Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 13
Jólablað 1973 TÍMINN 13 UPP FERGUSON-VEGINN Smásaga eftir Louis Bromfield Tvisvar áöur i lifi minu hefi ég skrifaö sögur um Zenobiu, i fyrra skiptiö fyrir meira en tuttugu árum, oj> i seinna skiptiö fáum árum seinna. 1 bæöi skiptin var ég neyddur til aö gefa henni annað nafn en hennar eigið, vegna þess aö hún náöi furöulega háum aldri, og var enn lifandi. Eitt sinn kallaði ég hana Zenobiu White, og i annaö skipti Zenobiu van Essen, og i bæöi skiptin fann. ég upp á sérstökum einkennum til þess að dulbúa hana eins mikiö og ég gat. Þetta var aö visu óþarfi, vegna þess aö þaö var enginn, sem ég þekkti, eöa hafði heyrt getið um, sem var eins og hún. t bæði skiptin haföi ég rangt fyrir mér. I fyrsta skiptið, þegar ég var ungur og rimantiskur rithöfund- ur, þá lét ég hana deyja á sorg- legan hátt. t annað skiptið venju- legum dauðdaga. Aðalatriðið i þvi, sem ég ætla að segja ykkur, er, að þegar þeir fundu lík i smá- hýsi Zenobiu og jörðuðu það, þá var hún alls ekki dáin. Þvi eldri, sem ég verð, þeim mun meira hneigist ég að þvi, að til séu öfl, sem við höfum litinn skilning á, sem knýja örlög okkar I aðrar áttir, heldur en við höfum vandlega áformað. Ég get heldur ekki gert annað en að trúa þvi, að þessi sömu öfl séu tengd lifi okkar sjálfra við lif annarra, enda þótt þeir séu ókunnugir, eða persónur, sem við höfum hitt af tilviljun tvisvar eða þrisvar á ævinni. Eitthvað svipað þessu skeði milli min og Zenóbiu. Ég var aldrei ná- kunnugur henni, þvi hún var þegarorðin gömul kona, þegar ég fæddist, og ég sá hana aðeins stöku sinnum i æsku minni, en á lifsleið sem lá að mesu i þvi að ferðast um heiminn, hittandi þúsundir fólks af öllum kyn- þáttum, þjóöernum og tr,ú- flokkum, þá hefi ég aldrei hitt neinn, sem hefur haft eins djúp- tæk áhrif á mig sem hún. Hún knúöi mig aö minnsta kosti tvisvar til þess að skrifa um sig, og samt knýr hún mig enn til að skrifa um sig, eftir að hún er dáin og grafin. Ég hefi það á tilfinn- ingunni, að sögunni um okkar óljósu en sterku sambönd sé ekki enn lokið. Ég verð nærveru hennar var i hvert skipti sem ég geng upp Ferguson-veginn. Sjáöu til, hennar rétta nafn var hvorki White, né Van Essen. Það var Ferguson-Zenóbia Ferguson, stórbrotið fallegt nafn. í fyrsta skipti, sem ég sá hana get ég varla hafa verið meira en sjö eða átta ára gamall. Faðir minn, demókrati og stjórnmála- maður, þó i litlum mæli væri, var vanur að aka um sveitina fyrir kosningar, og heimsækja bændur og þorpsbúa leitandi eftir at- kvæðum þeirra, annað hvort fyrir sjálfan sig, eða einhvern annan félaga sinn úr Demókrataflokkn- um. Hann ók i gamaldagssmábil, hafði með sér nokkra menn, og hann tók mig mjög oft með sér. Fyrir lftinn dreng, var þetta alltaf spennandi ævintýri. Hann heim- sótti nærri alla bæi i öllum byggðalögum. Við ókum upp af- skekkta troðninga, sem lágu frá blómlegum dalnum upp I hæðirn ar. Faðir minn var skemmtilegur maður. Næstum öllum þótti vænt um hann og kölluðu hann Tom, og þegar eftirmiðdagurinn kom, eða tók að rökkva, þá vorum við alltaf boðnir i eftirmiðdagskaffi, eða kvöldverð. Þau skipti, sem ég ferðaðist með honum, komst ég i kynni við alla bændur og alla troðninga i sveitinni, fallegu sveitinni, sem ég gleymdi aldrei, þrátt fyrir öll árin, sem liðin eru, siðan ég var þar. Ekkert gat breytt skoðun minni, þegar ég bar landslag annarrar byggðar saman við mina byggð, og aldrei