Tíminn - 18.12.1973, Qupperneq 17

Tíminn - 18.12.1973, Qupperneq 17
Jólablað 1973. TÍMINN 17 le&julag fyllt upp á milli þeirra. Ég fór inn fyrir, og sá að kofinn var núna notaður sem hús fyrir folann og hundana. Að baki kofans kom ég allt i einu að kú með nýborinn kálf, sem var eins og hind. Kýrin var ekkert hrædd við að sjá mig, en starði bara á mig sljóum augum, á meðan hún sleikti kálfinn. Ég gekk að kálf- inum, strauk brúna nefið á honum, en allt i einu varð kýrin ekkert óróleg. Þetta var það, sem ég sá með eigin augum, en þegar ég reikaði um þá skeði eitthvað innra með mér, eitthvað, sem ég skildi ekki til fulls, enda þótt ég væri algjör- lega laus við algleymi bernsk- unnar. Ég held að það hafi byrjað, þegar við komumst upp á hásléttuna, undir hinn bjarta októberhiminn, af hinum illfæra vegi, er lá i gegnum skóginn. Ég skynja það nú, að það var eins og að koma úr einni veröld i aðra, og við það hækkuðu skynfærin og urðu skarpari. Mér fannst ég eiga heima hérna, i nálægð hinna tveggja skógarhana, sem litu svo skringilega á okkur, og stóðu mjög nærri hinum tveim gömlu hundum og folaldinu Willie. t þessum skógi gamalla lilja og rósarunna komu fuglarnir mjög nærri okkur. Söngfugl sat á lilju- grein, i minna en metersfjarlægð og horfði á mig meðan ég borðaði greipaldin. tkorni sat óttalaus á þakskeggi gamla viðarkofans og masaði og gretti sig framan i mig. Og við það að sjá alla þessa hluti, þá fór hjartað i þessum litla snáða að syngja. Ég held, að það hafi verið þess vegna, að allir hessir lifandi hlutir virtust svo ,ri og án undrunar eða ótta. jð var sem þessi litli heimur, sem lá hátt uppi i bláum október- himninum, væri litil paradis, litill heimur, sem væri eins og allur hinn stóri heimur stti að vera. Ég var að leika mér á bakka litlu andatjarnarinnar, sem lá fyrir neðan fjósið, i algleymis- fagnaði, þgar ég heyrði Zenóbiú kalla á mig. Það var djúp þægileg rödd, með einkennilegum bjöllutón. Ed Berry sagðist stundum geta heyrt hana kalla heima „Jersey” kúna neðan úr dalnum, meira en þrjá kilómetra I burtu. Það var ekki það, að rödd hennar væri svo sterk, en hún hafði skæra eiginleika, sem hafði það i för með sér, að hægt var að heyra hana langar leiðir, þegar vindáttin var hagstæð og kvöldið kyrrlátt. Allir nágrannar Zenóbiu niðri i dalnum þekktu rödd Zenóbiu. Hún tilheyrði hinum villta. snotra innilukta stað. Það voru engar syllur, hvorki á dyrum, né gluggum, en samt sem áður voru nokkrar syfjaðar flugur, á þessum tima árs, til að angra okkur. Zenóbia var með litinn liljuvönd i hendinni er hún veifaði yfir borðið af og til. Þá tók ég i fyrsta sinn eftir höndum hennar — stórar og vinnulúnar, en langar og fagrar i laginu. Hún bar marga hringi á þeim — þeir voru úr þykku gulli, með gamal- dags „cameo” og „amethyst” steinum. Ég held, að hún hafi sett þá upp, okkur til heiðurs, likt og hún hafði sett utan á karl- mannsfötin, margbrotna og heimatilbúna flik, úr einhverju fjólubláu efni. Þetta breytti algjörlega per- sónulegu útliti hennar, þvi það gjörði hana að hefðarkonu — ég held, fyrstu hefðarkonunni, sem ég hafði nokkru sinni augum litiö. Hin allt að þvi djarflegu Indiána- einkenni virtust mýkjast og voru ekki lengur villt, heldur aðalsleg og fögur. Það má með sanni segja, að hún væri snotur kona það var alltof veikt og óævintýra- laust orð. Hún var hiklaust fögur. O hún hafði nokkuð, sem ég ekki skildi þá, hvað var, vegna þess að ég var bara smásnáði, enda þótt ég yrði þess var. Eftir þvi sem ég eltist, var ég þess áskynja, hvað það var. Það er eitthvað, sem kona getur ekki áunnið sér. Það verður að vera meðfætt. Það tilheyrir mikið sköpulagi hennar, og einnig sál- rænum eiginleikum. Hérna, á þessum einmanna bæ, sem leit upp til himinsins, var kona, sem skar sig út úr, og hafði lika það sem frakkarnir