Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 63
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2004 47
SVIK
Við erum leidd aftur á bak í tíma þar sem rauður þráður
ótryggðar, óheiðarleika og sjálfsblekkingar flækir
samræður persónanna og glæðir þær húmor með
hættulegum undirtóni. Leikrit sem talar á persónulegan
og trúverðugan hátt til áhorfenda. Því allir vita að
erfiðara er að muna lygina en sannleikann....
Miðasala í Borgarleikhúsinu: sími 5688000 og á netinu:
www.borgarleikhus.is og midasala@borgarleikhus.is
SÝNINGAR Í BORGARLEIKHÚSINU
Föstudag 12.11.2004 - KL: 20.00 Litla svi› uppselt
Sunnudag 14.11.2004 - KL: 20.00 Litla svi›
Föstudag 19.11.2004 - KL: 20.00 Litla svi›
Sunnudag 21.11.2004 - KL: 20.00 Litla svi›
Föstudag 26.11.2004 - KL: 20.00 Litla svi›
Föstudag 03.12.2004 - KL: 20.00 Litla svi›
HAROLD PINTER
Þýðing: Gunnar Þorsteinsson
g
u
n
/f
ít
Svik eftir breska leikskáldið
Harold Pinter í þýðingu Gunnars
Þorsteinssonar verður frumsýnt á
Litla sviði Borgarleikhússins í
kvöld klukkan 20.00. Leikritið var
fyrst sýnt í National Theatre í
London 15. nóvember árið 1978.
Sýningin var frumsýnd á Akur-
eyri í október sl.
Svik er opinskárra en flest
leikrit Pinters og fjallar um hjón-
in Robert (Ingvar E. Sigurðsson)
og Emmu (Jóhanna Vigdís Arnar-
dóttir) og Jerry (Felix Bergsson),
vin þeirra til langs tíma.
Hinn rauði þráður ótryggðar, óh-
eiðarleika og sjálfsblekkingar flæk-
ir samræður Emmu, Jerrys og
Roberts enn frekar og glæðir þær
húmor með hættulegum undirtón.
Oft á tíðum virðast þau jafnvel ekki
hafa áhuga á að skilja hvert annað.
Útkoman er óvenjulega áhrifamikið
leikhúsverk. Pétur Einarsson er í
hlutverki þjóns.
Harold Pinter nýtir sér tilfinn-
ingaríkar þagnir og dulbúið dæg-
urspjall í þeim tilgangi að skapa
spennu og þá yfirvofandi ógnun
sem einkennir leikverk hans.
SVIK er þar engin undantekning.
Fyrir leikritið hlaut hann gagn-
rýnendaverðlaunin „New York
Drama Critics’ Circle Award“
fyrir besta erlenda leikritið árið
1980 og var tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna árið 1983 fyrir besta
handrit byggt á áður unnu verki. ■
Daníel Magnússon og
Matprjónagerð lýðveldisins
kynna innihald heimilisins.
„Matprjónagerð lýðveldisins
kynnir: Innihald heimilisins,“ er
yfirskrift sýningar sem opnuð
verður í 101 gallerí á morgun.
Myndlistarmaðurinn sem opnar
heimilið er Daníel Magnússon,
myndlistarmaður og hönnuður, og
hefur með sér fjóra gestalista-
menn, þá Stefán Stephensen ljós-
myndara, Hrafnkel Sigurðsson
myndlistarmann sem sýnir ljós-
myndir, Guðmund Ingólfsson ljós-
myndara og Harald Jónsson
myndlistarmann.
„Ég tek með mér gestalista-
menn til þess að fylla upp í þetta
heimili,“ segir Daníel. „Þessa
gaura er ég með mér upp á stemn-
ingu heimilisins. Þeir ryðjast inn á
það eins og hverjir aðrir hand-
rukkarar, en þeir eru bara að
rukka athygli. Þeir eru athyglis-
sjúkir.“
Á sýningunni gefur þó aðallega
að líta hönnun Daníels og þar
kennir ýmissa grasa. „Síðast var
ég að hanna japanskt misu-súpu-
sett, súpuskál með loki,“ segir
hann. „Það samanstendur af
blómapotti með loki og tveimur
prjónum. Ég ætla að fá gestina
mína til þess að borða kjötsúpu
upp úr blómapotti með prjónum á
opnuninni.“
Á sýningunni verður einnig
stóllinn sem Daníel hannaði fyrir
101 Hótel og nýja stólinn sinn
Squid. „Þetta er einhvers konar
heimili og ég mundi alveg vilja búa
þar. Ég er þó hræddur um að ég
yrði alger plága á þessu heimili,
vegna þess að þegar ég laga til
heima hjá mér nenni ég aldrei að
laga til nema 25 cm frá gólfi. Ég
sópa og skúra og nenni aldrei að
fara hærra. Þess vegna eru stól-
arnir mínir allir mjög lágir. Svo er
ég auðvitað með ýmislegt fleira, til
dæmis rúm og náttborð og á veggj-
um myndir eftir sjálfan mig, bæði
listaverk og hrein stemningsverk
eins og landslagsljósmyndir. Hinir
listamennirnir eru með hrein
stemningsverk og ég er til dæmis
með mynd eftir Guðmund, sem ég
valdi sérstaklega, landslagsmynd
sem er tekin í mosahrauni.“
Ekki segist Daníel ætla að hafa
standandi kjötsúpu meðan á sýn-
ingunni stendur. „Súpan verður
bara á opnuninni,“ segir hann, „og
er löguð af Áslaugu Snorradóttur
ljósmyndara, elduð á 101 hótel –
svo það verður svaka stemning
hérna.“ ■
Einhvers konar heimili
DANÍEL MAGNÚSSON Ætlar að fá gestina til þess að borða kjötsúpu upp úr blómapotti
með prjónum á opnuninni.
Bókaforlagið Bjartur hefur gefið útskáldsöguna Samkvæmisleiki eft-
ir Braga Ólafsson.
Sagan hefst undir
morgun þegar prent-
neminn Friðbert hef-
ur kvatt síðustu
gestina í þrítugs-
afmælisveislu sinni.
Þá rekur hann augun
í svarta rúskinnsskó
fyrir framan dyrnar á
stigapallinum, skó sem hann kannast
ekki við að hafa séð áður. Samkvæm-
isleikir er óvenjuleg, ágeng og spenn-
andi saga, lituð af þeirri ísmeygilegu
kímni sem einkennt hefur fyrri verk
Braga Ólafssonar. Síðustu tvær skáld-
sögur hans, Hvíldardagar og Gælu-
dýrin, voru tilnefndar til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna.
Hjá Máli og menningu er kominút Karitas án titils eftir Kristínu
Marju Baldursdóttur.
Karitas án titils er
dramatísk og áhrifa-
mikil örlagasaga ungr-
ar stúlku í upphafi 20.
aldar, saga um drauma
og þrár, óvænta ham-
ingju, óbærilega sorg
og miklar ástríður. Kar-
itas Jónsdóttir elst upp í stórum hópi
föðurlausra systkina. Móðir þeirra vill
koma þeim öllum til mennta og þau
þurfa að leggja hart að sér. En Karitas
er margt til lista lagt og hana dreymir
um öðruvísi tilveru. Fyrir tilviljun kynn-
ist hún óvenjulegri konu með trönur
og upp frá því tekur líf hennar að
hverfast æ meir um tvö máttugustu öfl
tilverunnar, listina og ástina.
NÝJAR BÆKUR
Svik í Borgarleikhúsinu
62-63 (46-47) menning 11.11.2004 19:42 Page 3