forstjórinn ekki gangast við. Atriðin voru bitbein sjómannaforystunnar og út- gerðarmanna sem höfðu setið að samn- ingaborðinu í níu nánuði án árangurs. Verkalýðsfélög gagnrýndu sérsamning- inn og sögðu hann aðför að vinnandi stéttum og því fyrirkomulagi sem ríkt hefði á vinnumarkaðinum frá því á þriðja tug síðustu aldar. Þeir sögðu sjó- mönnunum stillt upp við vegg og gert að velja á milli lakari kjara en aðrar áhafnir eða atvinnuleysi. Sjómannaforystan kærði sérsamninginn til félagsdóms sem vísaði málinu frá eftir að honum hafði verið breytt. Foryst- an er sátt en ekki vélstjórar sem vilja svör um hvort málamyndunarfyrirtæki sem stofnuð séu til að komast hjá landslögum og íslenskum kjarasamning- um séu lögleg. Kjarni málsins er sá að verkalýðsfélögin harma sérsamninga séu þeir síðri en grunnkjarasamningar. Þeir horfa á heild- arhagsmuni sjómanna en heildarhlutur áhafnarinnar lækkar fækki sjómönnum. Forstjórinn taldi hins vegar samninginn úreltan og ekki í takt við markaðslög- mál. Hann horfði á sérhagsmuni hvers sjómanns; við fækkun manna fengju þeir sem eftir sætu hærri laun. FBL GREINING: SÉRSAMNINGUR SKIPSINS SÓLBAKS EA-7 Hagsmunir einstaklingsins og heildarinnar ólíkir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 24-25 (360°) 11.11.2004 15:59 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.