kalla „chic” (glæsileika). Kvöldverður var ágætur. Það var ávaxtasafi, baunir, ostur, mjólk, og sulta búin til úr villtum greipaldinum, hunang og heimabakað brauð, og smjör kalt og ferskt, heint upp úr isköldu vatninu i gömlu vatns- þrónni. Það var aðeins eitt, sem vakti undrun mina, og þegar Zenóbia fór fram i eldhús, ti þess að sækja sauðsleggi, sem hún hafði i eftirmat, þá sagði ég við pabba, „Hversvegna fáum við ekki kjöt” ? ”. Hann leit á mig og sagði „Þú mátt ekki tala um það. Zenóbia drepur aldrei dýr”. Hún kom fljótlega inn i her- bergið, og þennan dag heyrði ég ekkert meira á þetta minnzt. Ég heyrði það ekki fyrr en löngu seinna, kannski vegna þess að pabba fannst ég vera of ungur. Þegar miðdegisverðinum var lokið, sagði Zenóbia hvatlega. „Drengurinn ætti að fá eftirmið- dagsblundinn sinn, og mér kæmi ekki á óvart þó þú vildir það lika?" Við höfðum boröaö heilmikiö, og pabbi var syfjaður. Ég sagði, „Ég vil ekki fá mér blund, ég vil fara út að leika”. Það sem mig raunverulega langaði til, var að komast aftur út i hinn töfrandi heim, þar sem engir fullorðnir voru til þess að ónáða mann, og öll dýrin og fuglarnir voru' fél- arar. Ég hafði aldrei verið á stað, sem var svo þéttvaxinn blómum og runnum. Þau mótmæltu mér ekki. Pabbi, sagði, að hann langaði til að leggja sig, og hvarf inn i setu- stofuna til þess að leggja sig i sófann. Zenóbia fór að taka fram af borðinu, ég fór aftur að tjörn- inni fyrir neðan vatnsþróna. Ég byrjaði að pota i leðjuna, meðan endurnar syntu upp að mér, til þess að skoða mig, snúandi höfðum sinum á einn veg, svo sem fuglar gera. til þess að svala forvitni sinni. Þær töluðu heilmikið saman. Kýrin kom niður að pollinum til þess að fá sér að drekka, nýborni kálfurinn tifandi á sinum löngu fótum, kom sér áfram með rykkjandi snöggum hreyfingum. Ég hætti að pota i leðjuna til þess að horfa á,og skyndilega varð kálfurinn bróðir minn, litil ver a sem ég fór allt i einu að elska, allt annars konar ást, en ég hafði á nokkurri persónu, jafnvel for- eldrum minum, bræðrum og systrum. Það var likast þvi, sem við værum bæði hluti einhvers, sem annað fólk hafði ekki hug- mynd um, heimur út af fyrir sig, þarsem var heilbrigði, sem engin mannleg vera gat skynjað. Ég varð þess skyndilega var, að endurnar voru gaggandi i kringum okkur, og skildi tillitið i hinum brúnu augum „Jersey” kýrinnar tkorninn kom niður að tjarnarbarminum, og gerði svo- litið skritið. Hann dýfði báðum löppum sinum ofan i vatnið, setti þær siðan upp i sig, og þvoði þær með sinni litlu bleiku tungu. Á meðan ég var að horfa á hann fann ég, að einhver eöa eitt hvað var að horfa á mi£. Tillfinn- ingin var svo mikil, að ég snéri mér við, og uppgötnaði þá, að Zenóbia stóð nálægt vatnsþrónni, innanum pilviðinn, i sinum gamal- dags fjólubláa kjól. Hún brosti til min, og skyndilega fékk ég sömu tilfinningu af ómælanlegum skilningi, sem ég hafði upplifað með öndunum, kúnni og ikorn- unum. Llanga stund störðum við hvort á annaö, og þá sagði hún: „Þessi þarna fyrir handan-ikorn- inn. Það er Jón. Hann er ófyrir- leitin og slæm persóna, en mjög skemmtilegur". Eftir það sagði hún lagt, „Jón... Jón! Komdu hingað skömmin bin”. tkorninn settist upp, reisti upp höfuöið, gekk siðan yfir að enda tjarnarinnar og mjög nálægt mér, og stökk siðan upp eftir fjólubláa kjólnum hennar Zenóbiu, og þar settist hann masandi, með skott- iö vafið yfir bakið á sér. Hún leit niður til min og sagði . „ Þú sérð hvernig þeir eru. Við getum talað hvert viö annað. „Hún snéri höfðinu litillega og sagði. „Hvaö segirðu um það, Jón? Getum við það ekki?” tkorninn gaf frá sér masandi hljóð, og Zenóbia sagði. „Hann er að spyrja, hver þú sért, og hvað þú sért að gera hérna”. Siðan sagði hún við ikornann, „Það er allt I lagi. Hann veit, það sem við vitum. Það getu skeð, að hann