Tíminn - 18.12.1973, Síða 10

Tíminn - 18.12.1973, Síða 10
10 TÍMINN Jólablað 1973. JÓLIN Á VATNLEYSU Þorsteinn Sigurösson og kona hans, Agústa Jónsdóttir, i stofunni á Vatnsleysu, sem er full af blómum, því húsbóndinn varö áttræöur um daginn.f byrjun jólaföstunnar. Þaö komu áttatiu manns iafmæliöhans Þorsteins, og svo var haldiö samsæti i Aratungu. Tólgarkerti steypt heima á jólaföstu Við börnin hlökkuðum mikið til jólanna. Ég held að eftirvænting- in hafi mikið verið bundin við kertin. A jólaföstunni byrjaði móðir min að steypa tólgarkerti i móti, sem faðir hennar hafði smiðað og gefið henni. Þá fór eftirvæntingin að segja til sin hjá börnum. A aðfangadag komu faðir minn og vinnumennirnir snemma inn frá verkum sinum, en jólin voru talin byrja klukkan sex um kvöld- ið. Þó var ýmislegt eftir að gera. Það varð að mjólka kýrnar og skilja mjólkina. Á meðan klæddi mamma okkur i jólafötin, og á áttunda timanum var kvöld- verðurinn, jólamaturinn. Þetta þætti ekki merkilegur matur nú. Það var venjulega kjötsúpa, en hangikjöt var ekki skammtað á Súðurlandi fyrr en á jóladag. A Norðurlandi mun það hins vegar hafa verið siður að skammta hangikjöt á aðfangadag. Þegar búið var að borða, var jólakertunum útbýtt. Jólagjafir þekktust ekki þá, en allir fengu þó einhverja nýja flik til að fara i um jólin. Aðfangadagskvöldið leið i mild- um unaði, og við horfðum á ljósin. Það var lesið, og það voru sungnir sálmar, en ekki mátti spila á spil. Rætt við Þorstein á Vatnsleysu um jólahald í Biskups tungum um aldamótin, og sitthvað fleira Það var enn dimmt, þegar við ókum niður Kamba, og þar var mik- ið frost. Landið var hvitt af snjó, veðrið var stillt, og yfir þvi var mikil helgi, þvi það var komin jólafasta. Við ókum i myrkrinu og frostþerrinum austur Biskupstungur, og það byrjaði að bjarma af degi. Við komum úr vestri, morgunroðinn úr austri, og við munum að öllum likindum hitta daginn hjá Vatnsleysu. Þorsteinn á Vatnsleysu áttræður Á Vatnsleysu býr Þorsteinn Sigurðsson og húsið er fullt af blómum, þvihann varð áttræður i fyrradag og konan er rúmlega sjötug.Guð gaf þeim niu börn, en eitt tók hann aftur, og nú voru að koma jól. Ef ég verð áttræður, vil ég verða það svona, hugsaði ég með mér. Teinréttur, mildur höfðingi með brosandi augu, aka um i stórum, ameriskum bil og reykja stóra vindla og syngja með þeim Biskupstungnamönnum undir réttarvegg hvert haust. Við vorum komnir til að tala um jólin Fúlt brúðkaup i Skálholti — Ég fæddist á Vatnsleysu, sagði Þorsteinn, 1. desember 1893, en foreldrar minir fluttust hingað vorið 1891. Faðir minn hét Sigurður Er- lendsson og móðir min Sigriður Þorsteinsdóttir, Þorsteinssonar Jörundssonar Illugasonar Jóns- sonar, er var staðarsmiður i Skál- holti. Illugi smiður bjó á Drumbodds- stöðum og hélt bæði framhjá kon- unni og búskapnum, þvi það var fjölmenni á Skálholtsstað og mik- iðaf ungum og fallegum stúlkum. Sagan segir, að einhverju sinni, þegarSkálholtsbiskup var á eftir- litsferðum staöarhúsin, sem voru mörg með miklum göngum og ranghölum, þá rakst hann á Illuga i faðmlögum við unga stúlku. — Fúlt brúðkaup og fámennt, sagði biskup, þvi hann reiddist. — En komu þó fleiri en boðnir voru, svaraði Illugi. ✓ og það voru sungin kvæði og kveðið. Rökkrið var bókmennta- timinn i lifsamstrinu. I æsku minni var það siður aö lesa húslestra á hverjum sunnu- degi, og alltaf voru sungnir sálm- ar og hugvekjur á vetrum. Það var lesin Péturs-postilla, Péturs- hugvekjur og Arna-postilla. Og siðar guðspjallamál Jóns Bjarna- sonar og fleira. Pabbi las lestur- inn, en við sungum öll. I raun og veru hlakkaði ég til lestursins, þvi söngurinn var svo heillandi. En svo fór rökkrið að styttast, þvi það kom meira ljós . i sveitirn- ar. Menn fóru að hafa ráð á að kaupa það á fyrsta tug aldarinn- ar. Þá var byrjað að kveikja fyrr, og manni þótti vænt um það. Rökkrið var lengst i svartasta skammdeginu, frá klukkan fimm til átta á kvöldin. Fimm til sjö var þó algengt, og menn styttu það litið eitt kringum jólin. Ekki veit ég hvaö um Illuga varö, en liklega hefur hann orðið ellidauöur i Tungunum. Þegar ég man fyrst eftir Skál- holti, var það i mikilli niðurlæg- ingu. Skálholt var á sinni tiö eins mikið höfuðból og höfuðsetur þjóöarinnar og hugsazt gat. t minu umdæmi var það aðeins annexsia hjá séra Brynjólfi á Olafsvöllum, en um aldamótin var það læknissetur fyrir Grims- ness-læknishérað. Framundir það var aðeins einn læknir með Árnessýslu alla, og sat hann i Laugardælum. Um sama leyti og læknishéraö- iö var stofnað, losnaði Skálholt úr ábúð og ungi læknirinn, Skúli Arnason, var settur þar niður, og þaðan gegndi hann alla sina læknistið, fram undir 1920. Skál- holt býr að fornri frægö, senni- lega i huga allra Islendinga, sem opna bækur, en um aldamótin og lengst af frameftir þessari öld, var þar fátt, sem minnti á forna frægð staðarins. — Þú manst væntanlega eftir jólum um aldamótin, og reyndar fyrr? Rökkur og bókmenntir — Já, ég man þau vel. Móðir min var mjög söngelsk. Hún var alin upp f hópi 15 systkina á Reykjum á Skeiðum. Það var hópur syngjandi systkina, og þeg- ar hún kom hingað, vildi hún láta syngja. Það var þá fámennara hér, en með henni fluttist hingað frænka hennar, Þorbjörg Magnúsdóttir frá Votamýri, amma Konráðs hótelstjóra á Sögu. Þær sungu mikið. t þá daga var mikið setið i rökkrinu. Það var gert i margar aldir á tslandi, þvi ljósmeti var af skornum skammti og dýrt. Það hefur allof litið verið skrifað um rökkurseturnar á tslandi. Það er talið, að fornbókmenntir okkar hafi geymzt hjá þjóðinni, og ef það er rétt, er það rökkursetunum að þakka. Húslestrar og postillur Sögur voru sagðar í rökkrinu,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.