Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 48
„Ég ætla að halda upp á afmælið mitt í kvöld með því að halda tón- leika á Grand Rokk en hljómsveit- in á líka afmæli og er sex ára,“ segir Jón Björn Ríkharðsson, trommari hljómsveitarinnar Brain Police sem ætlar að gera allt vitlaust í kvöld, en Jón er 28 ára í dag. „Við verðum með tvær upphit- unarhljómsveitir með okkur, Per- fect Disorder og Sólstafir sem eru einnig góðir vinir okkar og á degi sem þessum vill maður vera í góðra vina hópi,“ segir Jón Björn og bætir við að Brain Police fagn- ar einnig útgáfu plötunnar Elect- ric Fungus í kvöld, en hún kom út 18. október síðastliðinn. „Í framhaldi af tónleikunum verður mikil gleði fram eftir morgni,“ segir Jón Björn og ætlar sér að sofa út á morgun, ef hann fær frí í vinnunni, en hann starfar sem bakari fyrir Mylluna í verslun Hagkaupa. Hann segir brauðið og rokkið eiga ágæta samleið í hans lífi en hlær bara þegar hann er spurður hvort hann trommi nokk- uð með bagetturnar í vinnunni. „Ég vona að flestir sjái sér fært að mæta og taki þátt í þess- um miklu, skemmtilegu, frábæru og æðislegu tímamótum,“ segir Jón Björn, en tónleikarnir hefjast kl. 11 og kostar litlar 500 kr. inn. JÓN BJÖRN RÍKHARÐSSON Fagnar afmæli sínu og hljómsveitar sinnar Brain Police með tónleikum á Grand Rokk í kvöld. Ólafur Haraldsson, eiginmaður Steinunnar Valdísar Óskarsdótt- ur, verðandi borgarstjóra, segir að það leggist ágætlega í sig að eiginkona hans til tíu ára sé að taka við svo valdamiklu embætti. „Við erum vön álagi,“ segir Ólaf- ur. „Steinunn hefur sinnt ýmsum störfum hjá borginni síðustu tíu ár og þar á meðal tímafrekum nefndarstörfum. Á þessu kjör- tímabili hefur hún verið í skipu- lagsnefnd sem hefur tekið drjúgan tíma. Það verða eflaust einhverjar breytingar en mér líst vel á þetta.“ Ólafur hóf störf hjá NM aug- lýsingastofu um síðustu áramót en var í eigin rekstri fram að því. Í vinnunni hannar hann auglýs- ingar, semur texta og kemur með hugmyndir að auglýsingum. Starfið getur því verið tímafrekt eins og hjá eiginkonunni. Ólafur og Steinunn eiga fimm ára gamla dóttur. Fjölskyldan fer saman á skíði þegar snjóar. „Það er næstum hætt að snjóa nú orð- ið. Við förum líka saman í veiði- ferðir og rennum þá gjarnan fyrir lax og silung. Við förum víða í aflaleit en erum oftast í Soginu og Elliðaánum. Ég legg líka stund á golf og hesta- mennsku. Dóttir mín kemur oft með mér að sinna hestunum og hún er ansi brött þótt ung sé og hefur gaman af því að umgangast hestana. Við sinnum þeim gjarn- an þegar Steinunn er á fundum. Ólafur segir að það verði að koma í ljós hvort breyttir hagir Steinunnar hafi áhrif á fjöl- skyldulífið. „Ég ímynda mér það að það fari meiri tími í opinbert líf. En pólitíkin hefur verið hluti af lífi okkar hjóna frá því að við vorum í háskólanum.“ Hann seg- ist deila áhuga Steinunnar á stjórnmálum og var til að mynda skráður félagi í Kvennalistanum þegar hún starfaði þar. „Það ligg- ur í hlutarins eðli að ég ætlaði mér engan frama í flokknum,“ segir Ólafur. „En ég studdi þau sjónarmið sem þar voru höfð í heiðri.“ Heimilisstörfin eru unnin í góðri samvinnu að sögn Ólafs. „Ég hef gaman af eldhússtörfum en mér leiðist þvottar þannig að hún sér um þá.“ Hann segist vera ágætis kokkur. Altént borði fjöl- skyldan það sem hann leggur á borð fyrir hana með einni undan- tekningu þó. „Ég býð aldrei upp á kjötbollur í brúnni sósu þegar Steinunn er heima. Hún er ekki gefin fyrir þær.“ Hann vill þó ekki viðurkenna að Steinunn sé matvönd. Aðspurður hvar þau hjónin kynntust segir Ólafur að það sé persónuleg reynsla sem hann neitar að deila með þjóðinni. Þrátt fyrir tilraunir til að sann- færa Ólaf um að deila þessari reynslu með þjóðinni eins og Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, gerði í laginu „Við Reykjavíkurtjörn“ gefur Ólafur sig ekki. „Nei, en hver veit. Kannski sem ég einhvern tíma texta og lagstúf um það eins og utanríkisráðherrann. En þjóðin verður að bíða eftir því.“ ghg@frettabladid.is 32 12. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR CHARLES MANSON Þessi alræmdi leiðtogi bandóðrar hippaklíku sem myrti leikkonuna Sharon Tate er 70 ára. Stendur vaktina í eldhúsinu ÓLAFUR HARALDSSON: EIGINMAÐUR VERÐANDI BORGARSTJÓRA „Veistu það að fyrir löngu síðan hafði það einhverja merkingu að vera brjálaður? Nú til dags eru allir brjálaðir.