Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 8
12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Þingsályktun um heimilisofbeldi: Markmið að ná utan um ofbeldið ALÞINGI Þingsályktun um setningu lagaákvæðis um heimilisofbeldi hefur verið lögð fram á Alþingi. „Markmiðið er að ná utan um þann verknað sem heimilisofbeldi er, í víðum skilningi,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður þingsályktunar- innar. Ágúst Ólafur sagði að heimilis- ofbeldi væri nú dæmt eftir mörg- um ákvæðum refsilaga. Það væri eitt algengasta mannréttindabrotið í heiminum en hvergi væri minnst á heimilisofbeldi í íslenskri löggjöf og það hvergi skilgreint. „Í heimilisofbeldismálum er helst dæmt eftir ákvæðum hegning- arlaga um líkamsárásir sem leggja áherslu á líkamlega áverka og að- ferðina við brotið,“ sagði hann. „Áhöld eru því um hvort þessi ákvæði ein og sér taki nægilega á heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi getur verið af ýmsu tagi, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi sem oft nær yfir langan tíma; er jafnvel án sýnilegra áverka og gerist innan veggja heimilisins. Þetta markar að nokkru leyti sér- stöðu þessara brota.“ - jss Arafat jarðsettur Arafat lést í fyrrinótt eftir erfið veikindi. Útför hans verður gerð í tvennu lagi í dag. Þjóðarleiðtogar minntust hans og lögðu áherslu á að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Velja þarf eftirmann hans innan 60 daga. PALESTÍNA, AFP/AP Jasser Arafat, sem lést í fyrrinótt eftir tæpra tveggja vikna legu á sjúkrahúsi í París, verður jarðsunginn í dag. Fjöldi fyrirmenna verður við- staddur útför hans í Kaíró áður en lík hans verður flutt til Ramallah þar sem það verður greftrað. Sjálfur vildi Arafat hvíla í Jerúsal- em en varð ekki að ósk sinni um það frekar en að sjá sjálfstætt ríki Palestínumanna. Skipuleggjendur greftrunar hans sáu hins vegar til þess að mold yrði flutt frá Jerúsal- em til Ramallah og lík hans greftr- að í henni. Stjórnmálamenn um allan heim minntust Arafats og þrátt fyrir að þeir vonuðust allir eftir friði í Mið-Austurlöndum munaði miklu á því hvernig þeir minntust Arafats. „Sólin skín nú á Mið-Austur- lönd og heiminn allan því Arafat leiddi ekki aðeins hryðjuverka- baráttu gegn Ísrael heldur var hann upphafsmaður að hryðju- verkaöldunni sem ógnar heimin- um nú, þar á meðal al-Kaída. Öll þessi hryðjuverk eru afrakstur af starfi Arafats og það er gott fyrir heiminn að vera laus við hann,“ sagði Tommy Lapid, dómsmála- ráðherra Ísraels. „Maður hugrekkis og sannfær- ingar sem var í fjörutíu ár tákn- mynd baráttu Palestínumanna fyrir rétti þeirra til eigin ríkis,“ sagði Jacques Chirac Frakklands- forseti hins vegar um Arafat. Palestínumenn hafa 60 daga til að velja sér nýjan leiðtoga. Fram til þess tíma verður Rawhi Fattuh starfandi forseti palestínsku heimastjórnarinnar án verulegra áhrifa en ljóst þykir að einhver annar verður fyrir valinu sem næsti leiðtogi Palestínumanna. Arafat hélt fast í völd sín og pass- aði upp á að enginn augljós arftaki hans kæmi fram á sjónarsviðið. Það kann að gera val á eftirmanni hans erfiðara. Leiðtogar tveggja herskárra hreyfinga Palestínumanna sökuðu Ísraela um að hafa eitrað fyrir Arafat. Silvan Shalom, utanríkis- ráðherra Ísraels, þvertók fyrir það og vísaði til orða Nabil Shaath, utanríkisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, sem hafði áður sagt að ekki hefði verið eitr- að fyrir Arafat. Ísraelar hertu öryggisvörslu við Vesturbakkann og Gaza eftir að tilkynnt var um lát Arafats af ótta við að það yrði kveikja að árásum á Ísrael. ■ – hefur þú séð DV í dag? Dæmd fyrir 27 nýja glæpi í gær Hundrað glæpa konan 4,2% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Frábær söguflétta - óvænt endalok! Hvernig bregst faðir þrettán ára drengs við þeirri upp- götvun að hann hafi alla tíð verið ófrjór? Sagan er hjartnæm og spennandi, einkennist af erótík og gáskafullum húmor. „Bók sem spyr nútímapabbann áleitinna spurninga. Mæli hiklaust með henni.“ - Ólafur Þ. Stephensen ARAFATS MINNST Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM Palestínumenn um gjörvöll Mið-Austurlönd syrgðu Arafat í gær. Víða lagðist svartur reykur yfir byggðir Palestínumanna frá dekkjum sem þeir kveiktu í til að minnast fyrrverandi forseta síns AHMED QUREIA Núverandi forsætisráðherra lék stórt hlut- verk í Oslóarsamkomulaginu og var viðloð- andi allar friðarviðræður Palestínumanna og Ísraela á síðasta áratug síðustu aldar. Hann tók við starfi forsætisráðherra af Abbas en lenti líkt og hann í deilum við Arafat um hver skyldi stjórna öryggissveit- um Palestínumanna. Þegar Arafat veiktist varð Qureia valdamestur palestínskra ráða- manna. Qureia hefur sagst reiðubúinn að semja við Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, en Sharon hefur svarað því til að Qureia skorti völd eða vilja til að hægt sé að ræða við hann. MAHMOUD ABBAS Abbas var í gær útnefndur eftirmaður Arafats sem formaður Frelsissamtaka Pal- estínu. Hann var einn af höfundum Osló- arsamkomulagsins og varð fyrsti forsætisráðherra Palestínu. Því embætti sagði hann lausu eftir aðeins fjóra mánuði vegna deilna við Arafat um stjórn á örygg- issveitum. Abbas þykir hófsamur og lagði sig fram um að stöðva árásir herskárra hreyfinga á ísraelska borgara. Hann nýtur meiri virðingar á alþjóðavísu en heima við. Ísraelar og Bandaríkjamenn geta hugsað sér að eiga samstarf við hann en sumir Palestínumenn vantreysta honum. MARWAN BARGHUTI Vinsælasti leiðtogi Palestínumanna undan- farin ár að Arafat undanskildum ætti góða möguleika á að verða kosinn eftirmaður hans ef ekki væri fyrir það að hann afplánar nú fimm lífstíðardóma og 40 ár að auki eft- ir að ísraelskur dómstóll fann hann sekan um morð. Ísraelskir ráðamenn þvertóku í gær fyrir að honum yrði sleppt úr haldi. Barghuti, sem hvatti Palestínumenn til að halda áfram baráttu sinni gegn Ísraelum þrátt fyrir andlát Arafats, hefur sagt að ekki komi til greina að semja öðruvísi en svo að Palestínumenn ráði landsvæðum sem Ísra- elar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967. M YN D IR A P ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Vill setja lagaákvæði um þann verknað sem heimilisofbeldi er. 08-09 11.11.2004 21:24 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.