gleymi þvi einhverntima, en að lokum mun það koma fram i huga hans aftur. Hann er einn af þeim, sem er hjartnæmur eins og við". tkorninn snéri sér að mér, alveg eins og hann skildi það sem hún var að segja, Hann var alveg kyrr um stund, eins og hann væri að athuga mig. Siðan byrjaði hann skyndilega að masa á ný, og hljóp niður fjólubláa kjólinn, og yfir stiginn, upp á þak gamla kofans, og blótaði reiðilega. Þá sá ég, hvað skeð hafði Pabhi var vaknaður, og var kominn til okkar, út úr runnaflækju. Zenóbia sagði lágt, „Það er búið að vera. llann hefur eyðilagt það”. Við kvöddum Zenóbiu, beizluðum hestana og lögðum af stað, skildum við hana, þar sem hún stóð við hliðið i fjólubláa kjólnum með alla hringana á fingrum sér. Við riðum upp, þar sem gróðurlaus hliðin byrjar, og niður hinum megin, gegnum dimm göngin og gegnum skóginn, aftur út i heiminn. Hjá bæ Eds Berry, riðum við fram hjá tveimur veiðimönnum, sem voru með þunga poka, sem i voru drepnar kaninur. Pabbi sagði, „Þeir fara ekki upp eftir, til húss Zenobiu”. „Hvers vegna ekki?” spurði ég. Hann hló lagt/'Vegna þess, að hún myndi ná i sina eigin byssu og skjóta þá. Þeir þekkja hana allir. Einu sinni drap hún mann. Það vita allirf' Við riðum um stund, og vorum þögulir. Siðan spurði ég, „Pabbi. Hvað þýðir „hjartnæmur?”. Hann leit skringilega á mig, og sagði,,Það þýðir venjulega að einhver sé dálitið skritinn. Hvers vegna langar þig til að vita það? ” Hann leit skringilega á mig. og sagði. „Það þýðir venjulega, að einhver sé dálitiö skritinn. Hvers vegna langar þig til að vita það?” „Vegna þess að Zenóbia frænka sagði ikornanum, að það væri allt i lagi með mig, ég væri „hjart- næmur” eins og hún”. Pabbi hló lágt. „Stundum held ég, að hún hafi rétt fyrir sér”. Ég sló i handleggin á honum, og hann bætti við. „Ég mundi i þinum sporum ekki láta það angra mig, Flestir álita Zenóbíu ,,hjartnæma”.,enég álit hana vera mjög gáfaöa konu”. Þvi næst stundi hann. Jæja, ég vissi það ekki þá. Mig grunaði bara, að það væri eitthvað, sem hann öfundaði Zenóbiu af. Ég veit ekki nákvæmlega, hvenær ég heyrði fyrst byrjunina á sögu Zenóbiu. Það er mjög lik- legt, aðéghafi aldrei heyrt hana alla I einu lagi, en i slitrum, sem ég tók upp og sauð saman i minum eigin huga, likt og börn hugsa úr þjóðsögum, og sögum af nágrenni sinu. Zenóbia tilheyrði ákveðið landinu, var hluti af lifi þess og sögur. Eftir þvi sem ég óx upp, þá varð ég hennar stundum var á strætum borgarinnar, vegna þess að hún yfirgaf h’ergu- sonstaðinn um það bil mánaðar- lega, og gerði þá fimmtán kiló- metra ferðina eins notadrjúga sem bezt hún gat með þvi að ferðast á puttanum með vögnum og kerrum, og ferðin var farin til þess að kaupa krydd, kaffi og hluti, sem hún gat framleitt með sinum eigin höndum á hinni háu eyðilegu hæð. Stundum keypti hún eitt eða tvö ofin bönd, °g þegar l'yrsta kjörbúðin hóf starf- semi sina, þá var sem Zenóbia kæmist til himna. Hún keypti alla þá ódýru skartgripi, sem hún hafði ráð á, af þeim litlu tekjum, sem hún hafði af aldingarði sinum, sem bar ferskjur, greip- aldin og epli. En áður hafði hún greitt skattana sina. Enginn borgarbúi tók neitt sér- staklega eftir henni, en á ókunnuga hafði það óvænt áhrif Framh. d bls. 60 iJÓÐAR Auknar samgöngur eru lykimnn ai S - JU • „Siglingadraumur íslenzku þjóöarinnar er aö rætast. Þaö er bjart yfir Eimskipafelaginu í dag. Þaö er bjart yfir þjóö vorri, því aö þetta félag er runniö af samúö allrar þjóöarinnar. Þjóöin hefur ekki aöeins lagt fé í fyrirtækið, hún hefur lagt þaö, sem meira er, hún hefur lagt vonir sínar í þaö. Þetta fyrirtæki sýnir fremur öllu ööru, hvað vér getum áorkaö miklu, er vér stöndum allir fast saman. Auknar samgöngur eru lykillinn aö framtíö vorri”. Sigurður Eggerz. raöherra. 1915. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.