“ - Afmælisbarni dagsins finnst það hafa misst sérstöðu sína á seinni árum. timamot@frettabladid.is AFMÆLI 80 ára er í dag, 12. nóv- ember, Stefanía Ágústs- dóttir húsfreyja, Ásum í Gnúpverjahreppi. Hún er að heiman. Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður er 45 ára. Arnar Gauti Sverrisson tískulögga er 33 ára. ANDLÁT Friðrik Bjarnason bóndi, Hraunbóli, Brunasandi, lést laugardaginn 6. nóvember. Ingeborg Topsøe lést í Ósló þriðjudag- inn 9. nóvember. Margrét Gísladóttir, fyrrverandi ráð- herrafrú frá Borgarnesi, lést þriðjudaginn 9. nóvember. Þorsteinn Jón Nordal Karlsson, bóndi og smiður, Búðardal, Skarðsströnd, lést mánudaginn 8. nóvember. JARÐARFARIR 13.00 Guðmundur Sigurðsson, Reykja- braut 5b, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 13.00 Guðrún Sumarliðadóttir, Dal- braut 18, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Háteigskirkju. 13.00 Hjörtur Ólafsson, Fossheiði 32, Selfossi, áður Efri-Brúnavöllum, Skeiðum, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 13.00 Ólafur Bjarnason, áður Hvassa- leiti 14, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 14.00 Jóhanna Antonsdóttir frá Skeiði, Hlíðarvegi 45, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju. 14.00 Ólöf Jónsdóttir, Kirkjuvegi 11, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Sigtryggur Ólafsson, Skarðshlíð 27c, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju. 14.00 Thor Klausen, Strandgötu 95, Eskifirið, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju. 14.00 Trausti Sigurjónsson frá Hörgs- hóli verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju. 15.00 María Skagan verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 15.00 Þuríður Halldórsdóttir verður jarðsungin frá Kópavogskirkju. ÓLAFUR HARALDSSON Sinnir áhugamálunum þegar eiginkonan er á fundum. Leon Trotskí var rekinn úr sovéska Kommúnistaflokknum þennan dag árið 1927, þremur árum eftir dauða Vladimirs Lenín. Þar með varð Jósef Stalín óumdeildur leið- togi Sovétríkjanna. Trotskí var frá Úkraínu og hét upphaflega Lev Bernstein, en tók sér nafnið Trot- skí eftir fangaverði í Odessa. Trot- skí hafði starfað með Lenín en var staddur í New York þegar bylting var gerð í Rússlandi árið 1917. Hann hélt strax til Moskvu og gekk þar til liðs við bolsévika. Hann varð utanríkisráðherra og stríðsmálaráðherra í stjórn Sovét- ríkjanna, stofnaði Rauða herinn og bar meðal annars ábyrgð á dauða þúsunda óbreyttra borgara í Rússlandi og Úkraínu. Tveimur árum eftir að Trotskí var rekinn úr Kommúnistaflokknum var hann sendur í útlegð til borgarinnar Alma Ata, þar sem nú er Kasak- stan. Síðar var hann gerður brott- rækur úr Sovétríkjunum, fyrst til Tyrklands en þaðan hélt hann til Frakklands, svo til Noregs og loks til Mexíkó þar sem hann settist að. Þar stofnaði hann fjórða al- þjóðasamband kommúnista til höfuðs þriðja alþjóðasambandi Stalíns. Hann var myrtur í Mexíkó árið 1940 af útsendara Stalíns, sem hjó ísöxi á kaf í höfuðið á honum.. 12. NÓVEMBER 1927 Leon Trotskí var rekinn úr sov- éska Kommúnistaflokknum. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1918 Austurríki verður lýðveldi. 1942 Sjóorrustan við Guadal- canal milli bandaríska og japanska hersins hefst. 1948 Hideki Tojo, fyrrverandi for- sætisráðherra Japans, er dæmdur til dauða fyrir stríðsglæpi ásamt fleiri ráðamönnum Japans í seinni heimsstyrjöldinni. 1969 Bandaríski blaðamaðurinn Seymour Hersh segir fyrst- ur frá fjöldamorðum bandaríska hersins í My Lai í Víetnam. 1990 Akihito tekur við keisara- tign í Japan. 1997 Ramzi Yousef er fundinn sekur um að hafa skipulagt sprengjuárás á Tvíburaturn- ana í New York árið 1993. 2001 260 manns farast þegar bandarísk farþegaþota hrapar stuttu eftir flugtak í New York. Trotskí rekinn úr Flokknum er lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, þann 7. nóvember sl. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.30. Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Hákon Pálsson fyrrverandi rafveitustjóri, Sauðárkróki, Hákon Hákonarson Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Hákon Gunnar Hákonarson Petra Halldórsdóttir Helga Hlín Hákonardóttir Unnar Sveinn Helgason Svanborg Magnúsdóttir Magnús Þór Haraldsson Inga S. Kristinsdóttir Svala Hrönn Haraldsdóttir Sigurður Ingvi Hrafnsson Fannar Víðir Haraldsson og barnabarnabörn Frábærlega æðislega skemmtileg 48-49 (32-33) Timamot 11.11.2004 16:01 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.