fann ég neina, sem ég var jafn ánægður með. Þetta var land með frjósömum, flatneskiulegum dölum, sem lágu milli skógi vaxinna hliða, með uppsprettum og ám hingað og þangað. Þú gazt yfirgefið frjó- saman dal, og lagt siðmenn- inguna að baki, um leið og þú ókst upp smástigi, klifrandi upp til- breytingalausa samanflækta burkna og tré, i gegnum þykkni af greipaldinum og villtum skógi- Eftir að hafa gengið i gegnum skóginn, myndir þú stundum hitta á litla hringlaga skrautbúna sléttu, þar sem litill bær stæði á hæðarkambi, og hús byggð við hliðina á honum. Landiö yrði þannig, að bak við hverja hæð birtist nýr heimur, rómantiskur, og öðru visi á að lita, heldur en sá, sem þú komst frá. Slikt land fæðir af sér rómatiskar persónur. Flat- neskjulegt land getur af sér leiðinlegt, hversdagslegt efnis- hyggjufólk. Zenóbia bjó alla sina ævi á einum af þessum einmana sveitbæjum. Ef Hún hefði búið á flatneskjlegu landi, myndi saga hennar hafa orðið á annan veg. Fólkið myndi aldrei hafavisaðtil hennar einmana bæjar sem ,,upp Fegurson-veginn, eins og það væri einnhvað háleitt, undarlegt og dularfullt við það. Hún var svolitið skyld mér i föðurættina, þannig að afi hennar, og langafi föður mins, vorubræður. Einn forfeðraöennar hafði gifzt indiánakonu úr Dela- ware-þjóðflokknum, sem á landamærunum var kölluð prin- sessa, vegna þess að hún var höfðingjadóttir. Þrátt fyrir það, þó hún væri þannig fjarskyld, þá kallaði hún föður minn ,,Tom frænda”, og vegna þess að þaö féll henni i geð, þá kallaði hann hana „Zenobiu frænku”. A allra fyrsta sinn, er ég sá hana, var bjart veður, loftið hreint og tært, meö þessum sér- stæða tærleika, sem einkennir loftið i landi okkar i október. Faðir minn og ég vorum báðir komnir á fætur, á meðan frost- slikjan lá enn á sléttum dalsins, og allan morguninn höfðum við ekið eftir vegi dalsins, stanzað af og til og talað við bændurna, og jafnframt höfðum við samtimis afhýtt korn, merkt svin, eöa rekið fé. Rétt um nónbil komum við að húsi Ed Berry, og bauð hann okkur til kvöldverðar, en pabbi sagði. „Nei, en ég þakka samt kærlega fyrir, Ed. Ég ætla að koma við hjá Zenobiu, og komast hinum megin i dalinn fyrir kvöldið”. Um leið og Zenobia var nefnd, færðist einkennilegt sérstakt værðarbros yfir andlit Ed, sem færðist yfir andlit fólks, þegar það minntist á hana, eða varð hugsað til hennar. I þessu brosi fólst glettni, ástúð, meðaumkun og vernd, samskonar, bros og fólk hefur gagnvart barni, sem er að stytta sér stundir. Samt sem áður var það meira en þetta-ólýsan- lega bros, sem Zenobia ein allra i sveitinni fékk. „Ed sagði, „Svo þið eruð að fara upp Ferguson-veginn?” Og það var eitthvað i raddblænum, sem ég, barn að aldri fann, að var eitthvað sérstakt og öðruvisi en venjulega. Það var eins og hann hefði sagt, „Svo þið eruð að fara út úr þessum heimi um stund”? Siðan bætti hann viö, „Skilið beztu kveöju til Zenobiu frá mér. Segið henni að við munum verða upp frá, til þess að taka á móti korninu hennar fyrir lok nóvem- bermánaöar”. f Það var ennþá rúmur manuður þangað til, og það var skritiðað Ed skyldi ekki reikna með þvi að sjá hana I millitíðinni, þar sem hann bjó aðeins i tveggja milna fjarlægð frá henni. Við kvöddum, og faðir minn talaði við hestana, snéri til baka veginn, sem lá heim til Eds út á þjóöveginn, sem lá frá dalnum, gegnum skóginn „upp Ferguson- veginn”. Jafnvel á þessum tima lá H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.