Tíminn - 18.12.1973, Page 12

Tíminn - 18.12.1973, Page 12
12 TÍMINN Jólablaö 1973. Ein er upp til fjalla.... Falleg mynd i stofunni á Vatnsleysu. — Ég vildi ^bara þessa, segir þorsteinn. Þaft voru til margar, en ég vildi bara eina rjúpu, þvi ein er upp til fjalla. Þessi mynd er ef til vill táknræn fyrir ís- lenzka bóndann. Kjúpan safnar I sarpinn til vetrarins, og hvert haust stefnir í tvísýnu, er veftrakaldur vetur gengur i garft meft váskafta og jarðbanni. aft teljast. Það hafa oröið svo miklar framfarir i ræktun, aö munurinn á hjáieigunum og stór- býlunum hefur minnkað veru- lega. Hvernig munt þú verja jólunum að þessu sinni? Jólin á Vatnsleysu — verð heima — Nú, ég verö auðvitað heima. Það eru tvö heimili i þessu húsi. Sonur okkar býr með fjölskyldu sinni hér á ioftinu. Við borðum saman um jólin. Þau hér á að- fangadagskvöld, og við svo hjá þeim á gamlárskvöld. Og svo eru börnin okkar á tveim býlum hér á Vatnsleysu til viðbótar. Við reynum að syngja, ef það tekst þá. Það verður útvarp i gangi og jólagjafirnar, og stund- um tekst ekki að ná saman fólki i söng vegna þess. Biskupsmessan I útvarpinu verður svo um mið- nættið. Hún verður ljómandi góö, ef að likum lætur, og við munum gera úr henni helgistund. Við reynum að bjarga okkur sjálf. A jólunum halda menn sig aö mestu leyti heima. Það er ekki mikið um heimsóknir á jólunum. Mér finnst það ágætt. Heimilin eiga að vera sjálfum sér nóg um jólin. Við förum svo i kirkju i Skál- holti, þvi Skálholtskórinn syngur um jólin, og mikið mun verða um skemmtanir.. Við hjónin erum hætt að fara á venjulega dansleiki, en við reyn- um að sækja aðrar skemmtanir i sveitinni. Allsherjar hátið sveitarinnar er svo þorrablótið. Þar verður mikið fjölmenni. Já, þetta verður mikil hátið. — Nokkuð sem þú vilt segja aö lokum? — Kg vil nota þetta tækifæri til að senda mönnum kveðju mina. Ég fæddist i byrjun jólaföstu, og hef þvi litið á mig sem eins konar jólabarn. Eg er nýbúinn að halda upp á KO ára afmælið og hef tekið á móti kveðjum og höfðinglegum gjöfum og þegið mikið lof, sem ég stend ekki undir. En móti þessu öllu hef ég tekið þakklátum huga, og nú óskum við hjónin vinum og vandamönnum gleðilegra jóla, árs og friðar. JG Stefán frá Hvítadal: Jólin nálgast Rennur um rökkurslóð rjúkandi hvítafjúk. Hnípinn ég heima sit hljóður við daufa glóð. Lán mitt er sífellt svalt, svalt eins og rökkrið kalt, kaldlynt og voðavalt, valt eins og lífið allt. Sending er samt í nánd: sóihvörf og bráðum jól. Gleði og geislabrot geymd skulu handa þeint. Flyt þeim minn æskuóð, örva mitt kyrra blóð, skara í gamla glóð, gleymast þá veðurhljóð. Jólin mér eru enn ylur. Ég hlakka til, kveikt verða kertaljós, kólgan er burt um jól. í heiðioftin björt og blá barnshugir glaðir ná. Herskarar hæðum frá himnana opna þá.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.