Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 11
11FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2004 ■ NORÐURLÖND ■ EVRÓPA ■ NORÐURLÖND Alma, Emilía, Klara og Steinunn Hverjar eru þær? Hvað dreymir þær um? Hvaðan koma þær? Hvert ætla þær? 100% Nylon - lifandi, litskrúðug, skemmtileg - bók sem þú verður 100% að eignast!!! Allt um Nylonsumarið 2004! Allt um nýju plötuna! edda.is Bókin er komin! KEMUR Í VERSLANIR Í DAG! Nylonstelpurnar árita í Hagkaupum Smáralind á laugardag kl. 14 og á sunnudag kl. 14 í Hagkaupum Kringlunni FINNSKIR STRANDAGLÓPAR Mörg þúsund finnskir vegfarendur þurftu að finna sér annan farar- máta en almenningssamgöngur þegar 1.300 bílstjórar strætis- vagna fóru í verkfall. Bílstjórarn- ir vildu með þessu mótmæla starfsmannastefnu fyrirtækisins, sem þeir segja byggja á lausráðn- ingum í stað fastráðninga. LÍFVERÐIR ÓSKAST Fjölga þarf lífvörðum í þjónustu sænska ríkisins um nærri tvo þriðju til að tryggja stjórnmálamönnum næga vernd. Þetta er niðurstaða nefndar sem kannaði öryggi stjórnmálamanna í kjölfar morðsins á Önnu Lindh. Nú eru 80 lífverðir starfandi en fjölga þarf um 50. Starfsfólk varnarliðsins: Matreiðslumenn ekki sáttir við ófaglærða staðgengla VARNARLIÐIÐ Matreiðslumenn sem sagt var upp störfum í aðalmat- sal varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli í sumar svíður að ófaglært fólk skuli látið taka við störfum þeirra. „Við getum í sjálfu sér ekkert sagt við því þó þeir vilji ekki hafa okkur í vinnu, en atvinnurekandinn verður þá að ráða faglært fólk í staðinn,“ segir Eiríkur Hansen mat- reiðslumaður, einn þriggja sem sagt var upp. „Ég veit ekki til hvers maður er að fara í skóla til að ná sér í réttindi ef þau skila manni engu,“ sagði hann og taldi að sparnaður lægi að baki, því hægt væri að borga ófaglærðum lægri laun. Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvíss, matvæla- og veitingasambands Íslands, segir óviðunandi ef varnarliðið sé að fylla skörð faglærðra mat- reiðslumanna með ófaglærðu starfsfólki. Hann segist hafa fengið þau svör hjá varnarliðinu að í veikindum hafi tímabundið verið ráðið inn ófaglært fólk. Níels taldi að mál skýrðust um miðjan mánuðinn þegar rynni út tímabundin ráðning ófaglærðs kokks og sagðist jafnframt hafa falið lögfræðingum félagsins að skoða hvaða leiðir væru færar ef í ljós kæmi að verið væri að brjóta á fólki. - óká LÖGREGLUMAÐUR DÆMDUR Tyrkneskur lögreglumaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að pynta fanga til dauða. Hæstiréttur mildaði niðurstöðu lægra dómstigs, sem þótti hæfilegt að hann dveldi ára- tug í fangelsi. RÁÐIST Á LETTA Þrír Lettar voru barðir og stungnir með hnífum í Belfast. Talið er að útlendinga- hatur hafi ráðið árásinni. Slíkar árásir eru algengar á Norður- Írlandi en einkum verða kín- verskir, afrískir og austur- evrópskir innflytjendur fyrir árásum. FÆKKA HERFORINGJUM Sænski herinn ætlar að segja upp þúsund herforingjum næsta sumar og ekki ráða nýja í stað annarra her- foringja sem hætta. Þetta er hluti af áætlunum um að fækka her- mönnum úr fjórðung, úr 20 þús- und í 15 þúsund fyrir árslok 2007. BUSH OG GONZALES Mannréttindasamtök óttast að skipun Gonzales grafi undan vernd mannréttinda. Nýr dómsmálaráðherra: Samherji frá Texas BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti valdi einn helsta ráðgjafa sinn í stríðinu gegn hryðjuverkum til að taka við af embætti dómsmálaráðherra af John Ashcroft. Fyrir valinu varð Alberto Gonzales, samherji Bush frá því á ríkisstjóraárum forset- ans frá Texas. Gonzales var lykilmaður í sum- um umdeildustu atriðum stríðsins gegn hryðjuverkum. Þannig færði hann rök fyrir því að alþjóðalög um vernd stríðsfanga giltu ekki um fanga sem teknir væru í stríð- inu gegn hryðjuverkum. Gagn- rýnendur Gonzales segja það hafa átt þátt í fangamisþyrmingum í Abu Ghraib. ■ Á MIÐNESHEIÐI Fyrrverandi matreiðslumaður hjá Varnarliðinu segir að í upphafi hafi verið þar 18 kokkar við störf en nú séu níu eftir. Hann segir matargestum hafa fækkað nokkuð, en þó ekki um helming eins og kokkunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Sjálfstæðisflokkurinn: Fræðir ekki um styrki Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gefa upplýsingar um styrktar- aðila sína eða einstaka styrki til flokksins. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um styrki olíu- félaganna til Sjálfstæðisflokksins í tölvupósti nýlega og barst þá þetta svar. Í svarinu kom einnig fram að flokkurinn hefði um langt skeið fylgt sömu reglu og aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi í þessum efnum.■ 10-11 11.11.2004 19:52 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.